Víkurfréttir - 16.05.2012, Blaðsíða 5
5VÍKURFRÉTTIR • MIÐVIKUDAGURINN 16. MAí 2012
FYRIRMYNDARFYRIRTÆKI
ÁRSINS
Niðurstöður úr könnuninni um valið á Stofnun ársins 2011 voru kynntar, föstudaginn 11. maí s.l. Könnunin var
gerð meðal félagsmanna SFR á starfsskilyrðum þeirra og líðan á vinnustað. Hún náði til um 44 þúsund
starfsmanna á almennum og opinberum vinnumarkaði, en SFR hefur verið í samstarfi við VR um valið á Stofnun
ársins og Fyrirtæki ársins um árabil.
Fríhöfnin varð í 4. sæti af 93, í flokknum stórar stofnanir sem Stofnun ársins,en var jafnframt valin eitt af
fyrirmyndarfyrirtækjum ársins. Eftirtalið var mælt;ánægja í starfi, stolt, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleiki í
starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd fyrirtækisins og trúverðugleiki stjórnenda.
Stjórnendur Fríhafnarinnar þakka samstarfsfólki frábær störf, þið eruð öðrum hvatning og fyrirmynd.
Til hamingju!