Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2004, Page 24

Ægir - 01.04.2004, Page 24
Æ G I S V I Ð TA L I Ð 24 Einnig sé ég fyrir mér aukinn útflutning lausfrystra afurða, svo sem karfa, á Bandaríkjamarkað og til Jap- an og ekki síður aukningu á útflutningi ferskra af- urða en hann hefur skilað góðri framlegð og markað- urinn er vaxandi.“ Sextán ára sjómaður Kristján Þ. Davíðsson er fæddur og uppalinn á Þing- eyri. Eins og títt er með ungmenni í sjávarþorpum fór hann fljótt að starfa í fiskvinnslunni. „Á tólfta ár- inu, árið 1972, fékk ég minn fyrsta launaseðil í Hraðfrystihúsi Dýrfirðinga. Þar hafði ég þann starfa að taka við fiskflökum sem komu úr flökunarvélinni og bera í bakka yfir á roðflettivélina. Auðvitað var þetta talsvert puð fyrir smápolla, en ég hafði gaman af og líklega gott líka. Ég vann svo í fiski nánast öll sumar-, jóla- og páskafrí eftir það, nema fermingar- sumarið, en þá var ég bensíntittur í kaupfélaginu. Áhugi minn á sjávarútveginum vaknaði því snemma og 1977, á sautjánda árinu, var ég munstraður sem háseti á línubátinn Framnes ÍS 608. Við vorum fyrst á dagróðrum en beittum svo um borð ef ég man rétt, vorum á útilegu og eltum þorsk og annan fisk, mest líklega á Miklubrautinni út af Vestfjörðum, sem svo var kölluð.“ Eftir þetta sæla sumar á sjónum innritaðist Krist- ján til náms hjá Jóni Baldvini Hannibalssyni í Menntaskólanum á Ísafirði og samhliða menntaskól- anum stundaði hann nám í skipstjórnarfræðum sem þá voru kennd í höfuðstað Vestfjarða. „Ég var strax ákveðinn í því að verða skipstjóri og ætlaði bara að eiga stúdentsprófið til vara,“ segir Kristján sem að 200 tonna réttindunum fengnum fór á Framnesið aftur, í þetta sinn sem stýrimaður. „Þetta var sumarið 1978 og þá vorum við á útilegu norður við Kolbeins- ey að skarkast í grálúðu, en veiddum lítið, sem Með sameiningunni, sem tók gildi 1. maí sl., varð Sturlaugur Sturlaugsson forstjóri HB Granda hf. og Kristján Þ. Davíðsson aðstoðarforstjóri. Yfirmenn fjármála, út- gerðar, landvinnslu og veiða og vinnslu uppsjávarfisks eru sömu menn og áður stýrðu þessum deildum hjá Granda hf.; Jóhann Sigurjónsson fjármálastjóri, Rúnar Þór Stefánsson útgerðarstjóri, Svavar Svavarsson framleiðslustjóri og Torfi Þ. Þor- steinsson deildarstjóri uppsjávarfiskdeildar. Haraldur Sturlaugsson, sem var fram- kvæmdastjóri HB á Skaganum, er yfirmaður starfsmanna- og umhverfismála og Eggert B. Guðmundsson yfirmaður markaðsmála. Nýr fjárreiðustjóri er Bergþór Guðmundsson, sem gengt hefur starfi fjármálastjóra Haraldar Böðvarssonar hf. mörg undanfarin ár. Höfuðstöðvar og aðalskrifstofa HB Granda hf. er í Reykjavík og þar mun yfir- stjórn fyrirtækisins hafa aðsetur. Undanskildir eru þó yfirmenn uppsjávarfiskdeild- ar og starfsmanna- og umhverfismála, auk fjárreiðustjóra, en þeir munu hafa að- setur á skrifstofu fyrirtækisins á Akranesi. Þá hefur Eggert B. Guðmundsson verið ráðinn markaðsstjóri til að efla þann þátt starfseminnar. Eggert er verkfræðingur og MBA að mennt og hefur undanfarin ár starfað á sviði markaðsmála í Evrópu og Bandaríkjunum. Stjórnskipulag HB Granda hf. „Að minni hyggju hefur það auðveldað okkur sameiningarstarfið að áður en Eimskipafélagið eignaðist HB var Grandi þar nokkuð stór hluthafi, hugsanleg sameining fyrirtækjanna var í deiglunni og samstarf var í gangi á ýmsum sviðum. Menn þekktu því nokkuð til aðstæðna á hvorum stað.“ Við leitumst við að stýra vinnslunni á hverjum tíma þannig að afkastageta og framlegð verði sem mest.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.