Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2006, Blaðsíða 12

Ægir - 01.06.2006, Blaðsíða 12
12 L Y K T A R M E N G U N Við úthlutun úr AVS-rann- sóknasjóðnum á vordögum fékk verkefnið „Ferlastýring við hausaþurrkun“ sex millj- óna króna styrk, en áður hafði verkefnið hlotið þriggja millj- óna króna styrk á síðasta ári. Að verkefninu, sem hófst í maí 2005, koma sex framleið- endur þurrkaðra fiskafurða, Laugafiskur hf., Lýsi hf, Klofningur ehf, Samherji, Nesfiskur og Haustak, Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins, Umhverfisstofnun og Maritech. Tilgangur verkefnis- ins er einfaldlega að draga úr lyktarmengun frá þurrkverk- smiðjum, en kunnara er en frá þurfi að segja að „pen- ingalyktin“ er ekki jafn vel- komin og hún var hér á árum áður. Margir þættir sem hafa áhrif á lykt Samkvæmt upplýsingum frá AVS var í fyrsta áfanga verk- efnisins lögð áhersla á mikil- vægi gæðamála og betri stýr- ingu vinnsluferla við þurrkun, en þeir þættir sem hafa mest áhrif á lyktarmyndun eru hrá- efnið (tegund, ástand, aldur, ferskleiki, meðferð o.fl.) og val á þurrkferli. Með stjórnun á lofthitastigi, loftraka, loft- hraða og hringrásun og magni fersks lofts í þurrkun virðist vera hægt að hafa áhrif á styrkleika lyktar í út- blæstri. Stöðugreining á ástandi gæðamála leiddi í ljós að mismunandi aðstæður eru hjá framleiðendum, en al- mennt er mikil vakning um betri meðhöndlun og kæl- ingu hráefnis. Tilraunir til úrbóta Gæðaátak í framleiðslunni hjá einum framleiðanda sem tók þátt í fyrsta áfanga verkefnis- ins fólst í því að allt hráefni sem fyrirtækið tekur á móti er ísað og skilaði það sér m.a. í betri hráefnisgæðum og sam- tímis var gert átak í þrifamál- um. Þessar breytingar hafa leitt til lyktarminni fram- leiðslu. Við fiskþurrkun myndast lykt sem kannski má líkja við harðfisklykt eða lykt af sign- um fiski. Þekkt er að gamalt hráefni getur valdið aukinni lykt og því er mikilvægt að meðhöndlun hráefnis sé í góðu lagi. Svo virðist sem sömu efni valdi lykt við hausaþurrkun og bræðslu og var brugðið á það ráð að breyta þurrkferli hjá einum framleiðanda þannig að meira af fersku lofti var tekið inn og minna af loftinu hringrásað í þurrkkerfinu og fékkst þá meiri þynning á lyktarefnum sem mynduðust við þurrkunina og samtímis minni lyktarmengun fyrir um- hverfið. Tilraunir með óson Guðrún Ólafsdóttir hjá Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins segir að í fyrsta hluta verk- efnisins hafi m.a. verið leitast við að skilgreina hvað teldist vera ásættanleg lykt. Í öðrum hluta verkefnisins sem nú sé að fara af stað verði sjónum í auknum mæli beint að því að finna mögulegar lausnir varð- andi hreinsibúnað, en m.a. hafa tilraunir með óson gefist vel í þeim efnum. Guðrún segir að m.a. þurfi að skoða rækilega hvaða áhrif notkun ósons geti haft á geymsluþol afurða. Þetta sé einn af þeim þáttum sem verði skoðaðir á komandi mánuðum. Guðrún segir ljóst að hér sé um nokk- uð flókið mál að ræða, marg- ir þættir hafi áhrif á lyktar- mengun, t.d. aldur hráefnis, lofthiti o.s.frv. Hún bendir á að ekki sé um einangrað mál að ræða fyrir fyrirtæki sem framleiða þurrkaðar fiskaf- urðir, málið snerti í raun alla fiskvinnslu og fleiri atvinnu- greinar, t.d. landbúnaðar- framleiðslu. Liður í verkefninu sem framundan er er að setja upp tilraunaþurrkklefa, sem verð- ur færanlegur. Ætlunin er að næsta vor línur teknar að skýrast í þessu athyglisverða rannsóknaverkefni. Hvernig má draga úr lyktarmengun frá fiskþurrkun? - unnið er að rannsóknaverkefni sem AVS-sjóðurinn styrkir Hér á árum áður var fiskur þurrkaður fyrst og fremst í hjöllum, en nú til dags er algengara að þorskhausar og hryggir séu þurrkaðir í inniklefum Úr vinnslu Laugafisks í Reykjadal. aegirjuni06qxp 7/7/06 1:17 PM Page 12

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.