Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.2004, Qupperneq 15

Ægir - 01.04.2004, Qupperneq 15
15 Ú T F L U T N I N G U R S J Á VA R A F U R Ð A eldri en 59 ára en þeir sem eru yngri en 20 ára (Bevölker- ungsentwicklung Deutschlands bis zum Jahr 2050, 2003). 2. Grunngerð Þýskalandsmarkaðar Þýskur sjávarútvegur hefur geng- ið í gegnum miklar tæknibreyt- ingar og framfarir á síðustu 15 árum. Þegar umfangsmiklar út- hafsveiðar Þjóðverja í NA-Atl- antshafi lögðust af fyrir rúmum 25 árum gerðu þeir sér grein fyrir að styrkleiki þeirra myndi ekki liggja í veiðunum sjálfum heldur í vinnslu og dreifingu. Nú eru þýsk framleiðslufyrirtæki á sviði sjávarútvegs mjög vel útbúin tæknilega og nokkur þeirra eru á meðal stærstu fyrirtækja á þessu sviði í Evrópu. Margvíslegar tæknibreytingar undanfarin ár og áratugi hafa haft mjög mikil áhrif á neysluvenjur fólks. Ísskápar og frystikistur hafa haft gríðarleg áhrif á geymslu- möguleika sjávarafurða og ann- arra matvæla og örbylgjuofninn kom af stað byltingu í gerð tilbú- inna rétta. Þýskir neytendur eru mjög meðvitaðir um hollustu sjávarafurða og það skiptir þá máli að fá nákvæmar upplýsingar um fiskinn sem þeir borða. Þjóð- verjar tengja fisk mikið við hið hreina og ósnortna í náttúrunni og þeir eru í eðli sínu mjög kröfuharðir á hreina náttúru og hollt líferni. Fiskneysla í Þýskalandi tengist að miklu leyti hefðum og siðum sem eiga rætur sínar að rekja til kaþólsku kirkjunnar. Fyrr á öld- um mátti fólk ekki borða kjötaf- urðir eða afurðir af dýrum með heitt blóð á föstudögum og á föstunni (Fisch in der Fastenzeit 2002). Þessir gömlu siðir og hefðir í tengslum við fiskneysluna eru enn sterkar í vitund þýskra neytenda. Margir tengja ferskan fisk við föstudaga og víða í Þýskalandi er enn haldið í þá hefð að hafa fisk á föstudögum. Jafn- framt er fiskneysla Þjóðverja mjög tengd hátíðisdögum, ferða- lögum og sérstökum tilefnum.1 Þjóðlegar hefðir geta falið í sér margvísleg viðskiptatækifæri með því að sérhæfa framleiðsluna og vanda markaðssetningu. Ísland og íslenskur sjávarútvegur hafa já- kvæða ímynd hjá fyrirtækjum og neytendum í Þýskalandi og mik- ilvægt er fyrir Íslendinga að halda þeirri ímynd. Margt sem tengist félags- og menningarlegum þáttum í Þýska- landi hefur breyst á síðustu árum og áratugum eins og í öðrum vestrænum ríkjum. Máltíðum hefur fækkað á heimilum og þær eru ekki lengur eins formlegar og áður. Einnig er sífellt hærra hlut- fall máltíða á heimilum, keyptar tilbúnar. Fyrir nútíma fjölskyldu eru þægindi og hentugleiki lykil- atriði. Fólk er reiðubúið að borga meira fyrir tilbúin matvæli í stað þess að eyða miklum tíma í sjálfa eldamennskuna. Fjölskyldur kaupa máltíðir í meira mæli en áður í stað hráefnis. Eftirspurn hefur aukist mikið eftir máltíðum sem fara í sömu umbúðum úr frysti í örbylgjuofn, á borð og í ruslið.2 Atvinnuþátttaka kvenna hefur aukist mikið á síðustu ára- tugum og hefur það valdið mikl- um breytingum á heimilishaldi og neysluvenjum í hinum vest- ræna heimi. Á síðustu þremur áratugum hefur sjávarútvegur í Þýskalandi breyst mikið. Stærsta breytingin er sú að eigin fram- leiðsla hefur dregist mikið saman og innflutningur aukist mjög mikið. Hin síðari ár hefur meira en helmingi þess afla sem Þjóð- verjar veiða verið landað erlendis. Fiskeldi er óverulegt í Þýska- landi. Með minnkandi fiskveið- um hefur áherslan í þýskum sjáv- arútvegi verið í átt að aukinni framleiðslu og betri dreifingu sjávarafurða. Mynd 2 sýnir dreifi- leiðir í verslun með sjávarafurðir í Þýskalandi. Eins og sést á mynd 2 skiptist heilsölumarkaðurinn í meginat- riðum í tvo markaði, smásölu- „Þrátt fyrir að útflutningsverðmæti íslenskra sjávarafurða til Þýskalands hafi dregist nokkuð saman á síðustu árum eru Íslendingar mikilvægir birgjar fyrir þýska markaðinn. Það á sérstaklega við um íslenska karfann.“ Mynd 2: Dreifileiðir í verslun með sjávarafurðir í Þýskalandi

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.