Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.09.2008, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 18.09.2008, Blaðsíða 21
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 18. SEPTEMBER 2008 21STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Kynntu þér málið á: sbk.is, reykjanesbaer.is Nýtt leiðakerfi strætó í Reykjanesbæ 18. september n.k ALP bílaleigan leitar af hressum starfsmanni Um er að ræða starf á útleigustöð fyrirtækisins í Keflavík. Starfið felur í sér útleigu og móttöku á bílaleigubílum og önnur tilfallandi verkefni. Viðkomandi þarf að hafa: • Gilt ökuskírteini • Tungumálakunnáttu ALP ehf. er ein af stærstu bílaleigum landsins með einkaleyfi á vörumerkjunum Avis og Budget. Undir þessum vörumerkjum eru reknar tvær af stærstu bílaleigum heims. Samtals hafa Avis og Budget fleiri en 6.000 útleigustöðvar og yfir 26 milljónir bíla um allan heim. Frekari upplýsingar um Avis og Budget er hægt að fá á www.avis.is og www.budget.is Upplýsingar veitir Snorri í síma 660 0618 Umsóknir sendist á atvinna@alp.is fyrir 26. september • Tölvukunnáttu • Hreint sakavottorð • Sjálfstæð vinnubrögð og gott frumkvæði • Ríka þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum • Drifkraft og metnað til að ná árangri í starfi Capacent Gallup fram kvæmdi á dögunum viðhorfskönnun á meðal stúdenta sem leigja húsnæði á Vall- arheiði. Niðurstöður sýna að yfir- gnæfandi meirihluti íbúa er mjög ánægður með íbúðir sínar og upp- bygginguna sem hefur átt sér stað á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því Bandaríkjaher yfirgaf svæðið. Á meðal helstu niðurstaðna könnunar- innar er að 87,4% íbúa eru ánægðir eða mjög ánægðir með Vallarheiði sem stað til þess að búa á og 92,5% svarenda telja að uppbygging á Vallarheiði hafi tek- ist vel. Vallarheiði er nafn þess svæðis sem Bandaríkjaher yfirgaf árið 2006 en hefur nú öðlast nýjan tilgang sem stærsta byggð háskólanema (e. Campus) á Íslandi. Ýmis fyrirtæki og stofnanir eru farin að setjast að á svæðinu í bland við stúdentana. Íbúar á Vallarheiði verða í haust orðnir samanlagt 1.900 og verður svæðið því orðið álíka fjölmennt og sveitarfélög á borð við Dalvík. Frá því að Bandaríkjaher fór haustið 2006 hefur mikil uppbygging átt sér stað sem sér engan enda á. Má þar meðal annars nefna: Keili – miðstöð vísinda, fræða og at- vinnulífs; hefur verið ýtt úr vör og er nú komin á mikla siglingu. Í fyrstu útskrift Keilis í ágúst voru 85 nem- endur útskrifaðir af námsbrautinni Há- skólabrú. Nokkrar brautir til háskóla- prófs eru að hefjast og gerir Keilir ráð fyrir að tæplega 400 nemendur muni stunda þar nám í haust. Veitingastaður- inn Langbest hefur opnað veitinga- og kaffihús sem tekur 100 manns í sæti. Kaffihúsið er rekið í samvinnu við Kaffitár. Frumkvöðlasetrið Eldey, sam- starfsverkefni Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Keilis og Þróunarfélags Kefla- víkurflugvallar mun hefja starfsemi í september og verða fimm sprotafyrir- tæki komin í húsið strax í haust. Verne Global mun brátt hefja framkvæmdir við fyrsta græna gagnaverið og er þegar byrjað að auglýsa eftir starfs- mönnum. Dreifingarmiðstöðin rekur vöruhótel með 20 starfsmönnum. For- maco hefur komið á fót álgluggaverk- smiðju og starfa þar 15 manns. Þekk- ingarfyrirtækið Gagnavarslan hefur tekið til starfa og eru þar 13 starfs- menn. Samkaup Strax matvöruverslun hefur verið hleypt af stokkum. N1 hefur opnað bensín- og þjónustustöð sem býður meðal annars upp á smur- og dekkjaþjónustu. Brunamálastofnun hefur komið á kopp Brunamálaskóla. Íþróttavellir reka íþróttahús þar sem hægt er að leigja íþróttasal, spila vegg- tennis og komast í líkamsrækt. Grunn- skólinn Háaleitisskóli hefur opnað dyr sínar. 94 nemendur voru skráðir til náms á fyrsta degi. Tveir leikskólar eru komnir á legg með alls 220 nemendur. Annar skólinn er á vegum Hjallastefn- unnar. Listasmiðjan heitir aðstaða fyrir ýmsa menningar- og tómstunda- hópa í Reykjanesbæ. Fjörheimar, fé- lagsmiðstöð ætluð unglingum í 8.-10. bekk, hefur tekið til starfa í glæsilegri aðstöðu. Þjóðkirkjan hefur fest kaup á Kapellu ljóssins og ætlar að byggja upp rannsóknarsetur á komandi miss- erum. Hjálpræðisherinn mun setja í gang starfsemi með haustinu. Íbúar á Vallarheiði ánægðir með uppbygginguna

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.