Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 6

Neytendablaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 6
Óhætt er að mæla með metsölubókinni The Omnivore´s Dilemma, (Ógöngur alæt­ unnar) eftir bandaríska rithöfundinn og blaðamanninn Michael Pollan. Pollan skrifar um matvælamenningu í Bandaríkjunum og nálgast efnið út frá ýmsum hliðum. Hann veltir m.a. upp þeirri spurningu hvernig standi á því að í dag þurfum við næringarfræðinga til að segja okkur hvað við eigum að borða og rannsóknarblaðamenn til að upplýsa okkur um uppruna þeirra matvæla sem við neytum. Hvernig varð þetta svona flókið? New York Times valdi bókina The Omnivore´s dilemma, national history of four meals, eina af 10 bestu bókum síðasta árs. Neytendur ringlaðir Í inngangi bókarinnar segir Pollan fárán- leikann ekki hafa verið umflúinn vorið 2002 þegar Bandaríkjamenn hættu að borða brauð á einni nóttu. Í áratugi hafði bandaríska manneldisráðið hvatt fólk til að minnka neyslu á rauðu kjöti. Nú var nýr sökudólgur hins vegar fundinn; kolvetni. Kjöt var aftur leyfilegt en núðlur, brauð og pasta var sett á bannlista. Pollan veltir upp þeirri spurningu hvort svo öfgakennd breyting á matarvenjum heillar þjóðar hljóti ekki að vera merki um átröskun. Hann heldur því fram að slík kollsteypa myndi ekki gerast hjá þjóðum sem hafa sterka matarmenningu. Þar sem matarhefð er rótgróin fer ekki allt á annan endann í janúar þegar nýjar megrunarbækur koma í hillur bókaverslana. Þar borðar fólk ekki orkustykki í stað morgunverðar og einn fimmta af öllum máltíðum í einkabílnum. Það gefur heldur ekki þriðjungi barna skyndibita á hverjum degi. Maísfólkið Fyrsti kafli bókarinnar fjallar um maís sem gegnir orðið lykilhlutverki í mataræði Bandaríkjamanna. Þegar Pollan ákvað að skoða uppruna þeirra matvæla sem fylla hillur stórmarkaða taldi hann víst að sú leit myndi leiða hann á ólíka staði. Honum til mikillar undrunar virtust hins vegar allir vegir liggja til miðríkja Bandaríkjanna, nánar tiltekið í „maísbeltið“. Fjölmörg matvæli sem finna má í hillum bandarískra matvöruverslana eru nefnilega að einhverju eða öllu leyti unnin úr maís. Kálfurinn sem seinna verður að steik er alinn á maís. Kjúklingar, kalkúnar og svín eru alin á maís og sömu sögu má jafnvel segja núorðið um lax, sem er þó kjötæta frá náttúrunnar hendi. Mjólk, ostur og jógúrt eru afurðir sem koma að stofni til frá mjólkurkúm sem einu sinni borðuðu gras en eru nú aldar á maís. Nær allir gosdrykkir innihalda síróp sem unnið er úr maíssterkju og ef innihaldslýsing er lesin á ýmsum algengum matvælum kemur í ljós að þau innihalda oftar en ekki maís þótt afurðir plöntunnar gangi reyndar undir ýmsum nöfnum (modified eða unmodified starch, glucose, maltodextrin, crystalline fructose, ascorbic acid, lecithin og dextrose, lactic acid, lysine, maltose, sorbitol, HFCS, MSG og xanthan gum). Af þeim 45.000 vörum sem finna má í bandarískum stórmörkuðum innihalda 17.000 maís í einhverri mynd. Í þessari „sjónvarpsmáltíð“ spilar maís stærri þátt en marga grunar. Kornsíróp sem sætuefni Ein er sú maísafurð sem vert er að gefa frekari gaum, en það er kornsýróp sem unnið er úr maíssterkju (high fructose corn syrup, HFCS). Kornsíróp kom fyrst á almennan markað í lok sjöunda áratugarins og náði fljótt töluverðri útbreiðslu sem sætuefni enda mun ódýrara en sykur. Í stað þess að sykurneysla drægist saman hefur hins vegar neysla á bæði sykri og kornsírópi aukist jafnt og þétt. Kornsíróp er að finna í ólíklegustu matvælum, en þó einna helst í gosdrykkjum, og í dag má segja að kornsíróp sé aðaluppistaðan í Ógöngur alætunnar Þegar fyrstu landnemarnir komu til Bandaríkjanna á 15. öld kynntust þeir nýrri plöntu, maís, sem þeir höfðu ekki séð áður. Maís vex mjög hratt og er matarmikill. Þar sem plantan er harðgerðari en hveiti og gefur meira af sér náði hún smám saman fótfestu.  NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2007

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.