Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.05.2012, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 16.05.2012, Blaðsíða 5
5VÍKURFRÉTTIR • MIÐVIKUDAGURINN 16. MAí 2012 FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI ÁRSINS Niðurstöður úr könnuninni um valið á Stofnun ársins 2011 voru kynntar, föstudaginn 11. maí s.l. Könnunin var gerð meðal félagsmanna SFR á starfsskilyrðum þeirra og líðan á vinnustað. Hún náði til um 44 þúsund starfsmanna á almennum og opinberum vinnumarkaði, en SFR hefur verið í samstarfi við VR um valið á Stofnun ársins og Fyrirtæki ársins um árabil. Fríhöfnin varð í 4. sæti af 93, í flokknum stórar stofnanir sem Stofnun ársins,en var jafnframt valin eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum ársins. Eftirtalið var mælt;ánægja í starfi, stolt, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleiki í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd fyrirtækisins og trúverðugleiki stjórnenda. Stjórnendur Fríhafnarinnar þakka samstarfsfólki frábær störf, þið eruð öðrum hvatning og fyrirmynd. Til hamingju!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.