Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.05.2012, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 16.05.2012, Blaðsíða 13
13VÍKURFRÉTTIR • MIÐVIKUDAGURINN 16. MAí 2012 Við leitum að matráði eða matreiðslumanni sem: • Vill gleðja samstarfsmenn sína með gómsætum mat • Langar að vinna á skemmtilegum vinnustað • Getur starfað sjálfstætt, er samviskusamur og sýnir frumkvæði • Er kraftmikill, jákvæður og metnaðarfullur MATRÁÐUR Í MATSTOFU ÓSKAST VILTU STARFA VIÐ ÞAÐ AÐ GLEÐJA ÞÍNA SAMSTARFSMENN? Það stefnir í metár hjá okkur og því mikilvægt að halda uppi orku og starfsánægju starfsmanna okkar sem og samstarfsmanna. Matstofan gegnir hér veigamiklu hlutverki. Bláa Lónið er tóbakslaus vinnustaður. Búseta í næsta nágrenni við Bláa Lónið er kostur. Nánari upplýsingar veitir Hulda Gísladóttir í netfanginu hulda@bluelagoon.is eða í síma 420-8838 virka daga. Umsóknarfrestur er til 27. maí og eru umsækjendur beðnir um að senda umsókn í gegnum heimasíðu Bláa Lónsins: www.bluelagoon.is/Um-fyrirtaekid/Atvinna/ BARNAGOLF GOLFKLÚBBUR SUÐURNESJA HELDUR BARNANÁMSKEIÐ Í GOLFI FYRIR BÖRN Á ALDRINUM 7 - 12 ÁRA Staðsetning: Hólmsvöllur Leiru, mæting er í golfskálann. Markmið: Að börnin læri undirstöðuatriðin í golfi í gegnum æfingar og leiki. Golf- og siðareglur er varða framkomu og umgengni á golfvelli. Á föstudögum eru spiladagar á Jóelnum (litli völlur GS). Um leið og barn lýkur námskeiði er það velkomið á alla spiladaga sumarsins. Námskeiðin: • 11. - 15. júní • 18. - 22. júní • 25. - 29. júní • 02. - 06. júlí • 09. - 13. júlí • 16. - 20. júlí • 23. - 27. júlí Tímabil: Hægt er að velja að vera fyrir hádegi kl. 9:00 - 12:00 eða eftir hádegi kl.13:00 - 16:00 Skráning: Nánari upplýsingar og skráning er á erlagolf@gmail.com eða í síma 899 2955 Gjald: Námskeiðsgjald er kr. 9000, innifalið í gjaldinu er sumarkort á Jóelinn. Yfirumsjón: Erla Þorsteinsdóttir, PGA kennari Karen Guðnadóttir, leiðbeinandi Keilir fagnaði fimm ára afmæli sínu með há-tíðardagskrá í Andrews sl. föstudag. Boðið var upp á tónlistarflutning og ávörp í tilefni dagsins. Þá var gestum boðið að skoða skólahúsnæði Keilis og þiggja veitingar í tilefni dagsins. Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor flutti ávarp en Háskóli Íslands er öflugur bakhjarl Keilis. Tónlistar- mennirnir Valdimar Guðmundsson, Björgvin Bald- ursson og Jógvan Hansen fluttu nokkur tónlistaratriði. Árni Sigfússon, stjórnarformaður Keilis, opnaði nýja heimasíðu skólans á slóðinni keilir.net. Þá var tilkynnt um stofnun Hollvinasamtaka Keilis. Í lok dagskrár veitti Hjálmar Árnason Víkurfréttum og Hilmari Braga Bárðarsyni viðurkenningar. Víkur- fréttir eiga stóran þátt í að skapa Keili nafn. Þá fékk Daglegar fréttir og íþróttir www.vf.is Tónlist, ávörp og viðurkenningar í Keilisafmæli Hilmar viðurkenningu fyrir það að eiga stóran þátt í að skapa Keili jákvæða ímynd. Hilmar hefur undanfarin ár unnið að því að skrá sögu uppbyggingar á Ásbrú og það hefur verið hans hlutverk að flytja fréttir af samfé- laginu á Ásbrú þar sem Keilir er hornsteinninn. Keilir hefur útskrifað 1026 nemendur á þessum fimm árum og bætist stór hópur við í sumar. Keilir hefur náð að flytja inn í eigið húsnæði á Ásbrú og festa í sessi meginstoðir sínar fjórar: Háskólabrú, Flugakademíu, Tæknifræði, Íþróttaakdemíuna, rann- sóknarstofuna og flugvélaflotann. Í bígerð er að halda áfram með uppbyggingu námsins og eru nokkrar nýjar námsbrautir í vinnslu. Verður nánar greint frá þeim síðar.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.