Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2006, Blaðsíða 22

Ægir - 01.06.2006, Blaðsíða 22
22 V I Ð T A L „Uppbygging þorskstofnsins hefur vissulega gengið hægt fyrir sig og þar geta margir þættir spilað inn í. Breytt um- hverfisskilyrði, sveiflur í fæðu- framboði fyrir þorsk, m.a. að- gengi þorsks að loðnu, og fjölgun hvala hér við land á undanförnum árum eru allt hugsanlegir áhrifaþættir. En augljósasti þátturinn er sókn- in í þorskstofninn sem um langt skeið hefur verið bæði of mikil og þung. Í raun tel ég að ekki megi lengur bíða með að grípa til róttækra aðgerða og draga verði strax úr sókn- inni ef byggja á þorskstofninn upp,“ segir Jóhann Sigurjóns- son forstjóri Hafrannsókna- stofnunarinnar. Á dögunum kynnti Einar Kr. Guðfinnsson, sjávarút- vegsráðherra, ákvörðun sína um hámarksafla næsta fisk- veiðiárs. Sem kunnugt er verður leyfilegt að veiða 193 þúsund tonn. Samkvæmt afla- reglu sem ákvarðaði aflamark sem 25% af áætluðum veiði- stofni í byrjun og lok úttekt- arárs og í gildi hefur verið undanfarin ár, hefði heimilað- ur þorskafli næsta fiskveiðiárs verið 187 þúsund tonn. Þegar ráðherra tók ákvörðun um aflahámark komandi árs var hins vegar byggt á breyttri aflareglu þar sem viðmiðunin er meðaltal aflamarks undan- gengins árs og 25% áætlaðs veiðistofns á úttektarári og því varð niðurstaðan sem að framan greinir, þ.e. sex þús- und tonnum meiri afli en gert var ráð fyrir í skýrslu Haf- rannsóknastofnunarinnar. Mörkuð verði uppbyggingar- stefna Að sögn Jóhanns Sigurjóns- sonar voru tillögur Hafrann- sóknastofnunarinnar varðandi þorsk einkum tvíþættar: „Annars vegar var lagt til að mörkuð verði uppbyggingar- stefna sem kæmi hrygningar- stofni í betra horf á næstu 4-5 árum, bæði stærð hans og aldurssamsetningu. Það hefði þýtt lækkað veiðihlutfall og tímabundinn aflasamdrátt, en hefði á hinn bóginn gefið stærri hrygningarstofn, auk- inn afrakstur á nýliða og betri líkur á sterkum árgöngum í framtíðinni. Hins vegar lögð- um við til eins og undanfarin ár að ný og betri aflaregla fyrir þorsk tæki strax gildi.“ Fyrir fáum árum lagði nefnd sjávarútvegsráðherra til að veiðihlutfallið úr stofnin- um hverju sinni yrði lækkað niður í 22% með þeim við- miðunum á útreikningi sem nú eru lögð til grundvallar, en sem sagt lægra veiðihlut- falli. Í dag er hrygningarstofn þorsksins of lítill, sem við teljum stærsta vandamálið eða 230 þúsund tonn, en var á bilinu 350 til 400 þúsund tonn þegar best lét. Meðal annars með tilliti til þessa settum við ráðgjöf okkar fram,“ segir Jóhann. Stórum hrygnum hefur fækkað mikið Áður fyrr var, að sögn Jó- hanns, algengt að nýliðun þriggja ára þorsks væri á bil- inu 180 til 200 milljónir ný- liða, en sl. tvo áratugi hefur meðaltalið verið 134 milljónir Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar í Ægisviðtali um uppbyggingu fiskistofnanna: Róttækar aðgerðir mega ekki bíða „Í dag er hrygningarstofn þorsksins of lítill, sem við teljum stærsta vandamálið eða 230 þúsund tonn, en var á bilinu 350 til 400 þúsund tonn þegar best lét. Meðal annars með tilliti til þessa settum við ráðgjöf okkar fram,“ segir Jóhann Sig- urjónsson. aegirjuni06qxp 7/7/06 1:17 PM Page 22

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.