Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2004, Blaðsíða 35

Ægir - 01.06.2004, Blaðsíða 35
35 Þ O R S K E L D I beri fóðrun á fiskinum áður en honum er slátrað. „Við höfum komist að því að það er ekki heppilegt að stríðala fiskinn skömmu fyrir slátrun og svelti er heldur ekki æskilegt. Þegar fisk- urinn hefur verið í miklum vexti þarf hann að vera í fóðrun til þess að jafna vöðvana. Okkur sýnist að þurfi stig af stigi að draga úr fóðruninni, en ekki hætta henni alveg fyrir slátrun.“ Eldisþorskurinn hentar ekki vel til söltunar, að sögn Jóns Arnar, en fyrst og fremst er hann eftir- sóttur sem ferskvara. Kvótaúthlutun sjávarútvegs- ráðuneytisins Í mars sl. úthlutaði sjávarútvegs- ráðherra aflaheimildum sem svar- ar til 500 tonna af óslægðum þorski til ýmissa tilraunaverkefni í áframeldi. Samanlögð úthlutun Þórsbergs og Odda hf. var 65 tonn. Eftirtalin önnur fyrirtæki fengu úthlutun: Guðmundur Runólfs- son hf. 65 tonn, Veiðibjallan ehf. 5 tonn, Eskja hf. 30 tonn, Síldar- vinnslan hf. 30 tonn, Brim fisk- eldi hf. 100 tonn, Álfsfell ehf. 10 tonn, Vopn-fiskur ehf. 10 tonn, Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. 100 tonn og Kví ehf. í Vestmannaeyj- um 75 tonn. Núna er um 170 tonna lífmassi af fiski í eldiskvíum Þórodds, bæði í Tálknafirði og Patreksfirði. Auk áframeldis er Þóroddur ehf. að gera tilraunir með að ala fisk- inn frá seiðastærð. Unnið er að því að útbúa aðstöðu á landi til þess að taka á móti 3-5 gramma seiðum. www.isfell.is Ísfell ehf • Fiskislóð 14 • P.O.Box 303 • 121 Reykjavík • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is Allt fyrir togveiðarnar

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.