Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2004, Síða 11

Ægir - 01.04.2004, Síða 11
11 Í S B I R N I R Nokkuð er um liðið síðan síðast steig hvítabjörn á land hér á landi. En ekki er hins vegar gott að segja hvenær það muni gerast næst. Í ljósi þess hve sjórinn fyrir norðan og vest- an land er óvenju hlýr gæti orðið ein- hver bið á því að ís- björn kæmi að Ís- landsströndum á ís- jaka frá Grænlandi. En hver veit? Fyrir nokkru voru sagðar af því fréttir að vísindamenn við norsku heimskautarannsóknastöð- ina vildu að farið yrði í að telja ís- birni á norsku áhrifasvæði á norð- urslóðum. Menn telja að hér gæti verið um athyglisvert verkefni að ræða, enda er fátt vitað um fjölda ísbjarna á norðlægum slóðum. Það er hins vegar forvitnilegt að fá einhverja vitneskju um hversu stór ísbjarnarstofninn er. Það hef- ur hins vegar verið talið fram að þess að allt að fimm þúsund ís- birnir séu á hafsvæðinu norður af Rússlandi og Noregi. Þessi tala er þó hreint ekki nákvæm, svo kann að vera að helmingi færri bjarn- dýr séu á þessum slóðum. Sjö þúsund bjarndýr á Svalbarða Ekki er kannski hægt að segja að ísbirnir hafi verið tíðir gestir í norðurhéruðum Noregs, en þeir sjást þar þó mun oftar en hér á landi. Í þrjátíu ár hefur þeirri reglu verið fylgt í Noregi að skjóta ekki ísbjörn nema í nauð- vörn. Á Svalbarða er talið að séu um sjö þúsund bjarndýr og þarf ekki að hafa um það mörg orð að mikil hætta er talin stafa af dýrunum. Íbúar á Svalbarða fara á sérstök öryggisnámskeið þar sem þeir kynna sér ýmislegt sem að gagni getur komið gagnvart ísbjörnum. Meðal annars lærir fólk að hleypa af stórum herrifflum. Á Vestur-Grænlandi er talið að séu um fimm þúsund bjarndýr, en ekki er vitað um stærð stofns- ins á austurströnd Grænlands. Merkileg skepna Lífræðilega er ísbjörninn um margt afar merkileg skepna. Talið er að tegundin hafi ekki komið fram fyrr en fyrir um 100 þúsund árum og þróast út frá skógar- björnum, sem löguðu líf sitt að- stæðum á Norðurheimskautinu. Á latínu kallast ísbirnir „Ursus maritimus“, sem er ein af ellefu ættum innan ættbálks rándýra. Þessari sömu ættkvísl tilheyra skógarbjörninn, ameríski svart- björninn, asíski svartbjörninn, sólarbjörninn og letibjörninn. Í samanburði við skógarbjörn- inn er ísbjörninn á margan hátt straumlínulagaðri og betur fall- inn til sunds. Tennur ísbjarnarins eru meira í ætt við tennur hrein- ræktaðra kjötæta ólíkt tanngerð alæta sem skógarbirnir teljast til. Erfðaefni þessara tveggja bjarnar- tegunda eru lík og geta þau átt afkvæmi saman. Hinn hvíti feldlitur ísbjarnar- ins þjónar mikilvægu hlutverki sem einskonar felubúningur á ís- breiðunum. Þau undur hafa hins vegar gerst og það ekki fyrir löngu síðan í dýragarðinum í Singapore að feldur tveggja ís- bjarna varð skyndilega grænn. Ástæðan er rakin til þörunga sem hafa sest að í feldi ísbjarnanna og er talið að rakt hitabeltisloftið hafi kallað fram þessa litabreyt- ingu. Eitthvað svipað mun hafa verið uppi á teningnum í dýra- garði nokkrum í San Diego í Bandaríkjunum fyrir aldarfjórð- ungi. Á vef Polar Bears International, samtaka áhugafólks um ísbirni og velferð þeirra, kem- ur fram að bjarndýrunum var þvegið upp úr saltupplausn. Ýmsar hættur fyrir bjarndýrin Víst er að bjarndýrum stafar mik- il ógn af mörgum mannanna verkum. Þannig er vitað að for- vitni ísbjarna laðar þá að áður óþekktum hlutum og lykt, þ.á.m. borpöllum undan ströndinni og olíutunnum í þorpum heim- skautasvæða og í verbúðum Inúíta sem stunda veiðar. Bjarn- dýrin geta einnig drepist af því að fá olíu ofan í sig með því að sleikja feld sinn ataðan olíu eða éta mengaða seli eða fugla. Hvað er að frétta af ísbjörnunum? Uppstoppaðir ísbirnir vekja alltaf mikla athygli. Þetta bjarndýr, sem er í Byggðasafninu Hvoli á Dalvík, var á sínum tíma fellt á Grænlandi.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.