Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.03.2012, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 29.03.2012, Blaðsíða 6
6 FIMMTUdagUrInn 29. Mars 2012 • VÍKURFRÉTTIR Leiðari Víkurfrétta Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa: PÁLL KETILSSON, RITSTJÓRI vf.is Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út miðvikudaginn 4. apríl 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is Messa sem Suðurnesjamenn verða að sækja Stundum veltir fólk fyrir sér þ essari spurningu þ egar hamagangurinn er sem mestur við undirbúning árshátíða. Þá eru einnig einhverjir sem velta fyrir sér hvort tímanum í skólanum sé ekki betur varið til að rýna nánar í námsbækurnar til að fá sem hæst á prófum bóklegra greina. Grunn- skóli Grindavíkur er sem betur fer á annarri skoðun því fólk verður vitni að hversu mikið nám fer fram í gegnum einn mikilvægasta þátt skólastarfsins, þar sem nánast hver einasti þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari. Ekki síst sigur- vegari í að sigra sjálfan sig og auka þannig sjálfsmynd og sjálfstraust. Því miður hefur stundum verið erfitt að gefa einkunnir á blaði fyrir slíka vinnu. Grunnskóli Grinda- víkur er afar stoltur af nemendum sínum og starfsfólki þetta árið eins og svo oft áður. Í þeim býr mikill kraftur til sköpunar. Í nýrri aðalnámskrá í almennum hluta kemur meðal annars fram varðandi sköpunarþáttinn að leikur sé mikilvæg námsaðferð sem opnar víddir þar sem sköpunargleði barna og ungmenna getur notið sín. Ham- ingja og gleði liggja í því að finna hæfileikum sínum farveg og fá að njóta sín sem einstaklingur og hluti af heild. Vinnubrögð í listsköpun einkennast oft af sköpunargleði, frumkvæði og frumleika. Þannig vinnubrögð er æskilegt að sjá í öllu námi og skólastarfi. Sköpun er að uppgötva, njóta, örva forvitni og áhuga, virkja ímyndunarafl og leika sér með möguleika. Sköpun er að sjá fyrir það óorðna og framkvæma Af hverju heldur Grunnskóli Grindavíkur árshátíðir? Hamingja og gleði liggja í því að finna hæfileikum sínum farveg og fá að njóta sín sem einstaklingur og hluti af heild. Suðurnesjamenn hafa ekki verið duglegastir í messusókn þó vissu- lega sé kirkjustarf í sókn, sérstaklega í Keflavík. En nú er messa sem Suðurnesjamenn verða að fjölmenna í. Þetta er atvinnumessa sem haldin verður í Reykjanesbæ 13. apríl. Þar ætla atvinnurekendur, sveitarfélög og fyrirtæki á svæðinu að kynna störf sem í boði eru á svæðinu. Þetta er hluti af átakinu Vinnandi vegur á vegum Atvinnu- málastofnunar og er ætlað atvinnuleitendum. Markmiðið er að skapa fleiri störf. Oft er þörf er nú er nauðsyn. Hér þurfa allir að leggjast á eitt, atvinnuveitendur og atvinnuleitendur. Á kynningarfundi sem haldinn var fyrr í vikunni fyrir aðila sem tengjast atvinnumessunni, forráðamenn fyrirtækja, sveitarfélaga og stéttarfélaga á Suðurnesjum, voru allir mjög jákvæðir fyrir þessu framtaki sem þeir telja að geti hjálpað til í slæmu atvinnuástandi á Suðurnesjum um þessar mundir. Mikilvægt sé að sem flestir komi að þátttökunni. Tilboð Vinnumálastofnunar er mjög gott í þessu átaki. Atvinnu- rekendum býðst að fá greidda upphæð með nýjum starfsmanni sem nemur atvinnuleysisbótum auk 8% framlags í lífeyrissjóð, samtals um 180 þús. kr. gegn því að ráða fólk sem hefur verið á atvinnu- leysisskrá í ár eða meira. Tímalengd ráðningar getur verið allt að tólf mánuðum. Þetta