Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2004, Side 14

Ægir - 01.04.2004, Side 14
14 Ú T F L U T N I N G U R S J Á VA R A F U R Ð A 1. Þróun viðskipta við Þýskaland Útflutningur til Þýskalands árið 2003 nam 32 milljörðum kr. og var 17% af vöruútflutningi það ár. Þýskaland var þá í 2. sæti. Innflutningur frá Þýskalandi árið 2003 var 26 milljarðar kr. sem var 12% af vöruinnflutningi það ár. Þýskaland var í 1. sæti (Lands- hagir 2003). Þýskaland er því eitt mikilvægasta viðskiptaland Ís- lendinga. Hvað varðar útflutning á sjávarafurðum árið 2003 var Þýskaland í 6. sæti á eftir Bret- landi, Bandaríkjunum, Spáni, Danmörku og Portúgal. Bretland er langmikilvægasta markaðs- svæðið fyrir íslenskar sjávarafurðir (Útvegur 2003). Þýskaland er eitt fjölmennasta ríki Evrópu með rúmlega 82 milljónir íbúa. Þjóðverjar voru lengi vel ein af stóru fiskveiði- þjóðunum í Evrópu. Útfærsla fiskveiðilögsögu Íslendinga úr 50 í 200 sjómílur árið 1975 hafði víðtæk áhrif á úthafsveiðar Þjóð- verja og í stað í úthafsveiða var áhersla þar lögð á innflutning, framleiðslu og dreifingu sjávaraf- urða. Ísland er eitt af þeim löndum sem hefur lengi flutt sjávarafurðir inn á þýska markaðinn, þ.e. fram til 1990 til þáverandi Vestur- Þýskalands. Sáralítill útflutning- ur var til fyrrum Austur-Þýska- lands. Á síðustu árum hefur hins vegar dregið nokkuð úr útflutn- ingi til Þýskalands. Þrátt fyrir það er Þýskaland mjög mikilvæg- ur markaður fyrir íslenska útflytj- endur, sérstaklega fyrir karfa. Mynd 1 sýnir þróun útflutnings á sjávarafurðum til Þýskalands í rúm 30 ár frá árinu 1973 til og með árinu 2003. Eins og sést á mynd 1 var út- flutningsverðmæti sjávarafurða til Þýskalands 4,9 milljarðar kr. árið 1973, fór hæst árið 1990 í 11,9 milljarða og var lægst 3,9 millj- arðar árið 1981 og var 6,6 millj- arðar árið 2003. Sem hlutfall af heildarútflutningi sjávarafurða var Þýskalandsmarkaður með 7,5% hlutdeild árið 1973 og fór hæst í 10,5% hlutdeild árið 1990, var lægst árið 1991 með 3,9% og með 5,8% hlutdeild árið 2003. Á næstu áratugum er gert ráð fyrir umtalsverðri fólksfækkun í Þýskalandi en mannfjöldaspár áætla að íbúafjöldinn í Þýskalandi verði 65 til 70 milljónir árið 2050. Gert er ráð fyrir að fæðing- artíðni lækki sem verður til þess að umtalsvert fleiri deyja en fæð- ast. Árið 1950 voru íbúar Þýska- lands 69 milljónir en þá var ald- urssamsetning þjóðarinnar allt önnur. Helmingi fleiri einstak- lingar voru þá undir 20 ára aldri en yfir 59 ára. Árið 2050 er talið að þetta muni vera öfugt, þ.e. helmingi fleiri Þjóðverjar verða Greinarhöfundar eru Björgvin Þór Björvinsson og Ágúst Einarsson. Björgvin Þór starfar hjá SÍF en hann útskrifaðist með MS-gráðu í sjávarút- vegsfræðum frá Háskóla Íslands í júní 2003. Meistaraprófsritgerð hans heitir „Sjávarútvegur í Þýskalandi. Fiskneysla, helstu einkenni markaðar- ins og staða íslenskra fyr- irtækja“, en þessi grein byggir á hluta hennar. Ágúst er prófessor í við- skipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og var aðalleiðbeinandi Björg- vins við meistaraprófsrit- gerð hans. Björgvin Þór. Ágúst. Þýðing Þýskalands- markaðar fyrir ís- lenskan sjávarútveg Tilgangur greinarinnar er að lýsa þýðingu Þýskalandsmarkaðar fyrir ís- lenskan sjávarútveg. Mjög mikilvægt er fyrir íslenska útflytjendur að fylgjast vel með í hvað átt neysla sjávarafurða á helstu kjarnamörkuð- um er að þróast. Með betri þekkingu á markaðinum og neytendum hans er líklegt að íslenskir útflytjendur geti aukið útflutningsverðmæti sjávarafurða, m.a. til Þýskalands, á komandi árum. Útflutningur sjávarafurða til Þýskalands 1973-2003 7,5 5,8 10,5 3,9 6,6 4,9 11,9 3,2 2,0 3,0 4,0 5,0 6,0 7,0 8,0 9,0 10,0 11,0 12,0 19 73 19 74 19 75 19 76 19 77 19 78 19 79 19 80 19 81 19 82 19 83 19 84 19 85 19 86 19 87 19 88 19 89 19 90 19 91 19 92 19 93 19 94 19 95 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 M ill ja rð ar k r. o g % Hlutfall af heildarútflutningi sjávarafurða Verðmæti í milljörðum kr. á verðlagi 2003 Mynd 1: Útflutningur sjávarafurða til Þýskalands 1973-2003 í milljörðum kr. á verðlagi ársins 2003 og sem hlutfall af heildarútflutningi sjávarafurða.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.