Víkurfréttir - 31.03.2011, Blaðsíða 22
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001VÍKURFRÉTTIR I 13. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR22
SPORT
1. I .
PÁSKABINGÓ
Kvenfélag Keavíkur auglýsir
Páskabingó á fundi hjá okkur
mánudaginn 4. apríl kl. 20:00
í Rauðakrosshúsinu.
Allar konur hjartanlega
velkomnar!
Upplýsingar í síma 691-7949 eða
kvenfelagkveavikur@simnet.is
Við erum líka á Facebook!
Helgi Hólm keppti á Evr-
ópumeistaramóti í frjálsum
íþróttum sem fram fór í Gent
í Belgíu dagana 16. til 18.
mars. Helgi keppti í hástökki
og stökk 1,35 metra sem er
nýtt Íslandsmet í flokki 70
ára og eldri. Hann fór í tilefni
af afmæli sínu en Helgi varð
sjötugur 18. mars, sama dag
og hann hóf keppni í mótinu.
„Ég hef æft frjálsar íþróttir
alveg frá því ég var 15 ára gam-
all. Æfði alltaf með ÍR þegar
ég var ungl-ingur og keppti
einnig með landsliðinu hér og
þar í heiminum,“ sagði Helgi.
Síðustu 20 árin hefur Helgi
alltaf reynt að vera með á Ís-
landsmótunum hérna heima
en keppt er bæði innan- og
utanhúss á hverju ári. „Stund-
um keppi ég í hlaupum, stökk-
um, eða jafnvel köstum. Það
fer bara eftir því hvað skrokk-
Helgi Hólm setti Íslandsmet í hástökki á Evrópumóti
í frjálsum íþróttum nýorðinn sjötugur:
urinn leyfir hverju sinni.“
Þetta er í annað skiptið sem
Helgi fer á Evrópumeistaramót
öldunga en síðast fór hann árið
1998. „Núna ákvað ég að fara
í tilefni af sjötugsafmæli mínu
og með okkur konunni komu
allar þrjár dætur mínar. Þær
voru hið besta stuðningslið og
að mínu mati virkustu áhorf-
endurnir á pöllunum, enda
fékk ég alltaf uppklapp fyrir
hvert stökk,“ sagði Helgi.
Þó Helgi hafi orðið sjötugur
á sínum fyrsta keppnisdegi,
keppti hann í flokki 65-69 ára
og endaði í 11. sæti af 17 kepp-
endum. Helgi stökk yfir 1,35
m en það er jafn hátt og hjá
þeim aðila sem var í 6. sæti en
Helgi var þó með færri stig. Ef
Helgi hefði keppt í sínum ald-
ursflokki, 70 ára og eldri, hefði
hann endað í fimmta sæti.
Fer eFtir því hvað
skrokkurinn leyFir
Keflavík og Njarðvík mætast
í úrslitum Iceland Express
deildar kvenna:
Fyrir bæjarFélagið
Frábært
„Við spiluðum frábæra liðsvörn og mjög
góða sókn sem hélt þeim í lágu skori,“ sagði
Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur
en liðið sigraði Hamar 67-74 í Hveragerði í
oddaleik um sæti í úrslitum Iceland Express
deildar kvenna í fyrrakvöld.
Stuðningsmenn Njarðvíkur fjölmenntu
á leikinn og voru mjög virkir í stúkunni.
„Þetta var svakalegur stuðningur sem við
fengum og stuðningsmennirnir okkar áttu
stúkuna frá fyrstu mínútu.“
Ljóst er að úrslitaleikurinn verður nágran-
naslagur milli Keflavíkur og Njarðvíkur
en þetta er í fyrsta skipti sem Njarðvíkurs-
túlkur komast í úrslit. „Þetta verður ein-
tómt fjör og skuggalega gaman fyrir bæj-
arfélagið en það eru orðin nokkur ár síðan
þessi lið mættust í karlaboltanum og nú í
fyrsta skipti í sögu kvennaboltans. Það má
samt ekki tapa sér í gleðinni. Við verðum
að koma okkur á jörðina og móta okkur
fyrir næsta leik. Stelpurnar þurfa að mæta
með sjálfstraustið og gleðina í þessa rimmu
og halda áfram að stefna á toppinn en við
höfum ekkert unnið neitt ennþá og stefnum
hærra,“ sagði Sverrir.
Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur,
sagði þetta verða hörku skemmtilegt og
frábært fyrir bæjarfélagið. „Þetta er í raun
það sem flestir vildu og hafa beðið eftir held
ég. Þær líta mjög vel út og eru vel að þessu
komnar. Ég er einnig mjög stoltur af Sverri
skólabróður mínum því hann hefur gert
ótrúlega hluti með þetta lið,“ bætti Jón við.