átak stendur til 31. maí og á þeim tíma þurfa þessar ráðningar að eiga sér stað og því er mikilvægt að allir séu á tánum því reynslan er sú að í 70% tilfella hefur fólk haldið vinnunni sem það hefur komist í eftir að hafa verið atvinnulaust í einhvern tíma. Meðal mála sem komu upp á fundinum í þessari umræðu voru almenningssamgöngur sem eru ekki nógu góðar á Suðurnesjum. Nú þegar eldsneyti er í hæstu hæðum getur það tikkað nokkuð hátt í krónum ef það þarf að aka til vinnu lengri leiðir. Þær upplýsingar komu fram að unnið er að frekari útfærslu í samgöngumálum og þá sérstaklega strætóferðum innan Suðurnesja. Því var m.a. hent fram hvort þetta átaksverkefni atvinnumálastofnunar gæti komið að þessum þætti og jafnvel styrkt hann. Það er farið að bera í bakkafullan lækinn að ræða um fjölda atvinnu- lausra á Suðurnesjum en því miður er það dapurleg staðreynd að 1368 manns, þar af 644 konur og 724 karlmenn eru á atvinnuleysis- skrá og til viðbótar 109 í hlutastarfi. Þar af eru 938 manns án atvinnu í Reykjanesbæ og prósentutalan í Sandgerði er 15% eða 151. Sláandi tölur. Atvinnuleysi er hlutfallslega minnst í Grindavík og staðan því nokkuð góð þar. Bæjarstjórinn þar sagði að þar væri hægt að fá vinnu í fiskvinnslu og í ferðaþjónustu en þessi störf vildu Íslendingar ekki. Hann kom inn á mjög áhugaverðan punkt sem er sá að vinna í fiskvinnslu er gjörbreytt frá því sem var hér á árum áður. Snyrtimennska og aðstaða er allt önnur en í gamla daga og meðaltals mánaðarkaup um 330 þúsund. Það er tvöfalt hærri tala en atvinnuleysisbætur. Suðurnesin byggðust upp á fiski og því eru það ekki jákvæðar fréttir ef okkar fólk hundsar þessa vinnu. Annar punktur sem bent var á var svört atvinnustarfsemi. Svört vinna er vond og skekkir líka atvinnuleysistölur. Hana þarf að upp- ræta. Þar er boltinn hjá þeim sem veita slíka atvinnu. það. Sköpun byggist á forvitni, áskorun, spennu og leit. Sköpunar- kraftur og innsæi eru lykilorð í þessu samhengi. Þurfum við eitthvað að leita frekari svara við spurningunni af hverju Grunnskóli Grindavíkur heldur árshátíðir? Yngsta stig Á yngsta stigi er markmiðið að fá nemendur til að koma fram og bjóða upp á söng, leik, dans, hljóðfæraleik eða hvað annað skemmtilegt og er gengið út frá því að allir nemendur taki þátt/séu virkir á einhvern hátt. Oftast ákveður umsjónarkennari með sínum bekk hvaða atriði á að æfa og sér um æfingarnar. Um- sjónarkennari og nemendur sjá einnig um að útbúa og finna það sem til þarf í leikmynd eða leikbún- inga. Hugsanlegt er að leitað sé til foreldra eða annars velviljaðs fólks um aðstoð í þeim efnum. Æfðir eru upp kynnar til að sjá um að áhorf- endur séu vel upplýstir um hvað er í boði hverju sinni. Þetta árið var árshátíðin byggð upp þannig að í byrjun hvers atriðis léku og lásu nemendur úr sögunni um Kugg, Málfríði, mömmu Málfríðar og fleiri persónur úr sögu Sigrúnar Eldjárn um þá félaga alla. Sviðið var skreytt með atriðum úr sögunni. Á milli atriða komu bekkirnir síðan einn af öðrum og sungu eitt lag. Mátti þar heyra söng um afa og ömmu, vögguvísu Lilla klifurmúsar og Einbúann. Síðan var endað á lagi Mugison, Stingum af, við góðar undirtektir í salnum sem söng með í viðlaginu. Sú hefð hefur skapast á yngsta stigi að foreldrar koma með kaffimeð- læti á sameiginlegt kaffihlaðborð. Eftir sýninguna er kaffisamsæti með nemendum, starfsfólki og árshá- tíðargestum. Miðstig