Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 3

Neytendablaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 3
Draumur eða martröð? Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustan hefur haft til meðferðar mál sem varðar viðskipti við Draumarúm, en einnig hefur talsvert af fyrirspurnum borist vegna verslunarinnar. Um er að ræða hjón sem keyptu rúm í janúar, fengu vitlaust rúm afhent seint og um síðir, og hafa enn ekki fengið rétta rúmið þrátt fyrir að hafa greitt fyrir það að fullu. Þrátt fyrir ítrekaðar símhringingar og póstsendingar hefur ekkert svar borist frá versluninni og því ekki útlit fyrir að neytandinn fái neina úrlausn í málinu. Verslun Draumarúma hefur nú verið lokuð í nokkurn tíma og á heimasíðu fyrirtækisins segir að ný glæsileg verslun verði opnuð innan tíðar. Hið rétta í málinu virðist hins vegar því miður vera það að gjaldþrot verslunarinnar er yfirvofandi. Gemsinn með í fríið Fæstir geta skilið farsímann við sig og hann er jafn sjálfsagður fylgihlutur og vegabréfið og kreditkortið þegar haldið er til útlanda. En fólki getur brugðið í brún þegar símareikningurinn berst eftir vel heppnað sumarfrí. Þegar kveikt er á farsímanum erlendis velur hann sjálkrafa það fjarskiptafyrirtæki sem er með sterkasta merkið (signal) en viðkomandi fyrirtæki býður ekki endilega upp á hagstæðasta verðið. Allir farsímar bjóða upp á að breytt sé úr automatic í manual en þá geta farsímanotendur sjálfir valið það fjarskiptafyrirtæki sem þeir vilja skipta við. Síðan er bara að muna breyta stillingunni aftur eftir að lent er á Íslandi. Neytendasamtökin minna ferðalanga á að athuga verðskrár á heimasíðum fjarskiptafyrirtækja áður en lagt er af stað og finna það fyrirtæki sem býður lægsta verðið. Þá ættu allir að láta loka fyrir talhólfið sitt á meðan dvalist er erlendis því viðtakandi borgar fyrir skilaboðin og dæmi eru um himinháa reikninga af þessum völdum. Gólfhiti og parket Það verður æ vinsælla að leggja gólfhita í hús. Þar sem parket er mjög vinsælt gólfefni á Íslandi er nokkuð um að parket sé lagt ofan á gólfhitann í stað flísa. Neytendasamtökin hafa fengið allmörg mál þar sem parket virðist ekki þola gólfhitann og verpist eða springur. Að sögn sérfræðinga sem Neytendablaðið hafði samband við er vel mögulegt að leggja parket ofan á gólfhita en þó þarf að fara varlega og velja gólfhitakerfi og parket miðað við aðstæður. Oftast er mælt með því að parket sem lagt er á gólfhita sé límt niður. Það þarf auk þess að vera búið að þorna vel. Neytendablaðið hvetur lesendur til að skoða málið vel og ráðfæra sig við sérfræðinga áður en farið er í slíka framkvæmd. Góð þjónusta í Leifsstöð Félagsmaður vildi koma á framfæri þakklæti til starfsfólks hjá farangursþjónustunni (tapað/ fundið) í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Ferðataskan skilaði sér ekki heim til Íslands með sömu vél og farþeginn og varð nokkur töf á að hann fengi hana í hendur. Að hans sögn var hins vegar viðmót og þjónustulund starfsfólks farangursþjónustunnar til fyrirmyndar. Frá kvörtunarfljónustunni Sumir geta ekki skilið gemsan við sig í fríinu og það getur reynst dýrt spaug. Það er vissulega notalegt að hafa hita í gólfi en mikil­ vægt að vanda vel til verks.  NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2007

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.