Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2006, Blaðsíða 21

Ægir - 01.06.2006, Blaðsíða 21
21 S K E M M T I F E R Ð A S K I P nægilega marga til dæmis frönsku-, ítölsku- og spænskumælandi leiðsögu- menn í hópferðir með þessa gesti,“ segir Pétur, en lang- fjölmennastir eru Þjóðverjar í hópi farþega skemmtiferða- skipanna og lætur nærri að þeir séu um 40% allra farþega skipanna. Umtalsverðar tekjur Það er ljóst að skemmtiferða- skipin skilja eftir sig umtals- verðar tekjur fyrir viðkom- andi hafnir og þjónustugeir- ann. Pétur Ólafsson segir að Cruise Iceland hafi látið gera könnun á eyðslu farþega skipanna og hún hafi leitt í ljós að hver farþegi skildi eft- ir sig um 5 þúsund krónur að meðaltali í kaupum á minja- gripum og slíkum varningi. Þetta þýði með öðrum orðum að á Norðurlandi skilji far- þegar skipanna eftir sig um 200 milljónir króna á ári og eru þá ótalin hafnargjöld, tekjur rútufyrirtækja og ferða- skrifstofa. Samandregið megi því óhikað segja að skemmti- ferðaskipin skipti efnahags- lega gríðarlega miklu máli fyrir ferðaþjónustuna á Ís- landi og þjóðarbúið í heild. Haustskipin til Reykjavíkur Til Reykjavíkur koma eins og áður segir 77 skip í sumar, 20 skipum fleiri en til Akureyrar. Nokkur skip, einkum þó síðla hausts, hafa viðkomu í Reykjavík á leið sinni frá meginlandi Evrópu vestur um haf til Bandaríkjanna. Þessi skip eru gjarnan í siglingum í Karabíska hafinu yfir vetrar- mánuðina. Í nokkrum tilfellum fljúga farþegar og áhafnir þessara haustskipa til síns heima frá Íslandi, með öðrum orðum að ferð þeirra á skemmti- ferðaskipinu lýkur á Íslandi. Aðrir farþegar og áhafnir koma um borð í Reykjavík. Þetta þýðir með öðrum orð- um að flugfélögin njóta líka góðs með afgerandi hætti af komum skemmtiferðaskip- anna til landsins. Áfram á sömu braut Pétur Ólafsson segir að áfram verði leitast við að hlú að þessum vaxandi þætti í hér- lendri ferðaþjónustu með markvissri markaðssetningu í gegnum Cruise Iceland. Hann segir að lengi vel hafi Íslend- ingar verið í samstarfi við Færeyinga og Grænlendinga um markaðssetningu skemmtiferðaskipa, en þeirri samvinnu hafi verið hætt þar sem menn hafi talið að hún hafi skilað takmörkuðum ávinningi. Markaðsvinnan verði því áfram á hendi Cru- ise Iceland, en liður í henni er árleg ferðakaupstefna út- gerða skemmtiferðaskipa á Flórída. Skemmtiferðaskip til Akureyrar frá miðjum júlí til 8. September 2006 Nafn Dags. Koma Stærð - BT Saga Rose 14.07. 08.00 24528 Europa 14.07. 12.00 28710 Discovery 15.07. 09.00 20216 Kristina Regina 15.07. 09.00 4295 Costa Classica 16.07. 07.00 52926 C.Columbus 21.07. 08.00 15067 Aida blu 23.07. 07.00 70310 Calypso 23.07. 09.00 11162 Prinsendam 24.07. 08.00 37845 Vistamar 24.07. 08.30. 7478 Delphin 24.07. 14.00 16214 Maasdam 26.07. 07.00 55451 Princess Danae 28.07. 08.00 16531 Arielle 28.07. 14.30. 23149 Boudicca 29.07. 13.30. 28338 Princess Danae 03.08. 08.00 16531 Alexander Von Humb. 03.08. 10.00 12331 Bremen 03.08. 13.00 6752 Marco Polo 04.08. 13.00 22080 Albatros 04.08. 14.30 28518 Minerva 2. 04.08. 07.00 30277 Maxim Gorkiy 05.08. 14.30 24220 Aida blu 06.08. 07.00 70310 Le Diamant 07.08. 09.00 8282 Clipper Adventurer 13.08. 10.00 4364 Black Prince 14.08. 08.00 11209 Princess Danae 19.08. 08.00 16531 Albatros 21.08. 14.30 28518 Maxim Gorkiy 22.08. 14.30 24220 Artemis 25.08. 08.00 44588 Amsterdam 27.08. 07.00 60874 Le Diamant 27.08. 08.00 8282 Silver Cloud 30.08. 08.00 16927 Black Prince 02.09. 14.00 11209 Sea Princess 08.09. 07.00 77499 Farþegar skemmtiferðaskipanna skilja eftir sig umtalsverðar tekjur hér á landi. Samkvæmt könnun sem hefur verið gerð má ætla að hver og einn farþegi kaupi sér minjagripi hverskonar fyrir um 5 þúsund krónur. Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is www.isfell.is Allt til línuveiða aegirjuni06qxp 7/7/06 1:17 PM Page 21

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.