Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 14

Neytendablaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 14
Mikil vitundarvakning hefur átt sér stað í umhverfismálum á síðustu árum og fólk gerir sér betur grein fyrir því að ekki er hægt að stefna að sjálfbærri þróun nema að hver og einn líti í eigin barm og breyti neyslumynstri sínu þannig að umhverfi og samfélag njóti góðs af. Til marks um breytta tíma leggja sífellt fleiri neytendur áherslu á að tekið sé tillit til siðferðilegra þátta við framleiðslu á neysluvörum. Þessi krafa á ekki síst við um framleiðslu á tískufatnaði og það er rík ástæða fyrir því. Framleiðsluhættir undir smásjána Á níunda áratugnum fóru Vesturlandabúum að berast fréttir af ömurlegum aðstæðum í verksmiðjum sem framleiddu tískuvarning fyrir þekkta framleiðendur. Uppljóstranir fjölmiðla leiddu í ljós að tískuvarningur sem seldur er á Vesturlöndum og auglýstur af óaðfinnanlegum fyrirsætum á síðum glanstímarita er oftar en ekki framleiddur í verksmiðjum þar sem grundvallarvinnu- réttur er ekki virtur. Þá er framleiðslan oft svo óumhverfisvæn að verkafólk, hvort sem það vinnur við bómullarræktun eða við meðhöndlun efnanna á síðari stigum framleiðslunnar, á á hættu að verða fyrir alvarlegu heilsutjóni. Neytendur bregðast við Fyrstu viðbrögð neytenda voru að snið- ganga þau fyrirtæki sem lentu í kastljósi fjölmiðlanna. Flestir neytendur vissu þó ekki í hvorn fótinn þeir áttu að stíga því þótt stórir framleiðendur, eins og t.d. Nike og Gap, hafi fengið slæma útreið í fjölmiðlum er ekki þar með sagt að þeir hafi staðið sig verr en önnur fyrirtæki. Það er nær ógerningur fyrir neytendur að átta sig á því hvort framleiðsluhættir fyrirtækja eru ásættanlegir og fagurlega orðaðar siðareglur virðast engin trygging fyrir því. Fyrirtækin koma nefnilega oft sjálf af fjöllum þegar slæmar aðstæður í framleiðslulöndum eru afhjúpaðar. Tilraunir margra fyrirtækja til að bæta ímynd sína og sveipa hana siðrænum ljóma hafa auk þess virkað ótrúverðugar í augum neytenda sem vilja versla með góðri samvisku. Sjálfbær tíska Heilbrigður markaður svarar kröfum neytenda og í dag hafa ótal framleiðendur tekið upp á því að framleiða tískuvarning undir siðrænum formerkjum. Fyrirtækin eiga það sameiginlegt að nota umhverfis- væn efni í framleiðsluna, t.d. lífrænt ræktaða bómull og hamp, og verkafólki eru tryggð mannsæmandi laun. Mörg fyrirtæki fá vottun frá óháðum þriðja aðila (t.d.. Fairtrade Foundation og Soil Association) en það verður mikilvægara eftir því sem fleiri fyrirtæki ákveða að sveipa sig grænum og siðferðilegum blæ. Á tískuvikunni í London síðasta haust var í fyrsta skipti sérstök sýning á „ethical labels“, þ.e. siðrænni tísku, og fór hönnuðurinn Katharine Hamnett þar fremst í flokki. Valdið er okkar Breska blaðið New Consumer fjallar um siðrænan lífsstíl og ekki síst siðræna tísku. Í nýlegu tölublaði er viðtal við Katharine Hamnett sem hefur verið í fararbroddi þessarar hreyfingar sem nú hefur fengið verulegan meðbyr, sérstaklega í Bretlandi. Fyrirsögn greinarinnar er „We shop there- fore we rule“, eða „Við verslum og því er valdið okkar“. Með þessum orðum vill Hamnett leggja áherslu á mikilvægi þess að neytendur geri þær kröfur til fyrirtækja að þau stundi ábyrga framleiðsluhætti. Neytendur hafi mikið vald og þeim beri að nota það til góðs. Róttækur hönnuður Hamnett setti á fót eigin fatalínu árið 1979 og hefur alla tíð síðan farið sínar eigin leiðir. Henni eru eignaðir svokallaðir „mótmælabolir“, en árið 1983 setti hún m.a. á markað boli með áletrununum á Siðræn og sanngjörn tíska Vakning eða tískubóla? 14 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2007

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.