Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.2004, Qupperneq 7

Ægir - 01.04.2004, Qupperneq 7
7 F I S K Ú T F L U T N I N G U R „Það hefur verið að aukast eftir- spurnin og í kjölfarið jukum við afkastagetuna og fórum að fljúga inn á Boston. Einkum hefur orðið áberandi aukning í flutningi á laxi til Bandaríkjanna. Við erum að fljúga fragtflug fimm sinnum í viku til New York og einu sinni á Boston í hverri viku. Þar fyrir utan erum við með daglegt far- þegaflug á Boston, þar sem við getum lestað allt að 10 tonn á dag, fjórum sinnum í viku á New York, fjórum sinnum á Minnea- polis og fimm sinnum á Baltimore. Að öllu samanlögðu er flutningsgeta okkar til Bandaríkj- anna því mjög mikil,“ segir Steingrímur. „Mér hefur virst mjög áberandi að stóru sjávarútvegsfyrirtækin eru öll að auka útflutning á fersk- um fiski. Við urðum mjög varir við þessa þróun um mitt síðasta ár og hún hefur haldið áfram á þessu ári,“ segir Steingrímur. Hann bætir við að það sem geri útflutning á ferskum fiski nokk- uð snúinn sé sú staðreynd að tölu- verðar árstíðasveiflur séu í út- flutningnum og í raun séu daga- sveiflurnar töluvert miklar. Því hafi félagið þurft að hafa allar klær úti til þess að nýta vélarnar eins vel og kostur væri. „Ákveðna daga er umframspurn eftir rými, aðra ekki. Við reynum því að nýta farþegavélarnar þá daga sem eftir- spurnin er meiri en við getum annað,“ segir Steingrímur. Þrjátíu fragtflug til sjö áfangastaða Eins og er er Icelandair Cargo með tvær Boeing 757 vélar og eina Boeing 737 í rekstri. Auk þess hefur félagið aðgang að fragtvél Íslandsflugs. Í það heila flýgur Icelandair Cargo um þrjá- tíu flug á viku til sjö áfangastaða beggja vegna Atlantsála. Að við- bættu farþegaflugi Icelandair eru áfangastaðirnir 26 talsins. „Fragtvélaleggirnir eru í stór- um dráttum þannig að við fljúg- um að morgni til Liege í Belgíu, sem er stærsti áfangastaður okkar í Evrópu. Þegar heim er komið fer vélin síðan áfram til New York. Þessi leggur er floginn sex sinnum í viku. Til Boston förum við með fisk og þaðan áfram til Halifax og fyllum vélina með kanadískri humri. Flytjum hum- arinn til Keflavíkur og setjum hann þar í aðrar vélar inn á Evrópu. Við fljúgum einnig með fragt til Edinborgar, East Mid- land og Humberside-svæðið í Bretlandi.“ Stærstir í Evrópu í flugfiski Steingrímur segist ekki vita til þess að annað flugfélag í Evrópu flytji meira af ferskum fiski en Icelandair Cargo. Nýverið hafi KLM-flugfélagið hollenska státað sig af því að vera það stærsta í Evrópu í þessum „bransa“ með tæp 16 þúsund tonn, en Icelanda- ir Cargo flytji einfaldlega meira en það. „Þá er ég ekki bara að tala um flutning frá Íslandi, inni í þessum tölum eru til dæmis flutningar okkar á laxi frá Skotlandi yfir á Ameríku og humri frá Kanada til Evrópu.“ Suður-Evrópa er áhugaverð Steingrímur á fastlega von á því að þessir ferskfiskflutningar muni áfram verða í vexti á næstu mán- uðum og misserum og alltaf sé reynt að verða við óskum við- skiptavina. Í því sambandi nefnir hann að nú sé verið að skoða það í fullri alvöru að fljúga fragtflug inn á Madríd og Barcelona á Spáni. „Við stefnum á þetta flug fyrr en síðar. Hafa ber í huga að stærsti ferskfiskmarkaður í Evr- ópu er í Madríd. Gallinn er hins vegar sá að þær tegundir sem eru vinsælastar á borð Spánverja eru ekki til í miklu magni hér. En við teljum engu að síður að þarna séu miklir möguleikar,“ segir Stein- grímur og telur félagið vel í stakk búið að mæta þessum auknu flutningum, enda standi fyrir dyrum endurnýjun á flugflota fé- lagsins, sem er liður í því að mæta aukinni eftirspurn. Veruleg aukning í fiskflutningum Icelandair Cargo á síðustu mánuðum: Spánarflug er í skoðun „Við höfum í það minnsta ekki ástæðu til að kvarta,“ sagði Steingrímur Sigurðsson, sölu- stjóri útflutnings hjá Icelandair Cargo, þegar hann var inntur eftir því hvernig þróun í flutningum félagsins hafi verið á fyrstu mán- uðum ársins í samanburði við sama tíma í fyrra. „Það hefur verið áberandi aukning á fyrstu mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra, ég gæti trúað að aukningin næmi um 30%,“ sagði Steingrímur, en í fyrra voru sjávar- afurðir, fyrst og fremst ferskur fiskur, fast að 90% allra flutninga Icelandair Cargo út fyrir landsteinana. „Það hefur verið áberandi aukning á fyrstu mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra, ég gæti trúað að aukningin næmi um 30%,“ segir Steingrímur Sigurðsson, sölustjóri útflutnings hjá Icelandair Cargo.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.