Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2004, Blaðsíða 41

Ægir - 01.06.2004, Blaðsíða 41
41 H O R F T U M Ö X L Landssamband íslenskra útvegs- manna, Landssamband smábáta- eigenda, Sparisjóður Vestfirðinga og Vélsmiðjan Þrymur. Undir- stöður undir verkið byggðu Ágúst & Flosi, en bæjarsjóður Ísafjarðar sá um frágang lóðar. „Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim, sem hafa komið að því að gera þennan draum okkar Sögufélagsmanna og aðstandenda frumherjanna að veruleika. Sérstaklega vil ég þakka þeim Einari Oddi og Ein- ari Kristni fyrir ómetanlega að- stoð við fjáröflun til verksins. Ég vona, að ég halli á engan þó að ég staðhæfi, að enginn einn maður hafi sýnt þessu meiri áhuga en Þorsteinn Pálsson, sendiherra og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra,“ sagði Jón Páll. Vélvæðing bátaflotans Í framhaldinu rifjaði Jón Páll upp vélvæðingu bátaflotans á Íslandi. „Það er kunnara en frá þurfi að segja, að vélvæðing bátaflotans hafði í för með sér meiri breyt- ingar á búsetu og mannlífi í land- inu en nokkuð annað á liðinni öld. Allt fram undir næstseinustu aldamót var Ísland nær hrein- ræktað bændaþjóðfélag og hér bjó dreifbýlisþjóð. Af 78 þúsund íbú- um landins bjuggu aðeins 17 þúsund manns í þéttbýli. Í höfuð- staðnum bjó rösklega þriðjungur þéttbýlisbúa, rúmlega 6 þúsund manns og rúmlega 1 þúsund í stærstu bæjunum, Akureyri og Ísafirði. Tíu árum síðar voru íbú- ar landsins orðnir 85 þúsund. Þá bjuggu hins vegar 30 þúsund í þéttbýli. Þessi búsetuþróun hélt svo áfram alla öldina, þéttbýlsbú- um fjölgaði, en að sama skapi fækkaði í strjálbýlinu. Þessa þró- un má öðru fremur rekja til vél- væðingar bátaflotans.“ Eitt leiddi af öðru „Í byrjun liðinnar aldar var ára- báturinn ennþá aðalatvinnutæki sjómanna. Þegar Árni Gíslason hóf róðra á Stanley árið 1902, voru rösklega 2 þúsund árabátar í landinu. Tíu árum síðar hafði þeim fækkað um nálega helming og þrjátíu árum síðar voru aðeins 170 árabátar í landinu, sem réru til fiskjar. Svona hröð var breyt- ingin. Ekki er fjarri lagi að áætla að í upphafi 20. aldarinnar hafi um 13 þúsund sjómenn róið til fiskjar í orðsins fyllstu merkingu. Á fyrsta fjórðungi aldarinnar lögðu allir þessir menn árina frá sér, en héldu áfram að sækja sjó með tilstyrk vélaraflsins. Það kann að vekja nokkra athygli, að þessi þróun skyldi verða jafn hröð og raun bar vitni og byrjunarerf- iðleikarnir skyldu ekki reynast meiri. Þetta má að stórum hluta þakka framsýni Árna Gíslasonar og annarra útvegsmanna hér á Ísafirði, sem beittu sér fyrir stofn- un vélaverkstæðis undir forystu J.H. Jessens, sem setti niður vél- ina í Stanley. Þannig leiddi eitt af öðru. Það kom ekki einasta í hans hlut að setja fyrstu vélina niður og kenna meðferð hennar. Hann gerðist einnig brautryðjandi á sviði kennslu í vélfræði hér á landi. J.H. Jessen kom fljótlega aftur til landsins, kvæntist ís- lenskri konu og setti á stofn fyrsta vélaverkstæði landsins í samvinnu við útgerðar- og skiðpstjóranarmenn á Ísafirði. Með þeirri starfsemi var lagður góður grunnur að verkþekkingu á þessu sviði. Námssveinar Jessens tóku að sér þjónustu við vélbáta- flotann víðsvegar um landið.“ Byltingarkennd breyting „Allar þær framfarir, sem urðu hér á öldinni sem leið höfðu vissulega mikil áhrif á líf og starf fólksins í landinu, en mér er til efs að nokkur ein breyting hafi létt af þjóðinni öðru eins erfiði, þrældómi og vosbúð og vélvæð- ing bátaflotans gerði í upphafi aldarinnar. Fyrstu vélbátarnir voru að vísu ekki stórar fleytur, en þeir voru engu að síður liður í því að létta af mönnum þeim þrældómi, sem fylgdi árabátaút- gerðinni. Í kjölfarið fylgdu stærri og betur búnir bátar. Sú saga verður ekki rakin hér, en það er vissulega við hæfi að við minn- umst frumkvöðlanna og það er von mín og vissa, að sá minnis- varði, sem hér er afhjúpaður, minni komandi kynslóðir á for- ystuhlutverk þeirra manna, sem ruddu þessa braut fyrir okkur og lögðu grunninn að þeirri velmeg- un sem við höfum búið við,“ sagði Jón Páll Halldórsson í ávarpi sínu við afhjúpun lista- verksins „Harpa hafsins“ á Ísa- firði. Þorsteinn Pálsson, sendiherra í London, Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður, og listakonan, Svanhildur Sigurðardóttir. Myndir: Halldór Sveinbjörnsson/Ísafirði. Höfundur „Hörpu hafsins“ lýsir verkinu. Svanhildur er alin upp við sjávarsíðuna, faðir hennar var vélstjóri og síðar útgerðarmaður í Vestmannaeyjum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.