Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.03.2011, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 31.03.2011, Blaðsíða 12
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001VÍKURFRÉTTIR I 13. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR12 Ný skoðunarstöð Frum-herja var opnuð hjá Vélsmiðju Grindavíkur að Seljabót 3 í Grindavík í síð- ustu viku. Skoðunarstöðin er sú þrítugasta og fyrsta sem Frumherji opnar á landinu en Frumherji rekur einnig skoðunarstöð við Njarðar- braut í Reykjanesbæ. Það var Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri í Grindavík, sem fékk það hlutverk að opna stöð- ina formlega og naut aðstoðar Orra Vignis Hlöðverssonar, framkvæmdastjóra Fumherja. Áður hafði Orri tekið formlega við lykli að stöðinn frá Ómari Davíð Ólafssyni, verkstjóra hjá Vélsmiðju Grindavíkur. Nýja skoðunarstöðin er í við- byggingu við vélsmiðjuna og hefur bygging hússins tekið fimm mánuði. Aðstandendur stöðvarinnar vænta mikils af stöðinni og að hún komi til með að veita Grindvíkingum góða þjónustu en nú þurfa Grindvíkingar ekki að leita út fyrir bæjarmörkin með bíla sína í skoðun. hilmar@vf.is Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja [HES] hefur ekki mannskap til að sinna kattaveiðum á Suður- nesjum. Þess í stað hefur stofnunin ráðið sjálfstætt starfandi meindýra- eyði í Keflavík til að veiða kettina en útvegað honum allan búnað. Fyrir kattaveiðar greiðir Heilbrigðis- eftirlit Suðurnesja ca. 8000 krónur á kött. Innifalið í því er að egna upp búrið og vakta það en það krefst a.m.k. tveggja ferða á vettvang. Ef köttur kemur í búrið er farið með hann á Dýrasetrið í Keflavík og hann skannaður eftir örmerki. Ef kötturinn er löglega skráður, sem er mjög sjald- gæft, er hann keyrður aftur á þann stað þar sem hann kom í búrið og sleppt. Yfirgnæfandi líkur er á að hann muni forðast búrið eftir það. Ef kötturinn er hins vegar óskráður er hann geymdur á kattarhóteli í 7 daga. Þetta er samkvæmt dýraverndar- lögum. Kostnaðurinn er kr. 1900 á dag eða samt. kr. 13.300. Ef kattarins er ekki vitjað af eiganda er honum lógað á Dýralæknastofu Suðurnesja, segir Magnús H. Guðjónsson hjá HES við fyrirspurn bæjarstjóra Garðs, sem kynnt var í bæjarráði fyrir helgi. HES hefur ekki fengið margar kvart- anir úr Garðinum út af lausum hundum upp á síðkastið. HES hvetur fólk til að láta vita, sérstaklega ef það veit hver eigandinn er. Hundaeftirlits- maður keyrir reglulega um svæðið til að leita að lausum hundum. Ef hundar eru að valda nágrönnum ónæði með gelti þá reyna starfsmenn HES að ræða við eigendur. „Ef slíkt ónæði er eftir kl. 11 á kvöldin er það að mínu mati lögreglumál,“ segir Magnús H. Guð- jónsson í svari til bæjarstjórans í Garði sem kynnt var í bæjarráði þar sem svarað var fyrirspurn L-lista varðandi lausagöngu hunda og katta í Garði. hilmar@vf.is Kattaveiðari fær 8.000 krónur á kött Ef kötturinn er óskráður er hann geymdur á kattarhóteli í 7 daga. Þetta er samkvæmt dýraverndarlögum. Kostnaðurinn er kr. 1900 á dag eða samt. kr. 13.300. Ef kattarins er ekki vitjað af eiganda er honum lógað. Frumherji opnar skoð- unarstöð í Grindavík Róbert Ragnarsson bæjarstjóri og Orri Vignir Hlöðversson fram- kvæmdastjóri Frumherja við opnun stöðvarinnar. VF-myndir: Hilmar Bragi SKIPTIR MÁLI! Fylg ist með 14. apríl!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.