Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2004, Blaðsíða 36

Ægir - 01.04.2004, Blaðsíða 36
36 U M R Æ Ð A N Finnbogi minnti á að hluta- bréfamarkaðurinn á Íslandi hafi tekið verulega við sér á liðnu ári og Úrvalsvísitala Kauphallar Ís- lands hafi hækkað um 56% frá upphafi til loka ársins, sem er mesta hækkun vísitölunnar innan árs frá upphafi. Meginskýringin á þessari hækkun eru miklar hækk- anir á gengi bréfa í Pharmaco og bönkunum. Sjávarútvegurinn er hins vegar á hröðu undanhaldi í Kauphöllinni eins og fjöldi af- skráninga í þeim geira ber með sér,“ sagði Finnbogi. „Erfitt rekstrarumhverfi hefur haft sín áhrif og endurspeglast í gengi þeirra sjávarútvegsfyrirtækja sem enn eru í Kauphöll Íslands. Vísi- tala sjávarútvegs lækkaði ein at- vinnugreinavísitalna síðasta árs, um tæp 7%. Vísitala lyfjagreinar hækkaði aftur á móti um 174% og vísitala fjármála- og trygginga hækkaði um 54% á liðnu ári. Sú þróun að hvert sjávarútvegsfyrir- tækið af öðru fer nú út af hluta- bréfamarkaði er að mínu mati neikvæð, bæði fyrir markaðinn og sjávarútveginn sjálfan. Á sama tíma og þetta gerist er hins vegar verið að ræða um að gera Ísland að miðstöð fyrir markaðsviðskipti með alþjóðleg sjávarútvegsfyrir- tæki. Slík umræða hefur enga merkingu nema að leikreglur varðandi fjárfestingar erlendra að- ila í sjávarútvegi hér á landi verði teknar til endurskoðunar.“ Kaup erlendra aðila hefðu já- kvæð áhrif á markaðinn „Í dag geta erlendir aðilar keypt hluti í sjávarútveginum hér í gegnum millifélög og átt allt að 49% í viðkomandi félögum á þann hátt. Fyrir þessum tækni- legu hindrunum, þ.e. að búa til þessi millifélög, geta verið ákveð- in rök sem ég ætla ekki að fara út í hér. Þau rök eiga hins vegar ekki við skráð félög. Að mínu mati er ekkert sem mælir á móti því að erlendir aðilar geti keypt beint í skráðum sjávarútvegsfyrir- tækjum hér á landi að ákveðnu marki. Það hefði jákvæð áhrif á hlutabréfamarkaðinn almennt og sjávarútvegsfyrirtækin sæju þá aukið gildi í því að vera áfram á markaði.“ Samherji lækkaði á síðasta ári - umtalsverð hækkun frá áramótum Varðandi gengi Samherja kom fram hjá Finnboga að það hafi lækkað á síðasta ári. „Gengið var 10,0 í upphafi árs en 9 í árslok. Árið áður stóð gengið nær því í stað. Á síðustu tveimur árum hef- ur gengið þannig lækkað um 13%. Frá áramótum hefur þróun- in hins vegar verið jákvæð og er gengi bréfa í Samherja nú 22% hærra en það var um síðustu ára- mót.“ Kínaógnin Finnbogi gerði í ræðu sinni að umtalsefni þá ógn sem hefur verið nefnt að þróun fiskvinnslunnar í Kína hafi í för með sér fyrir hér- lendan sjávarútveg. Þessu er Finnbogi ekki sammála. „Þetta leiðir hugann að því hvernig við skilgreinum starfsemi okkar og hver framtíðamarkmið okkar eru. Samherji lítur fyrst og fremst á sig sem matvælafram- leiðanda. Framleiðanda sem ætlar að þjóna kröfuhörðum neytend- um með stöðugum gæðum og ör- yggi í afhendingu og uppfylla um leið óskir viðskiptavina um holl- ustu, hreinleika og rekjanleika vöru. Í því ljósi er vert að skoða hvort Kína sé raunveruleg ógn? Yfirburðir Kínavinnslunnar eru vissulega miklir hvað varðar nýt- ingu og vinnulaun. Þessi vinnsla er hins vegar algjörlega háð fram- boði sem Kínverjar hafa ekki stjórn á og auk þess má gera ráð fyrir að vaxandi kröfur um rekj- anleika lokavörunnar muni hamla þessum viðskiptum. Afar erfitt er að halda öllum gögnum til haga þegar um svo flókið ferli er að ræða. Þá er talið að lítill hagnaður sé af þessari vinnslu fyrir Kínverja sjálfa og almennt vitað að þeir stefna í auknum mæli að verk- smiðjuvinnslu hjúpaðra afurða í Engin raunveruleg ógn frá Kína - er mat Finnboga Jónssonar, stjórnarformanns Samherja Á aðalfundi Samherja á dögunum gerði Finn- bogi Jónsson, stjórnarformaður Samherja, það að umtalsefni að sjávarútvegurinn væri á hröðu undanhaldi í Kauphöllinni. Þetta taldi Finnbogi að væri slæm þróun. Úr fiskiðjuveri Sam- herja á Dalvík. Um þriðjungur framleiðsl- unnar fer út sem fersk flök.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.