Jón Halldór sagði að Njarðvíkurstúlkum
hefði verið spáð alltof neðarlega fyrr í vetur.
„Þegar þær vinna svo Hauka var ég ekki að
fara að sjá þær detta út gegn Hamri, þær
voru bara einfaldlega þyrstari. Það mun
vera gríðarleg stemning í bænum og þetta
verða alvöru körfuboltaleikir, því get ég
lofað.“
Fyrsta viðureign úrslitanna verður í Kefla-
vík á laugardaginn kl. 16.
Reynir Sandgerði lék sinn síð-
asta leik í A-riðli 2. deildarinn-
ar í körfubolta gegn ÍBV í
Vestmannaeyjum á laugardag-
inn þar sem þeir fóru með sig-
ur af hólmi 82-86. Eyjamenn
voru mættir með sinn allra
besta mannskap og nýbúnir að
vinna síðasta heimaleik með
rúmum 80 stigum.
Eyjamenn litu vel út í byrjun
og hirtu ógrynni af fráköstum
sem skilaði þeim nokkrum til-
raunum í hverri sókn. Reyn-
ismenn voru þó að hitta vel og
því jafnræði á liðunum í fyrsta
leikhluta en staðan eftir fyrsta
fjórðung 23-23.
Í öðrum leikhluta héldu Eyja-
menn áfram að hirða fleiri
fráköst en gestirnir og fóru
að uppskera eftir því. Þeir
náðu frumkvæði og mest 9
stiga mun í stöðunni 42-33.
Páll Kristinsson, skytta Reyn-
ismanna, datt í gang og setti
nokkrar mikilvægar körfur
rétt fyrir hálfleik og var staðan
þegar liðin gengu til búnings-
klefa 44-41, heimamönnum
í vil.
Reynismenn lentu fljótlega
fimm stigum undir í stöð-
unni 69-64. En góður kafli
hjá Sandgerðingunum gerði
gæfumuninn og komust þeir
fjórum stigum yfir, 75-79.
Loka sekúndur leiksins fóru
síðan fram á vítalínunni þar
sem Eyjamenn freistuðu þess
að jafna leikinn en það gekk
ekki og lönduðu Reynismenn
sanngjörnum sigri, 82-86.
Þessi úrslit þýða það að Reyn-
ismenn eru ennþá taplausir á
útivelli í vetur og taplausir á
heimavelli eftir áramót. Næsti
leikur er við Patrek úr Kópa-
vogi í 8 liða úrslitum 2. deildar
föstudaginn 1. apríl kl. 19:00 í
Sandgerði.
Keflavík sigraði KA í Lengjubikarnum
Keflavík sigraði KA 4-2 í
Lengjubikarnum í knattspyrnu
á laugardaginn en leikurinn
fór fram í Reykjaneshöllinni.
Leikurinn byrjaði með látum
og strax á 7. mínútu skor-
aði Hilmar Geir Eiðsson gott
mark af stuttu færi eftir gott
spil Keflvíkinga. KA jafnaði
eftir fimmtán mínútna leik
þegar Hallgrímur Mar Stein-
grímsson skoraði með skalla
af stuttu færi. Hilmar Geir
kom svo Keflavík aftur yfir á
20. mínútu með stórglæsilegu
skoti beint í sammarann. KA-
menn jöfnuðu á 24. mínútu
með marki frá Elvari Páli Sig-
urðssyni og staðan því 2-2 í
hálfleik en Keflavíkurliðið var
ekki að leika vel.
Keflavík byrjaði seinni hálf-
leikinn mun betur og hafði yf-
irhöndina. Andri Steinn Birg-
isson skoraði
gott skallamark
á 61. mínútu
e f t i r a u k a -
spyrnu Guð-
mundar Stein-
arssonar en það
var svo Magnús
Þórir Matthías-
son sem skoraði fjórða markið
á 87. mínútu með glæsilegu
skoti utan teigs. Góður 4-2 sig-
ur þar sem Keflavík var mun
betra liðið í seinni hálfleik og
fékk góð færi á að skora fleiri
mörk.
Staðan í riðlinum: KR er með
15 stig, ÍA 9, Keflavík er með
7 stig, Þór og Breiðablik 6 stig,
Grótta og Selfoss 5 stig og KA
er með 1 stig. ÍA og Breiðablik
mætast á þriðjudag og þá hafa
öll liðin í riðlinum leikið fimm
leiki.
Reynismenn taplausir á útivelli