Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.05.2012, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 03.05.2012, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGURINN 3. MAÍ 2012 • VÍKURFRÉTTIR Njarðarbraut 9, Reykjanesbæ, s. 420 3330, www.benni.is Gerðu góð kaup á notuðum bíl frá Bílabúð Benna Chevrolet captive LT 7 manna, leður/lúga. Skráningardagur 1.2008. Sjálfskiptur ekinn 132.000 Verð 3.090.000- VW Toureg V6 Skráningardagur 1.2004 Sjálfskiptur ekinn 135.000 Tilboð 1.990.000- Toyota Aygo Skráningardagur 2.2007 Beinskiptur ekinn 72.000 Verð 1.190.000- Chevrolet Evanda Leður/Lúga Skráningardagur 2.2006 Sjálfskiptur ekinn 113.000 Tilboð 990.000- Volkswagen Jetta Comfortline Skráningardagur 9.2006 Beinskiptur ekinn 77.000 Verð 1.650.000 Ford Focus Trend station Skráningardagur 6.2008 Beinskiptur ekinn 60.000 Verð 1.890.000 Möguleiki á allt að 90% láni Volkswagen New Beetle basicline Skráningardagur 4.2007 Beinskiptur ekinn 62.000 Verð 2.490.000 Möguleiki á allt að 90% láni Unnur Svava Sverrisdóttir er þrítug Njarðvíkurmær sem hefur ferðast víða um dagana. Hún hefur m.a. verið skiptinemi á Ítalíu og á sér nánast annað heim-ili á Spáni. Við fengum Unni til þess að segja okkur frá þeim stað sem hún hefur sérstakar mætur á en það reyndist henni þrautinni þyngra. „Eftir töluverða viðveru á háaloft- inu heima brosandi yfir gömlum myndaalbúmum hefur val mitt á staðnum mínum orðið mér enn þungbærara. Venezuela gæti verið staðurinn minn. Ég, for- eldrar mínir og bróðir dvöldum þar í fimm vikur 1997, bjuggum hjá innfæddum og fórum hring- ferð um landið. Sú ferð markaði Í kjölfar óperuhátíðar sem haldin var í Reykja-nesbæ í fyrra og gekk framar vonum hefur verið ákveðið að halda áfram þar sem frá var horfið. Norðuróp hefur nú kallað til hóp söngvara, hljóð- færaleikara og ballettdansara en sett verður upp rússneska óperan Eugen Onegin eftir Tschaikowsky. Þó óperan sé rússnesk þá verður hún sungin á ís- lensku en Þorsteinn Gylfason þýddi hana árið 1984. Jóhann Smári Sævarsson, óperusöngvari, er í forsvari fyrir óperuhátíðinni. Hann segir þessa óperu vera rómantíska og eins og í flestum óperum þá sé þarna framið morð. Óperan verður sett upp í Stapanum og verður m.a. notast við þann hluta byggingarinnar sem er hálf- byggður og þar settar upp útisenur. Þá flyst sýningin úr hálfbyggðu húsi og inn í aðalsalinn, þar sem munu dansa ballerínur. Hópurinn sem tekur þátt í verkefninu í ár er mun stærri en í fyrra. Á meðal söngvara í stórum hlut- verkum eru Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Bylgja Dís Gunnarsdóttir og Jóhann Smári Sævarsson í aðalhlut- verki. Viðar Gunnarsson kemur inn í sýninguna eftir 30 ára feril í Evrópu. Rósalind Gísladóttir úr Grindavík mun syngja í sýningunni, Bragi Jónsson frá Sandgerði og Dagný Jónsdóttir. Kór sýningarinnar verður í grunninn félagar úr kór Íslensku óperunnar og úr kórum af Suðurnesjum en ef söngvarar af Suðurnesjum vilja taka þátt í söngnum eða hátíðinni að öðru leiti þá geta þeir haft samband við Jóhann Smára í 421 7607 eða 841 9279 eða senda póst á johannsaevarsson@hotmail.com. Jóhann Smári segir að reynt sé að hafa eins mikið af söngfólki frá Suðurnesjum og hægt er. Þá verður BRYN Ballett Akademían og Listdansskóli Reykjanes- bæjar með dansara í sýningunni og mun Bryndís Einarsdóttir verða listrænn stjórnandi í dansinum. Óperan verður frumsýnd 17. ágúst. Stefnt er á að sýningarnar verði þrjár og endi svo á óperuballi þann 25. ágúst í Stapa. Þar verður galakvöldverður og allir í sínu fínasta pússi. ›› STAÐURINN MINN Háaloftið heima í Njarðvík eða Venezuela? Unnur Svava dvaldi í fimm vikur í Venezuela árið 1997. Óperuhátíð í Reykjanesbæ í ágúst ›› Menningin blómstrar á Suðurnesjum: Frá uppfærslu á Tosca í Keflavíkurkirkju og Kirkjulundi síðasta sumar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.