Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.03.2012, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 29.03.2012, Blaðsíða 15
15VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 29. Mars 2012 Dýrabær Krossmóa, Reykjanesbæ || Dýrabær Smáralind || Dýrabær Kringlunni || sími 511-2022 || www.dyrabaer.is Opnum í Krossmóa Hundamatur Kattamatur Mikið úrval og frábær opnunartilboð hún hiklaust með því námi fyrir þá sem hyggja á frekara listnám. „Módelteikningin hjálpaði mér helling, þar sem ég kunni ekki að teikna mannslíkamann áður, en það að teikna er ekkert nema æfing.“ Eftir Myndlistaskólann flutti hún til Danmerkur í eitt ár og lærði að sauma í textílskólanum Holte sem er rétt fyrir utan Kaup- mannahöfn. „Í svona námi er nauðsynlegt að kunna að sauma ef þú ætlar að geta verið sjálf- stæður fatahönnuður. Þú verður að geta saumað flíkina sjálf/-ur ef þú ætlar að hanna heila línu og láta framleiða svo hún verði nákvæmlega eins og þú vilt að hún sé. Ef þessi grunnur hefði ekki verið til staðar hefði ég frekar gefist upp á náminu í Madrid.“ Lokaverkefni úr silki og ís- lenskri ull Arna vann að lokaverkefni sínu í fæðingarorlofinu og lokaverkefnið var í raun fjögur „look“ sem hún útfærði og fullkláraði. Hvert „look“ samanstóð af silkikjól úr mjúku silki og ullarpeysu úr ís- lenskri ull. Í verkefninu má því sjá togstreitu á milli rómantíkur (silkið) og ákveðinnar hörku (ullin). Það fór mjög mikil vinna í hverja peysu þar sem þær voru að mestu leyti handprjónaðar. „Ég var með silkikjóla úr mjög fínu silki sem ég lét sauma fyrir mig og svo prjónuðum við Hrafnhildur föðursystir mín peysurnar úr grófri ull. Kjólarnir voru undir peysunum og hugsunin var sú að ef útlendingar myndu kaupa peysurnar, þá væru þeir alla vega í silkikjólum undir þeim. Aðal- hugsunin á bak við verkefnið var þó að vera hönnuður á Íslandi. Ísland er staðurinn sem ég vil búa á. Það er langbest að vera hér og við gerum okkur oft ekki grein fyrir hversu gott við höfum það. Ef þú ert á eyju, þá áttu að geta notað það hráefni sem er í boði á eyjunni hverju sinni en ekki vera háður innflutningi á öðrum efnum.“ Arna sló heldur betur í gegn með lokaverkefni sitt og fékk fyrir það einkunnina 9,7 sem er ekki algengt í svona námi. „Það var ótrúlegt, þegar ég kláraði að verja verkefnið mitt tilkynnti skólastjórinn minn mér að ég myndi útskrifast með einhvers konar viðurkenningu. Þá hélt ég að það væri einkunnin 8,0 og var ótrúlega ánægð með það. Svo fékk ég email með einkunn- inni minni og þá blasti við mér 9,7! Ég þurfti nokkrum sinnum að athuga hvort ég væri örugg- lega að sjá rétt þar sem svona háar einkunnir sjást sjaldan.“ Kann betur að meta hvað ég hef hér heima Mesti kosturinn við að hafa farið erlendis í nám segir Arna vera að nú geri hún sér betur grein fyrir hversu gott hún hefur það á Ís- landi. „Mér fannst mjög gaman að flytja til Spánar, maturinn var góður og Spánverjarnir hressir og skemmtilegir. Þeir eru samt sem áður mjög skapmiklir og óskipulagðir. Mér finnst að Ís- lendingar megi vera stoltir af því hversu sveigjanleg við erum. En ég lærði heilmikið á því að búa erlendis og mæli með því að allir flytji út í að minnsta kosti eitt ár til að sjá hversu gott við höfum það hér heima. Það erfiðasta við að búa í öðru landi var að vera í burtu frá fjölskyldunni. „Ég er mikil mömmustelpa og við systurnar erum mjög nánar. Svo var rosalega erfitt að vera frá kærastanum mínum. Ég held samt að það hafi hjálpað mér að vera svolítið utan við mig og vera ekki að hugsa of mikið um að sakna þeirra.“ Komin með harðan skráp Í slíku námi þar sem sífellt er verið að gagnrýna verkefni nemenda er mikilvægt að geta þolað hana, hvort sem hún er góð eða slæm. „Númer eitt, tvö og þrjú er að geta tekið gagnrýni í þessum bransa og koma sér upp hörðum skráp. Það er líka frábært fyrir mann sjálfan að hlusta á skoðanir annarra ásamt manns eigin, til að haldast niðri á jörðunni og gera sér grein fyrir að þú vitir ekki alltaf best. Það skiptir einnig miklu máli þegar kemur að því að vinna í hóp því þá þurfa allir að leggja sitt af mörkum.“ Er hippi í sér og leyfir hlut- unum að gerast Arna fær fyrst og fremst sinn innblástur frá málverkum og arkitektúr. „Ég er hrifin af abstrakt, formum og mismunandi litasam- setningum. Íslensku byggingarnar eru líka einstaklega fallegar og veita mér mikinn innblástur.“ Þegar hún er spurð um framhaldið vill hún lítið ákveða fyrirfram. „Ég er dálítill hippi í mér og vill leyfa hlutunum bara að gerast. Ég er alltaf að skissa og hugsa hvað ég á að gera en ég þori ekki að segja hvað sé næst því það gæti svo orðið eitthvað allt annað. Eins og staðan er í dag beinist áhugasviðið að barnafötum.“ Hún gæti jafnvel hugsað sér að taka framhaldsnám í einhverju öðru listtengdu, til dæmis mynd- list eða markaðsfræði á sviði listar og hönnunar en það eina sem hún veit er að hún vill vera í kringum list. „Ég ætlaði alltaf að verða listmálari, vera með vinnustofu, skvetta málningu og vera með úfið hárið. Það hefur alltaf verið einhver draumur.“

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.