Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.09.2008, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 25.09.2008, Blaðsíða 10
10 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 39. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Varðskýli í fyrrum aðalhliði Kefla vík ur flug vall ar er meðal bygginga sem verða rifnar á næstunni. Um er að ræða eldra varðskýlið, auk þjónustuhúss. Starfsemi er að hefjast að nýju í nýrra varðskýlinu eða nánar til tekið í þjónustuhúsinu þar sem útgáfa aðgangsheimilda fyrir herstöðina fór fram. Nýja varðskýlið verður hins vegar varðveitt til framtíðar sem minjar um veru Varnarliðsins í Keflavík. Fleiri byggingar á Vallarheiði verða rifnar á næstunni. Meðal annars verður bygging 638 rifin. Um er að ræða gamla byggingu sem þjónar litlum tilgangi í dag. Þar hafa slökkvi- liðsmenn m.a. fengið tækifæri til æfinga. Byggingin stendur á því svæði á Vallarheiði þar sem m.a. eru barnaskóli og leikskóli en einnig eru á svæð- Reykjanesbær efndi í síðustu viku til árlegs þakkarhófs eftir Ljósanótt þar sem styrktar- aðilum hátíðarinnar var þakkað með form- legum hætti. Athöfnin fór að þessu sinni fram í Skessuhellinum og var því vel við hæfi að afhenda styrktaraðilum Skessutár, fallegan glerskúlptúr frá Iceglass. Ljósanæturhátíðin hefur ávallt átt sterka bak- hjarla í þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem styrkja hátíðina og gera hana að því sem hún er ásamt öllu því listafólki og skemmtikröftum sem koma að hátíðinni með ýmsum hætti. Við þetta tækifæri voru undirritaðir nokkrir samningar vegna næstu Ljósanætur en þá stendur til að efna til veglegrar atvinnusýningar og er undirbúningur þegar hafinn. Skessutár í Skessuhelli Árni Sigfússon, bæjarstjóri, og Steinþór Jónsson, formaður Ljósanæturnefndar, stóðu í rúmi skessunnar og afhentu Skessutárið. VF-mynd/elg Byggingar rifnar á Vallar- heiði og aðrar varðveittar Þessi tveggja hæða bygging númer 638 er meðal þeirra mannvirkja sem verða rifin á næstunni. Gamla varðskýlið í aðalhliði Keflavíkurflugvallar verður rifið á næstunni. Byggingin er seinni tíma mannvirki og hefur ekki sögulegt mikilvægi. Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson inu gistihús, bæði fyrir ferða- menn og verkamenn. Auk þess að rífa niður ónot- hæfar byggingar verður farið í að snyrta manir og umhverfi við gamla Grænáshliðið. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar:

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.