Víkurfréttir - 03.05.2012, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGURINN 3. MAÍ 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Birkir Alfons Rúnarsson er í 10. bekk Holtaskóla
í Reykjanesbæ. Hann svaraði
nokkrum spurningum fyrir
blaðið.
Hvað
geriru
eftir
skóla?
Læri
og svo
bara
hitta
strák-
ana
Hver
eru
áhuga-
mál
þín? Körfubolti og fótbolti
eru uppáhalds áhugamálin
Uppáhalds fag í skólanum?
Íþróttir, stærfræði og enska
eru skemmtilegust
En leiðinlegasta?
Það er klárlega danskan
Hver er uppáhalds
maturinn þinn?
Rónasúpan sem mamma gerir
En drykkur?
Mountain Dew er
besti drykkurinn
Ef þú gætir hitt einhvern
frægan, hver væri það?
Robin Van Persie er
efst á þeim lista
Ef þú gætir fengið einn
ofurkraft hver væri hann?
Klárlerga stoppa tímann
Hvað er draumastarfið í fram-
tíðinni? Vinna sem flugum-
ferðastjóri eða hjá IGS
Hver er frægastur í sím-
anum þínum? MC Narri
Hver er merkilegastur
sem þú hefur hitt?
Cesc Fabregas leik-
mann Barcelona
Hvað myndiru gera ef
þú mættir vera ósýni-
legur í einn dag?
Ég er ekki alveg viss
Í hvaða bekk og skóla ertu
í? 10. bekk og í Holtaskóla
Umsjón Páll Orri Pálsson
pop@vf.is
Rónasúpa
mömmu
er best
Stefanía Ósk Margeirsdóttir heldur framhaldsprófstónleika
sína á píanó sem eru jafnframt burtfarartónleikar hennar frá
Tónlistarskólanum í Grindavík fimmtudaginn 3. maí 2012
kl. 20:00 í Grindavíkurkirkju.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir.
FRAMHALDS-
PRÓFSTÓNLEIKAR
www.grindavik.is/tonlistarskoli
Tónlistarskólinn í Grindavík
STÆRÐIN SKIPTIR MÁLI
Forvarnir með næringu
NÝTT HÁGÆÐA HUNDAFÓÐUR
KYNNINGARTILBOÐ
15 kg. poki - Verð 6.950 kr.
STAPAFELL Hafnargötu 50, Keflavík, sími 421-2300
TI
LB
O
Ð
G
IL
D
IR
Ú
T
M
A
Í
Gerðavegi 20a | 250 Garður | Sími 422 7242 | Fax 422 7197
H. Pétursson ehf.
Óskum eftir starfsmanni í 50% starf til að annast þrif.
Erum staðsett í Garðinum.
Nánari upplýsingar veita:
Gunnlaugur í síma 863 2105 og Ágústa í síma 863 0458
ATVINNA
Lið Grindavíkur sigraði lið Fljótsdalshéraðs í úrslita-
þættinum í Útsvari um síðast-
liðna helgi. Leikar fóru þannig
að Grindavík var með 72 stig á
móti 55 stigum Fljótsdælinga en
úrslitin réðust í síðasta lið keppn-
innar.
Lið Grindavíkur var skipaði þeim
Agnari Steinarssyni, Margréti Páls-
dóttur og Daníel Pálmasyni. Víkur-
fréttir slógu á þráðinn til Agnars í
tilefni sigursins.
Hvernig var tilfinningin að sigra
keppnina? „Hún var fyrst og fremst
þægileg, en það er óneitanlega dá-
lítið sérstakt að verða Íslandsmeist-
ari í fánýtum fróðleik, en engu að
síður mjög gaman,“ sagði Agnar
kátur.
„Þetta er óvænt ánægja og skiptir
fólk máli að vera með í umræðunni.
Íslendingar hafa alltaf haft gaman
af því að etja kappi og þar er oft
metingur á milli bæjarfélaga. Fólk
á öllum aldri virðist hafa gaman
af þessu og viðrögðin hafa verið
alveg meiriháttar,“ segir Agnar
ennfremur. „Það er gaman að fara í
Nettó og kaupa í matinn núna. Það
tekur að vísu meiri tíma en vanalega
og viðbrögðin eru af öllum toga.
Allt frá því að fólk segi við mann,
„þú ert nú meiri bjáninn að vita
þetta ekki,“ eða þá „þú ert nú meiri
snillingurinn að vita þetta,“ en þó
er þetta allt á jákvæðu nótunum og
allt í góðu segir Agnar.
Var mikill taugatitringur í úrslit-
unum? „Það var ívið meiri spenna
en í hinum þáttunum, ég skal
viðurkenna það. Í upphafi keppn-
innar var spurningin að komast
frá þessu án þess að gera sig að fífli
en svo þegar lengra var komið þá
fór maður að komast lengra en svo
þegar komið er í úrslit þá vill maður
að sjálfsögðu vinna.“
Hver var lykillinn að þessum sigri?
„Heppni. Nei, ég veit ekki hvað
skal segja. Við erum kannski ágæt
á mörgum sviðum. Svona eins og
þegar ég var í tugþraut í gamla
daga, ég var ekki góður í neinu en
ágætur í öllu,“ segir Agnar léttur
í bragði. „Maður þarf líka að vera
skynsamur og taka réttar ákvarð-
anir. Það er taktík í þessu og við
erum sennilega ágæt í því.“ Liðið er
nokkuð gott í því að leika en áður
var stórleikarinn Bergur Ingólfs-
son í liðinu. Hefur semsagt gengið
betur að leika síðan Bergur fór úr
liðinu? „Já miklu betur (hlær).“
Agnar segir góða stemingu vera
í liðinu og það hafi fleytt þeim
áfram. „Við erum ekkert að taka
þessu of alvarlega og hittumst
nokkrum sinnum og æfum okkur
að leika.“ Liðið var sett saman í
fyrra og segir Agnar að Þorsteinn
Gunnarsson eigi í raun heiður af
því. „Það var einvaldurinn Þor-
steinn Gunnarsson sem setti þetta
flotta lið saman.“
Agnar segir gaman að geta gefið
verðlaunaféð til góðs málefnis og
Agnar telur að Grindvíkingar hafi
verið ágætlega að þessu komin. Að
lokum vildi Agnar skila kveðju til
liðs Reykjanesbæjarliðsins, í rimmu
þeirra hafi ekki mátt miklu muna.
Grindvíkingar Íslandsmeistarar
í fánýtum fróðleik
Agnar Steinarsson, Margrét Páls-
dóttir og Daníel Pálmason, sigur-
sæl að loknu síðasta kvöldinu.
Úrslitin réðust í lokin.
Spennan var mikil í
sjónvarpssal.
Róbert Ragnarssonk, bæjarstjóri óskaði
sínu fólki til hamingju.