Víkurfréttir - 08.03.2012, Page 16
Fjörutíu og eitthvað
Lífsklukkuna má nánast stilla að nýju upp úr fertugu. Það fer eitt-hvað að gefa sig. Flestir verða varir við að sjónin fer að daprast
og enn annað að hanga eða slappast. Ég kvartaði nokkrum sinnum
til áskriftardeildar Morgunblaðsins um að letrið væri að minnka
og greinarnar að versna. Mogginn er reyndar orðinn hundgamall
og ætti að vera löngu farinn að lýjast en ég var verulega ósáttur að
geta ekki einu sinni orðið lesið íþróttafréttirnar. Frúin benti mér
mæðuleg á svip að það fengjust ódýr gleraugu í apótekinu, í öllum
styrkleikum og þættu bara nokkuð móðins. Og hættu svo að kvarta og kveina!
Það var nokkuð til í þessu hjá henni og ég varð að bíta í það súra. Skokkaði niður á Tjarnargötu og keypti mér garma á nefið. Þúsund kall var ekki mikill peningur
þá fyrir gjörð með gleri. Faldi mig heima til að byrja með, stalst öðru hvoru með
þau í vinnuna og þegar egóið brast, leitaði ég loks til augnlæknis. Dró það í nokkur
ár að viðurkenna að ég þurfti alvöru gleraugu. Ekki um annað að ræða en að heilsa
upp á Kjartan og hans fólk. Ekkert nema þægilegheit og þjónusta. Mætti loks gal-
vaskur í mátun á Ljósanótt 2008 og úrvalið var framar vonum. Töluvert betra en á
Tjarnargötunni og með góðum afslætti að auki.
Fyrstu gleraugun voru eins og að eignast fjórða barnið, sem reyndar aldrei kom. Taumlaus gleði og táraflóð. Númeraplötur á bílum vinanna urðu skýrari og ég
gat loks farið að vinka þeim aftur. Áttaði mig á því að það er félagslegt atriði að sjá
almennilega. Kjartan benti mér á að skrifstofukall eins og ég þyrfti auðvitað tvískipt
gleraugu, rýnandi á skjáinn allan liðlangan daginn. Sé ekki eftir þeim ráðlegg-
ingum. Hóf nýtt líf en var skíthræddur um að geta ekki notið þess að fara í golf og
missa allt fjarlægðarskyn.
Það lá ekki á svari á þeim bænum. Daglinsur í kallinn á svoleiðis dögum og sáraeinfalt að setja þær í. Mér leið eins og kóngi. Lausnir við öllu. Nú rúmum
þremur árum síðar þarf meiri styrk og svo langar mig svakalega í nýja umgjörð. Mér
var sagt að mæta og taka frúna með! Sennilega af fenginni reynslu og fyrri tregðu.
Heimta samt nýja mynd með næsta pistli.
vf.is
Fimmtudagurinn 8. mars 2012 • 10. tölublað • 33. árgangur
auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001
FIMMTUDAGSVALS
VAlUr KeTIlSSon SKrIFAr
15 kr.
afsláttur
af lítranum í 10. hvert skipti
sem þú dælir 25 lítrum
eða meira með ÓB-lyklinum.
Sjálfvirk talning hefst frá og með deginum
í dag og gildir fyrir virka ÓB-lykla á öllum
ÓB- og Olís-stöðvum.
Sæktu um ÓB-lykil núna á ob.is.
PI
PA
R
\T
BW
A
- S
ÍA
-
12
07
00
1. Sérafslættir (-10 kr. í fyrsta skipti, -10 kr. á afmælisdaginn og -15 kr. í 10. hvert skipti)
koma ekki til viðbótar við aðra afslætti eða önnur viðskiptakjör. Nánar á ob.is.
2. Til að safna Vildarpunktum Icelandair þarf lykillinn að vera tengdur við Visa
eða American Express Vildarkort Icelandair. Einnig er hægt að tengja lykilinn
Viðskiptakorti Olís og safna Vildarpunktum. Punktasöfnun er 1,5% af upphæð,
sem gerir um 3,75 kr. í formi Vildarpunkta Icelandair.
Mikil tónlistarveisla var haldin á Garð-skaga um sl. helgi. Þar komu saman
margar skærar stjörnur úr tónlistarlífi
landsins fyrr og nú.
Meðal þeirra sem komu fram voru Guðrún
Gunnarsdóttir (söngur) og Gunnar Gunn-
arsson (píanó), Gunnar Þórðarson, hinn eini
sanni Keflvíkingur, Elín Ey, einn efnilegasti
trúbador yngri kynslóðarinnar, Valgeir Guð-
jónsson Stuðmaður með meiru,
Nordisk Knock-Out, frábært vísnatríó frá
Skandinavíu, Of Monsters and Men, stolt
Garðsins og bráðum Íslands alls. Kynnir var
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.
Menningarveisla