Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2004, Blaðsíða 23

Ægir - 01.06.2004, Blaðsíða 23
23 L A X E L D I Á markaði í Bandaríkjunum og Evrópu Lífmassinn í sjókvíum í Mjóafirði er nú á milli fimm og sex þúsund tonn. Þetta er fyrsta árið sem Sæsilfur er að heita má í fullri framleiðslu. Fiskurinn er fóðraður með fóðri frá Fóðurverksmiðjunni Laxá á Akureyri og er fóðrunin því sem næst alsjálfvirk. Til marks um umfang eldisins nefnir Guðmundur Valur að þegar mest var sl. sumar hafi fóðurnotkunin á einum sólarhring numið um 30 tonnum. Guðmundur Valur segir að menn hafi náð ágætum tökum á sjálfu eldinu, en framundan sé að þróa vinnsluna í Neskaupstað og áframhaldandi markaðsvinna. Framleiðslan fer því sem næst öll fersk á markað - bæði til Evr- ópu og Bandaríkjanna. Hlutfalls- lega mest af framleiðslunni er flutt á Evrópumarkað frá Seyðis- firði með ferjunni Norrænu og einnig er lax fluttur þrisvar í viku með flugi til Bandaríkjanna, auk þess sem gámar eru sendir til Bandaríkjanna á hálfsmánaðar fresti. Á síðustu árum hefur verð á laxi lækkað verulega, en að und- anförnu hefur það eilítið verið að þokast upp á við. Mjóifjörður-Norðfjörður Laxinn er fluttur með brunnbátn- um Snæfugli úr Mjóafirði til Norðfjarðar þar sem honum er slátrað. Þar er laxinum dælt lif- andi úr bátnum í vinnslustöðina þar sem hann fer í gegnum svo- kallaðar kæliskrúfur áður en hon- um er slátrað. Áður en langt um líður verður unnt að færa laxinn yfir í sérstök geymsluker í Norðfjarðarhöfn, sem nú eru í smíðum. Úr þessum kerum verður fiskinum síðan dælt inn í hús til slátrunar. Nú er laxi slátrað þrjá daga í viku og hefur vikuslátrunin verið 100-150 tonn á viku. „Við erum að auka slátrunina og ég reikna með að í júlí verði slátrað um 200 tonnum á viku,“ segir Guðmund- ur Valur. Fast að 20 manns starfa við slátrun Við eldið í Mjóafirði eru 6-8 störf, en yfir sumarmánuðina, þegar mest er um að vera í eld- inu, eru starfsmennirnir 10-12. Að sögn Jóhannesar Pálssonar, framkvæmdastjóra landvinnslu hjá Síldarvinnslunni, koma að jafnaði átján manns að laxaslátr- uninni þá daga sem hún er í gangi. Guðmundur Valur telur að út- litið í hérlendu fiskeldi sé þokka- lega gott. Hann telur orðum auk- ið að fjarlægðir á helstu markaði fyrir laxaafurðir geri Íslendingum erfitt fyrir með samkeppnishæfni í fiskeldi. Í þessu sambandi nefnir Guðmundur Valur að Chilemenn, sem eru gríðarlega stórir í fisk- eldi, þurfi að flytja framleiðslu sína um lengri veg á markaði á Bostonsvæðinu en Íslendingar. „Þess vegna eru fjarlægðir frá helstu mörkuðum að mínu mati ekki okkar helsti þröskuldur í fiskeldi,“ segir Guðmundur Valur Stefánsson. Ef settur er 3-400 gramma fiskur í kvíar í Mjóafirði í byrjun júní má ætla að unnt sé að slátra 5-6 kg laxi úr þeirri kví að þrettán til fjórtán mánuðum liðnum. Laxaslátrun í vinnslustöð Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. „Mjóifjörður er mjög góður til fiskeldis. Inn allan fjörð eru brattar hlíðar niður á um 80 metra dýpi. Botninn er sléttur og vatnsskiptin eru gríðarlega mikil, sem er veru- legur kostur,“ segir Guðmundur Valur Stefánsson hjá Sæsilfri.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.