Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2004, Blaðsíða 11

Ægir - 01.06.2004, Blaðsíða 11
11 A F L A R E G L A Nefnd um langtíma- nýtingu fiskistofna hefur skilað af sér skýrslu, en þessari nefnd, sem sjávarút- vegsráðherra skipaði árið 2001, var falið að meta árangur af nýt- ingu þorsks og ann- arra nytjastofna með tilliti til beitingu afla- reglu við stjórn fisk- veiða þar sem yrði lit- ið til reynslu annarra þjóða. Í upphafi var eitt af aðalverk- efnum nefndarinnar að takast á við þau vandkvæði sem fylgja óvissu í stofnmati á þorski og var sérstaklega horft til ofmats á stofninum árin 1998 til 2000. Þróað var nýtt hermilíkan af þorskstofninum sem beitt var til að kanna eiginleika mismunandi nýtingarstefnu. Nefndin skilaði áfangaskýrslu í maí 2002, sem fjallaði aðallega um árangur af notkun aflareglu þeirrar sem beitt hefur verið við stjórn þorskveiða frá fiskveiðiárinu 1996 með nokkrum breytingum. Raunveruleg veiði meiri en að var stefnt Í lokaskýrslu nefndarinnar, sem var skilað í júní sl., segir að til- hneiging hafi verið til ofmats á stærð þorskstofnsins á undanförn- um tveimur áratugum, en á því hafi hins vegar ekki fundist skýr- ingar. Þegar tekið hafi verið tillit til þessa virðist óvissa í stofnmati hins vegar vera svipuð og áður var gert ráð fyrir eða um 14%. „Of- matið hefur leitt til þess að í stað þess að afli væri að jafnaði 25% af veiðistofni eins og stefnt var að með núverandi aflareglu varð hlutfallið 27,5%. Að auki hefur afli umfram leyfðan heildarafla farið vaxandi á síðustu árum og því hefur raunveruleg veiði orðið um 30% af veiðistofni eða 20% meiri en að var stefnt með afla- reglunni og næstum 40% meiri en fólst í tillögunni frá 1994. Það er mjög brýnt að leiðrétt verði vegna kerfisbundins ofmats og umframafla þannig að raunveru- legur afli verði í samræmi við nýtingarstefnu,“ segir m.a. í nið- urstöðum skýrslu nefndarinnar. 22% viðmiðunin Einnig segir nefndin í niðurstöð- um sínum að við samanburð og ítarlegar prófanir á ýmsum afla- reglum, m.a. núverandi reglu, komi í ljós að regla sem miðar við afla sem nemur 22% af veiði- stofni hafi góða eiginleika hvað varðar hagnað, stöðugleika og vöxt og viðkomu þorskstofnsins. Ef ekki sé tekið tillit til kerfis- bundins ofmats á þorskstofninum áður en reglunni sé beitt þýði þetta um 20% af metnum veiði- stofni. „Aflaregla sem mælir fyrir um 22% af veiðistofni þýðir tölu- verða skerðingu afla frá því sem nú er. Hugsanlegt er að innleiða slíka reglu þannig að fyrri regla með leiðréttingum vegna ofmats og umframafla verði látin gilda þar til að 22% reglan þýði enga eða litla minnkun afla frá fyrra ári. Þetta hefur þó töluverðan kostnað á mælikvarða núvirðis hagnaðar í för með sér því að stofninn byggist þá hægar upp en ella. Niðurstaða um 22% veiði- hlutfall er óháð því hvort gert er ráð fyrir að umhverfisaðstæður hafi breyst varanlega til hins verra frá því sem áður var eða hvort gera má ráð fyrir að þær fari batn- andi og nýliðun verði aftur eins og á árunum fyrir 1985. Ef nýlið- un verður eins og á undanförnum fimmtán árum þá þýðir þetta að meðalafli verður um 210-220 þúsund tonn á ári. Ef uppbygg- ing hrygningarstofns og/eða betri umhverfisskilyrði leiða til þess að nýliðun verður svipuð og á ára- tugunum fyrir 1985 þá verður meðalafli um 310-320 þúsund tonn á ári með 22% aflareglu.“ Aflareglan taki tillit til afla fyrra árs að hálfu Nefnd um langtímanýtingu fiski- stofna segir að vegna náttúrulegra sveiflna í þorskstofninum og óvissu í stofnmati verði sveiflur í afla töluvert miklar ef ekki sé beitt jöfnun af einhverju tagi samhliða hlutfallsreglu. Þegar veiðihlutfallið sé lækkað og stofn- inn stækki sé minni áhætta af slíkri jöfnun en ella. Nefndin mælir með að aflareglan taki tillit til afla fyrra árs að hálfu, enda hafi slík jöfnun óveruleg áhrif á sveiflur í stofninum, en leiði til meiri hagnaðar og minni sveiflna en aðrar jöfnunarreglur. Skýrsla nefndar um langtímanýtingu fiskistofna: Raunverulegur afli verði í samræmi við nýtingarstefnu „Ofmatið hefur leitt til þess að í stað þess að afli væri að jafnaði 25% af veiðistofni eins og stefnt var að með núverandi aflareglu varð hlutfallið 27,5%.“

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.