Víkurfréttir - 31.03.2011, Blaðsíða 2
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001VÍKURFRÉTTIR I 13. TÖLUBLAÐ I 32. ÁRGANGUR2
Sundmiðstöð - Vatnaveröld
Um er að ræða starf í baðvörslu karla og
sundlaugarvörslu. Unnið er í vaktavinnu og
viðkomandi þarf að gangast undir sundpróf árlega.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl og skal umsóknum
skilað til starfsmannaþjónustu, Tjarnargötu 12,
eða á mittreykjanes.is
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnar Örn
Pétursson íþróttafulltrúi í síma 421-6700.
ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDASVIÐ
Reykjanesbær hvetur áhugasama einstaklinga og
hópa til þátttöku í Barnahátíð í Reykjanesbæ. Megin
áherslan verður lögð á uppákomur sumardaginn
fyrsta, 21. apríl og laugardaginn 23. apríl. Um er að
ræða kjörið tækifæri fyrir menningar-, tómstunda-
og íþróttahópa til kynningar á starfsemi sinni með
skemmtilegum hætti eða uppákomum, svo og
einstaklinga sem kunna að luma á skemmtilegum
hugmyndum eða tilbúnu efni fyrir börn.
Áhugasamir sendi póst á netfangið
barnahatid@reykjanesbaer.is
BARNAHÁTÍÐ – ALLIR MEÐ!
Sunnudaginn 3. apríl kl. 15.00 mun Ástríður Alda
Sigurðardóttir píanóleikari flytja verk eftir pólska
tónskáldið Fréderic Chopin. M.a. verða fluttar
Ballöður nr. 1, nr. 3 og nr. 4 og Sónata nr. 2
Sjá nánar á vef Reykjanesbæjar.
Aðgangseyrir kr. 1.000, ókeypis fyrir nemendur
Tónlistarskólans.
Tónlistarfélag Reykjanesbæjar,
Tónlistarskóli Reykjanesbæjar
og menningarsvið Reykjanesbæjar.
FRÆGUSTU BALLÖÐUR
CHOPIN Í STAPANUM
Magnús Bjarnason varð fyrstur til að stofna við-
skiptareikning í BYR þegar
þegar hann opnaði í Reykja-
nesbæ í síðustu viku. Hann
fékk afhentan myndarlegan
blómvönd frá Ásdísi Ýr Jak-
obsdóttur útibússtjóra við
það tækifæri.
Í útibúinu koma til með að
starfa fjórir af fyrrum starfs-
mönnum Spkef sparisjóðs,
undir stjórn Ásdísar Ýrar Jak-
obsdóttur en þessir starfsmenn
eru með samanlagt yfir 100 ára
starfsreynslu. Byr hefur unnið
náið með Spkef sparisjóði, áður
Sparisjóði Keflavíkur í mörg ár
og veitir sambærilega þjónustu
og sparisjóðurinn gerði.
„Móttökurnar sem við höf-
um fengið hafa verið ótrú-
legar. Það hefur verið hérna
stanslaus traffík síðan við
opnuðum á fimmtudaginn
í síðustu viku. Við höfum
aldrei lokað klukkan fjögur.
Hér hafa síðustu viðskipta-
vinirnir verið að fara út
klukkan fimm,“ segir Ásdís
Ýr Jakobsdóttir, útibússtjóri
Byrs í Reykjanesbæ aðspurð
um viðbrögð fólks við opnun
banka í Reykjanesbæ.
Margrét Ingibergsdóttir, þjón-
ustufulltrúi, sagði að fólk hafi
ekki sett það fyrir sig að þurfa
að bíða lengi eftir að komast að
hjá þjónustufulltrúa en margir
vilja flytja viðskipti sín yfir til
Byrs. Jóna Björg Antonsdótt-
ir, þjónustufulltrúi, sagði við-
tökurnar hafa verið framar
björtustu vonum en langflest-
ir eru að koma með viðskipti
sín úr Landsbankanum. Jóna
segist ánægð að hafa stigið
þetta skref að fara til Byrs og
taka þátt í opnun útibúsins í
Reykjanesbæ. Undir þetta tóku
samstarfskonur hennar. Það
hafi verið erfitt að standa upp
úr stólunum og yfirgefa gamla
vinnustaðinn en þær telji
ákvörðunina vera þá réttu.
„Einn sagði í dag að nú væri
hann kominn aftur í gamla
góða sparisjóðinn sinn og
þannig störfum við í anda
sparisjóðsins,“ sagði Ásdís Ýr.
Starfslið Byrs í Reykjanesbæ
er skipað fjórum fyrrverandi
starfsmönnum Sparisjóðsins í
Keflavík sem allar eru með yfir
25 ára starfsreynslu. Þær hafa
líka fengið óteljandi kossa og
faðmlög síðustu daga. Síðustu
daga hafa þær fjórar haft liðs-
auka frá höfuðstöðvum Byrs
og ekki veitir af. Ásdís Ýr á
reyndar von á því að útibúið
í Reykjanesbæ stækki hratt og
fjölga þurfi starfsmönnum.
Elsa Skúladóttir, þjónustu-
fulltrúi, segir það vera einfalt
mál fyrir viðskiptavini að færa
viðskipti á milli banka. Aðeins
þurfi að fylla út eitt eyðublað
og svo sjái bankarnir um við-
skiptaflutningana og að milli-
færa reikninga viðskiptavina,
segja upp greiðsluþjónustu-
reikningum og stofna nýja, svo
eitthvað sé nefnt.
Eins og segir hér að framan
koma langflestir viðskipta-
vinirnir frá Landsbankanum.
Landsbankinn hefur svarað
því að hann hafi ekki fengið
beiðnir um viðskiptaflutning
og sagði Ásdís eðlilegar skýr-
ingar á því. Byr hafi ekki sent
beiðnir um viðskiptaflutning
til Landsbankans og það verði
ekki gert fyrr en nýir við-
skiptavinir Byrs verði komnir
með greiðslukort vegna nýrra
reikninga.
hilmar@vf.is
Magnús Bjarnason og Ásdís Ýr Jakobsdóttir á opnunardaginn.
Magnús fyrstur til að stofna reikning
Ótrúlegar móttökur,
kossar og faðmlög
4 Opnun Byrs í Reykjanesbæ: