Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2004, Side 13

Ægir - 01.04.2004, Side 13
13 T Æ K N I höfuðlínumæli að Kaijo Denki gerð. Höfuðlínumælinum, sem festur er á höfuðlínu trollsins, er ætlað að skynja hæð höfuðlínu, innkomu fiskjar í trollið og hita- stig sjávar. Mælinum er auk þess ætlað að sýna á mynd í brú skips- ins ef eitthvað fer úrskeiðis í köst- un eða togi. Tækið sendir svo þessar upplýsingar þráðlaust til skipsins þar sem þær koma fram á skjá. Genginn af göflunum? Að undanförnu hefur verið unnið að smíði djúpsjávarrafals sem á að þola allt að 1800 metra dýpi. Þessi rafall er nú tilbúinn og var þeim fyrsta komið um borð í Ár- bak EA, ísfisktogara ÚA fyrir stuttu. „Ég skal viðurkenna að ég hef oft verið kominn að því að gefast upp í þessu verkefni, en við hvert skref sem maður hefur færst nær niðurstöðu í verkefninu hefur maður eflst. Skipsfélagar mínir á Sigurbjörginni ÓF héldu til að byrja með að ég væri genginn af göflunum, en þegar þeir sáu að þetta virkaði nokkuð vel hafa þeir stutt mig dyggilega. Það hefur líka eflt mig í þeirri trú að eitt- hvert vit væri í þessu að opinber- ar stofnanir eins og Iðntækni- stofnun og Hafró hafa aðstoðað mig í prófunarferlinum. Sjálfur hef ég fulla trú á þessu og tel að nú sé búið að færa sönnur á að tækið virkar mjög vel. Ég fékk aðstöðu í bás Vaka-DNG til þess að kynna rafalinn á sjávarútvegs- sýningunni í Kópavogi 2002 og viðtökurnar voru mjög góðar, bæði af aðilum hér innanlands og utan. Það er því ljóst í mínum huga að það er full þörf fyrir slík- an tæknibúnað,“ segir Björgvin. Tvö ár að borga sig upp? Rafallinn hefur nú verið fullhann- aður og að undanförnu hefur verið unnið að því að smíða nokkra rafala, sem Björgvin hefur fullan hug á að fari um borð í jafnmörg hérlend skip til prufu. Fyrsta skipið var sem fyrr segir Árbakur EA, en ÚA hefur stutt Björgvin fjárhagslega í þessu verkefni. „Þessi þróunarvinna hefur vissu- lega kostað mikla fjármuni, sem næst 12 milljónum króna. Þar af hef ég sjálfur sett mikla peninga í þetta og sömuleiðis fékk ég svo- kallað áhættulán frá Nýsköpunar- sjóði með breytirétti í hlutafé,“ segir Björgvin. Miðað við rafhlöðukostnaðinn telur Björgvin að rafallinn sé ná- lægt tveimur árum að borga sig upp. „Auðvitað höfum við ekki langa reynslu af rafalnum og því get ég ekki sagt til um hve lengi hver rafall endist. En ég tel ekki óraunhæft að endingin sé fjögur til fimm ár. Umgjörð rafalsins getur út af fyrir sig enst til eilífð- ar, en „innvolsið“ endist tæplega endalaust,“ segir Björgvin. Fyrir öll togskip Björgvin segir að rafallinn sé ætl- aður fyrir öll togskip og telur hann að hér á landi gætu þau ver- ið sem næst eitthundrað. Hann reiknar með að tveir rafalar verði hafðir um borð í hverju skipi. Ekki þarf að fjölyrða um markað- inn erlendis, ef vel tekst til er einfaldlega mjög stór markaður fyrir þessa uppfinningu. Sem stendur er rafallinn í einkaleyfisferli. Þetta segir Björg- vin vera nauðsynlegt, enda sé ljóst að margir kunni að fylgjast með þessari þróun og vera fljótir að „stela“ hugmyndinni ef hún er ekki einkaleyfisvarin. „Það hefur verið nákvæmlega gengið úr skugga um að ekkert sambærilegt tæki er á markaðnum og því tel ég að markaðurinn fyrir það ætti að vera umtalsvert stór,“ segir Björgvin. Sem fyrr segir er nú verið að smíða fyrstu rafalana eftir að hug- myndin var fullþróuð. Björgvin segir ánægjulegt til þess að vita að rafalarnir séu allir smíðaðir á Eyjafjarðarsvæðinu, utan þess að skrúfan er steypt í Hafnarfirði. „Ef vel tekst til vil ég sjá að rafal- arnir verði smíðaðir hér á svæðinu og þessi nýjung geti þannig skap- að vinnu, það er minn draumur,“ segir Björgvin, sem hefur verið til sjós í hátt í þrjátíu ár, þar af tutt- ugu ár á Sigurbjörginni. Björgvin segist vera sjálfmenntaður véla- grúskari. „Ég hef einfaldlega gaman af því að glíma við raf- magn og takast á við eitthvað sem er erfitt viðureignar og mikil áskorun. Þetta verkefni hefur vissulega verið þess eðlis,“ segir Björgvin Björnsson. „Ég skal viðurkenna að ég hef oft verið kominn að því að gefast upp í þessu verkefni, en við hvert skref sem maður hefur færst nær niðurstöðu í verkefninu hefur maður eflst,“ segir Björgvin Björnsson m.a. í viðtalinu. Þannig lítur rafallinn út.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.