Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2004, Page 31

Ægir - 01.04.2004, Page 31
31 T Æ K N I INmobil tölvupóstkerfið er sér- tæk lausn fyrir sjófarendur sem m.a. getur nýtt lág- og háhraða fjarskiptakerfi til tölvupóstsend- inga á afar hagkvæman hátt. Kerfið er þróað af Radiomiðun ehf. og Snerpu ehf. Inmobil er nú komið í flest stærstu skip lands- ins og einnig í nokkur erlend skip. Virkir notendur eru um 1300 talsins og fara nú um 25 þúsund skeyti um kerfið í mánuði hverjum. Viðtökurnar hafa því verið gríðarlega góðar. Útgáfa 2 Í útgáfu 2 sem nú er komin á markað hefur INmobil þróast í að vera sjálfvirk upplýsingamiðstöð milli sjós og lands, sem auk hefð- bundinna tölvbupóstsendinga, sér INmobil um samskipti fyrir Þjónustubanka Radiomiðunar, sem er sértæk upplýsingaveita, og Veiðigrunn, sem er rafræn afla- dagbók. Að auki getur kerfið safnað gögnum frá ólíkum búnaði um borð og séð um að koma þeim sjáfvirkt í land. Einfalt dæmi um slíka notkun er sending á GPS staðsetningum ,,fleet tracking“ eða flotavakt. Endurbætt þjöppun tölvupósts og viðhengja um allt að 90% Aðrar markverðar nýjungar í INnmobil eru endurbætt þjöpp- un tölvupósts og viðhengja um allt að 90%. Innhringingar geta nú verið á fyrirfram tilgreindum tíma, og hægt er að fá kvittun fyrir móttöku skeyta. Einnig er hægt að tengja fleira en eitt fjar- skiptatæki í senn við INmobil t.d. GSM, NMT og Iridium. Að auki hefur nýr samskiptastaðall stytt tengitíma um ca. 20 sek- úndur í hverju uppkalli og nýtt útlit er á notendaviðmóti, svo fátt eitt sé nefnt. Ný útgáfa af INmobil tölvupóstkerfinu komin á markað Aðalskjámynd af INmobil sem m.a. sýnir hverjir eiga ólesinn póst og hvenær síðast var hringt í land.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.