Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.03.2012, Qupperneq 10

Víkurfréttir - 29.03.2012, Qupperneq 10
10 FIMMTUdagUrInn 29. Mars 2012 • VÍKURFRÉTTIR Lax. Góð uppspretta af omega 3 fitusýrum, D vítamíni og selen en öll hafa þessi efni það sameiginlegt að gegna mikilvægu hlutverki í að efla ónæmiskerfi okkar og viðhalda heilbrigðri húð. Bygg. Kornmeti sem er ríkt af nær- ingarefnum og trefjum eins og beta glucan, sem hefur kólesteról lækk- andi áhrif og styrkir þarmaflóru í meltingarvegi. Möndlur. Sneisafullar af steinefnum eins og magn- esíum og kalki, innihalda flókin kolvetni og holla fitu sem hafa góð áhrif á blóðsykur. Dökk ber. Ellagic sýra og anthocyanidins eru efni í berjum sem hafa sterk andoxunaráhrif og eru talin geta hamlað krabbameinsmyndun. Ólífuolía. Er rík af einómettuðum fitusýrum sem taldar eru hafa mild bólgueyðandi áhrif. Inniheldur E-vítamín og betakarotín sem styrkja æðaveggi. Epli. Innihalda góðar trefjar, C-vítamín, kalíum og flavoníð efnið quercetin, sem getur dregið úr ofnæmisviðbrögðum. Hörfræ. Rík af omega 3 fitusýrum og E-vítamíni sem næra húðina. Hafa mild örvandi áhrif á meltinguna og veita okkur góðar trefjar. Talin góð fyrir horm- ónakerfi kvenna þar sem hörfræ innihalda jurta- estrógen. Spínat. Innihalda karotín efni eins og lutein og zeax- anthin sem eru sterk andoxunarefni, einnig mikið af K- og A-vítamíni, fólínsýru og járni. Hvítlaukur. Styrkir ónæmiskerfið og inniheldur efni sem hafa jákvæð áhrif á hjarta- og æðakerfi. Einnig hafa fundist bakteríudrepandi efni í hvítlauk. Brokkolí. Glucosinlates eru efni sem finnast í kálmeti og hafa örvandi áhrif á starfsemi lifrarinnar í að afeitra sig og eins eru þessi efni talin mynda forvörn gegn krabbameini. Brokkolí er einnig góð uppspretta kalks. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? KALT ÚTI Rafmagnshitablásari 2Kw 1 fasa 6.990 Panelofnar í MIKLU ÚRVALI! FRÁBÆRT VERÐ! KRANAR OG HITASTILLAR FRÁ Ryco-1509 Olíufylltur 2000W rafmagnsofn m/termo stillingum og yfirhitavörn 9 þilja 8.690 Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum Ryco-2006T Rafmagns - þilofn Turbo með yfirhita - vari 3 stillingar 2000w 5.890 Rafmagnshita- blásari 2Kw 1.995 EFTIRLAUNASJÓÐUR REYKJANESBÆJAR AÐALFUNDUR 2012 Aðalfundur sjóðsins verður haldinn mánudaginn 2. apríl nk. kl. 16.00. Fundurinn verður haldinn í bæjarráðssal, Tjarnargötu 12. Dagskrá: - Venjuleg aðalfundarstörf skv. 5. grein samþykkta sjóðsins. - Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins. Allir sjóðfélagar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. Stjórn Eftirlaunasjóðs Reykjanesbæjar ATVINNA Sumarafleysingar frá 1. maí Útkeyrsla og lagerstarf. Umsóknareyðublöð á staðnum og hægt að senda á steinar@olis.is Fitjabakka 2 Flug breska flugfélagsins easyJet frá London-Luton til Íslands hófst á þriðjudag og lenti fyrsta vélin á Keflavíkurflugvelli um kl. 8.31 á þriðjudagsmorgun. Flogið verður þrisvar í viku, þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga. Fyrsta flugvél easyJet var níu mínútum á undan áætlun og var íslenskur flugmaður, Davíð Ásgeirsson, við stjórnvölinn. Davíð á tengsl til Suðurnesja en faðir hans, Ásgeir Eiríksson, er nýráðinn bæjarstjóri í Vogum. Davíð var sérstaklega ánægður og stoltur að hafa fengið þann heiður að sitja við stjórnvölinn í þessu fyrsta flugi til Íslands. Farmiðar munu koma til með að kosta frá 6.600 kr. aðra leiðina og frá tæpum 12.000 kr. fyrir báða leiðir, segir í tilkynningu frá félaginu. Til að koma til móts við vinsældir flugleiðarinnar, ákvað easyJet að hefja flug hingað til lands árið um kring og munu farmiðar í vetraráætlunina verða til sölu frá og með næsta fimmtudegi. Talsmaður easyJet, Andrew McConnel sagði við kom- una til Íslands: „Við erum mjög ánægð með að flug frá London Luton til Íslands sé hafið. Viðtökurnar sem við höfum fengið eru frábærar. Það stefnir í að flugleiðin til Íslands verði ein sú vinsælasta og því hefur easyJet ákveðið að fljúga allt árið til Íslands.” Með þessari nýjustu viðbót flýgur easyJet til 30 landa en flugfélagið er eitt hið stærsta í Evrópu með 200 flug- vélar í flotanum sem fljúga á yfir 600 flugleiðum. Ferðalangar sem vilja bóka flug, gistingu og aðrar ferðir geta valið úr fjölda spennandi og hagkvæmra kosta til allra áfangastaða sem easyJet flygur til frá London Luton á vefsíður easyJet Holidays www.easyJet.com/ holidays. - Sjá video frá komu þotunnar á vf.is 10 fæðutegundir sem bæta heilsuna Bæjarstjórasonur úr Vogum flaug fyrstu easyJet-þotunni til Keflavíkur ›› Vorboðarnir mæta líka í Leifsstöð: Sterar og vopn fundust við húsleit Lögreglan á Suðurnesjum fór í þrjár húsleitir í umdæminu í vikunni, að fengnum dómsúrskurði. Í annarri leitinni fundust meintir sterar, útdraganleg kylfa og piparúði. Í hinni húsleitinni fann lögregla einnig meinta stera og fíkniefni, nokkra hnífa og fjórar loftbyssur. Lögregla fór einnig í aðstöðu sem viðkomandi einstaklingur hefur til eigin nota og haldlagði þar tæki sem talin eru vera þýfi.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.