Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 8

Neytendablaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 8
Það færist í vöxt að Íslendingar flokki og endurvinni sorp en það er ekki algengt að fólk jarðgeri lífrænan úrgang, þ.e. sé með safnhaug í garðinum. Ef lesendur hafa áhuga á að nýta lífrænan úrgang sem til fellur á heimilinu og breyta honum í gróðurmold ættu þeir að lesa áfram. Neytendablaðið leitaði ráða hjá Guðrúnu Helgu Guðbjörnsdóttur garðyrkjufræð- ingi og kennara við Landbúnaðarháskóla Íslands. Guðrún Helga segir að auðvelt sé að endurvinna lífrænan úrgang og ef rétt er farið með hráefnið verði engin óþægindi vegna lyktar. Uppskeran verði svo dýrindis gróðurmold. Hægt er að vera með tvenns konar moltugerð: • opna jarðgerð, svokallaðan safnhaug • lokaða jarðgerð sem fer fram í lokuðum ílátum eða tunnum. Í þessari grein útskýrir Guðrún Helga hvernig maður ber sig að við opna jarð- gerð. Hlutfall brúns og græns efnis Galdurinn í heimajarðgerð liggur í hlut- fallinu á milli kolefnis og köfnunarefnis, en það er kallað C:N-hlutfall. Til að ein- falda þetta enn frekar getum við talað um hlutfallið á milli brúna efnisins (C) og græna efnisins (N). Í þurrum garðaúrgangi (brúnu efni) er mikið kolefni (C) en matarleifar, húsdýraáburður og ferskur garðaúrgangur (grænt efni) inniheldur mikið köfnunarefni (N). Brúnt efni/stoðefni >> kolefnisríkt – (trjá­ greinar, sag, spænir, pappír, hálmur) Grænt efni >> köfnunarefnisríkt – (matar­ leifar, húsdýraáburður, ferskir plöntu­ hlutar, t.d. nýslegið gras) Hlutverk stoðefnanna í jarðgerðinni er mikilvægt þar sem þau bæta loftstreymið í haugnum og þurrka hann með því að draga í sig vatn. Ágætis þumalfingursregla er að nota 1 hluta af stoðefni á móti 3 – 4 hlutum af lífrænu efni. Ef fiskur og kjöt eru með í lífræna hlutanum þá ætti hlutfallið að vera jafnt, þ.e. 1:1. Lífrænn úrgangur þarf ekki að lykta Vel er hægt að safna lífrænum úrgangi inni í eldhúsi í á aðra viku án þess að nokkur lykt myndist. Ef safna á í eldhúsfötuna í heila viku er tilvalið að rífa niður dagblöð og blanda þeim saman við lífræna úrgangin, þá í réttum hlutföllum eins og getið er hér að ofan. Dagblöðin eru í þessu tilfelli stoðefnið, en stoðefnið kemur í veg fyrir gerjun lífræna úrgangsins og enginn ólykt myndast. Opin jarðgerð – safnhaugur Það sem er átt við með að jarðgerð sé opin er að lífræni úrgangurinn er ekki í lokuðu íláti heldur í skipulögðum haug eða í kössum undir berum himni. Í slíka jarðgerð skal nota garðaúrgang að mestu, að undanskildum fræum og illgresi, en grænmetisafskurði, kaffikorgi og fleiru má einnig blanda með. Öðrum eldhúsúrgangi ætti ekki að blanda í þessa tegund jarðgerðar, þar sem það leiðir af sér auknar líkur á því að meindýr sæki í hauginn. Í opna jarðgerð má nota; • Garðaúrgang af lífrænum toga, t.d. gras og lauf -Niðursaxaðar trjágreinar, greinakurl eða sag -Plöntuafskurð úr eldhúsi -Grænmetis– og ávaxtaafganga, kaffi- korg o.fl. -Húsdýraskít Sjálfbært og umhverfisvænt Daglega eru urðuð tæp 600 tonn af heimilis– og iðnaðarúrgangi á urðunarsvæði Sorpu í Álfsnesi. Það er því til mikils að vinna að minnka þetta magn og það geta heimilin gert með því að flokka rusl og skila því á endurvinnslustöðvar og nýta lífrænan úrgang til moltugerðar.  NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2007

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.