Allir bekkir á miðstigi eru með atriði til sýningar. Á þessum aldri þarf að sjá til þess að virkja alla og að allir hafi ákveðnu hlutverki að gegna. Atriðin eru alfarið á ábyrgð umsjónarkennara og nemenda hvers bekkjar fyrir sig. Þar spreytir umsjónarkennarinn sig á leik- stjórnarhlutverkinu auk þess að sjá um val á atriðum, æfingum og leik- mynd í samráði við nemendur sína. Kynnar eru einnig æfðir upp á mið- stiginu til að kynna dagskrána. Í hléi á árshátíðarsýningu selja nemendur í 6. bekk ásamt foreldrum sínum kaffi og kökur til ágóða fyrir ferð 7. bekkja að Reykjum í Hrútafirði sem þeir fara næsta vetur á eftir. Meðal atriða að þessu sinni var sjón- varpsdagskrá Grunnskóla Grinda- víkur þar sem var tæpt á viðburðum í skólanum á gamansaman hátt. Blandað var saman söng, dansi og hljóðfæraleik og sjónvarpsþátturinn SKETZ var settur á svið. Þá vakti mikla athygli verk úr heimsbók- menntunum þegar nemendur settu spýtustrákinn Gosa upp. Stokkið var inn í nútímann og sýndar upptökur á tjaldi sem nemendur eins bekkjar höfðu sett upp. Hæfileikakeppni var haldin þar sem hver snillingurinn á fætur öðrum steig fram og flutti sitt efni. Endað var á myndbands- verkefni þar sem nemendur sungu og dönsuðu. Svona verkefni hafa ekki verið unnin áður á árshátíð og vöktu að vonum mikla athygli og skemmtan. Í boði er fyrir nemendur úr 5. og 6. bekkjum að sækja dansleik í tengslum við árshátíð að kvöldi árshátíðardags unglingastigsins. Þeir fara aðeins fyrr heim af dans- leiknum og er það skilyrði sett að foreldrar sjái til þess að börnin þeirra séu sótt. Elsta stig Ávallt er vel vandað til árshátíðar 7. - 10. bekkjar Grunnskóla Grinda- víkur. Frá 1990 hefur hópur ung- linga sett upp stórt leikrit sem ber uppi árshátíðina. Fyrstu árin leik- stýrðu kennarar en síðan var farið að ráða menntaða leikara/leikstjóra til að setja upp sýningarnar og halda leiklistarnámskeið fyrir nemendur unglingaskólans. Nemendur hafa unnið hörðum höndum síðasta mánuðinn við skreytingar á skólanum og æf- ingar tónlistaratriða ásamt leikriti sem sett var upp. Að þessu sinni var það leikritið Sagan segir, um hóp af krökkum sem fara í Þórs- merkurferð. Dans og söngatriði fléttast inn í leikritið sem er samið af unglingunum sjálfum. Leikstjóri var Guðmundur Jónas Haraldsson. Nemendur í 7. bekkjum sýndu svo sannarlega að þar er stór hópur hæfi- leikaríkra nemenda á tónlistarsvið- inu. Leikritið var stórskemmtilegt og augljóst að um er að ræða fram- tíðar leikara, -söngvara, -dansara, -tæknimenn og -förðunarfólk og er það mál manna að við getum verið afar stolt af unga fólkinu okkar. Auk atriða frá nemendum sýna kenn- arar unglingastigsins atriði, en það hefur alltaf vakið mikla lukku að sjá kennara sýna á sér allt aðra hlið en venjulega. Löng hefð er fyrir því að sýna árshátíðarleikrit unglingastigsins fyrir bæjarbúa, svokallaðar bæjar- sýningar. Þá hafa líka verið sýnd valin atriði af árshátíð miðstigs. Nemendur 10. bekkjar hafa þá selt vöfflur í kaffihléi til ágóða fyrir vor- ferð sína. Þá er einnig hefð fyrir því að foreldrar nemenda úr 10. bekk bjóða til glæsilegs málsverðar og er stjanað við þá með góðgæti og skemmtun. Árshátíðardansleikur var um kvöldið þar sem Ingó og Veðurguðirnir léku fyrir dansi og söng þar sem nemendur í 5. – 10. bekk skemmtu sér konunglega. Pálmi Ingólfsson skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.