Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2004, Side 37

Ægir - 01.04.2004, Side 37
37 U M R Æ Ð A N samkeppni við verksmiðjur í Evr- ópu og Bandaríkjunum. Þegar til lengri tíma er litið má því frekar búast við að samkeppnin beinist gegn slíkum verksmiðjurekstri fremur en flakavinnslunni á Ís- landi, svo að dæmi séu tekin.“ Samherji sendir kolmunna til Kína „Það er því ekki víst að okkur Ís- lendingum stafi ógn af Kína. Þvert á móti getur Kína gefið okkur ákveðin tækifæri svo sem að fullvinna kolmunna. Í dag fer stærstur hluti kolmunnaaflans í bræðslu en ein ástæða þess er að ekki hefur tekist að ná samning- um um kvótaskiptingu kolmunnastofnsins milli landa. Meðan nánast óheftar veiðar ríkja hugsar hver þjóð um að veiða sem allra mest til að styrkja sína eigin stöðu í framtíðarsamningum. Samherji hefur verið að gera tilraunir með að frysta kolmunna um borð og senda hann síðan til endurvinnslu í Kína. Þar er hann unninn í blokk sem aftur er hægt að vinna í verksmiðjum, meðal annars í hjúpaðar og brauðaðar af- urðir. Kolmunni er mjög góður hvítfiskur og er örugglega hægt að nýta hann í meiri mæli til að þjóna þeim hluta markaðarins sem kýs ódýrari fiskafurðir.“ Stöðug afhending á vörunni „Niðurstaða mín er sú að Kína sé engin raunveruleg ógn við okkur. Við erum með fyrirkomulag í fiskveiðistjórnun sem tryggir að við getum þjónað markaðnum með stöðugum afhendingum allt árið. Við getum boðið upp á full- kominn rekjanleika vörunnar. Við höfum hátæknivædd vinnsluhús með mikilli sjálfvirkni. Við get- um afhent fiskinn ferskan allt árið um kring. Við getum boðið fersk- an eldisfisk með villta fiskinum, sem tryggir fjölbreytni og hærra þjónustustig. Við getum boðið lax, bleikju , lúðu og sandhverfu úr eldi með þorski, ýsu, karfa og öðrum botnfisktegundum,“ segir Finnbogi. Þriðjungur framleiðslunnar á Dalvík er ferskflök Hann bendir á að útflutningur á ferskum fiski frá Íslandi hafi farið stöðugt vaxandi á undanförnum árum og sú þróun muni halda áfram. „Um 1994 fóru um 4.000 tonn af þorski í ferskflakavinnslu og um 14.000 tonn árið 2003. Hjá fiskiðjuveri Samherja á Dal- vík er nú svo komið að allt að 1/3 hluti framleiðslunnar fer út í formi ferskra flaka. Sem dæmi voru árið 2003 flutt út um 900 tonn af ferskum flökum og bitum og hefur þessi vöxtur náðst á að- eins þremur árum.“ Eru útflutningsfyrirtækin á villigötum? Íslenskur sjávarútvegur á að þjóna allt öðrum hluta markaðarins en Kína. Ég velti því satt best að segja stundum fyrir mér hvort hin svokölluðu stóru sölufyrir- tæki okkar í sjávarútvegi hafi ver- ið á villigötum varðandi sölu á ís- lensku sjávarfangi. Sókn þeirra á erlendum mörkuðum hefur að stórum hluta falist í kaupum á er- lendum verksmiðjurekstri. Ekki getur það verið rétta leiðin fyrir íslenskt úrvalssjávarfang að mæta þeim örlögum að vera hjúpað inn í eitthvert deig eða brauðgums sem tryggir að allur ferskleiki og fegurð fari forgörðum. Við eigum að varðveita ferskleikann og „gera fiskinum“ sem allra minnst. Við eigum að mæta vaxandi kröfum viðskiptavina um hollar og góðar matvörur sem er fljótlegt að mat- reiða og eru fallegar á diski. Við eigum ekki bara að selja fisk, heldur lausnir. Ég velti því stundum fyrir mér hvort sú nálg- un við neytandann sem lítið fyrir- tæki á Suðurlandsbrautinni hefur byggt upp sé lausnin. Hér er um að ræða fyrirtækið Fylgifiska þar sem ég kem við a.m.k. einu sinni í viku og kaupi úrvals sjávarrétti. Þarna er boðið upp á ferska fisk- rétti í fjölbreyttu úrvali. Réttirnir eru unnir af fagfólki og hluti af því sem selt er, er þjónusta og upplýsingar um hvernig best er að matbúa. Það er hægt að koma þarna við og síðan slá upp sjávar- réttaveislu þegar heim er komið á skömmum tíma. Ég held að sá hópur á Vesturlöndum sem vill svona lausnir fari mjög vaxandi og sé þegar mjög stór. Spurningin er bara með hvaða hætti á að nálgast þennan neytendahóp. Er framtíðarlausnin e.t.v. Fylgifiskar um alla Evrópu?“ spurði Finn- bogi Jónsson, stjórnarformaður Samherja í ræðu sinni á aðalfundi Samherja 29. apríl sl. Finnbogi Jónsson, stjórnarformaður Samherja. „Vinnsla Kínverja er algjörlega háð framboði sem Kínverjar hafa ekki stjórn á og auk þess má gera ráð fyrir að vaxandi kröfur um rekjanleika lokavörunnar muni hamla þessum viðskiptum.“

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.