Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2006, Page 19

Ægir - 01.08.2006, Page 19
19 S A G A N minni pokann fyrir ógnvekj- andi hafísfjöllum, þrátt fyrir að hafa verið sérstaklega hannað til þess að sigla í ís. Björgunarhringur fannst við Grindavík Næstu daga á eftir sigldu nokkur skip - þ.á.m. Johann- es Kruss, grænlenska skipið Umanak og bandaríska varð- skipið Campell - fram og til baka um þetta hafsvæði með von um að eitthvað kynni að finnast. Sömuleiðis voru sendar leitarflugvélar frá Keflavík, Thule á Grænlandi og Nýfundnalandi yfir svæð- ið, en allt kom fyrir ekki. Ekkert fannst sem minnti á Hans Hedtoft. Það var ekki fyrr en níu mánuðum síðar, í byrjun október 1959, sem það fyrsta og eina fannst sem tengdist Hans Hedtoft - björg- unarhringur. Hann hafði rek- ið á land við Grindavík. Kransinum var síðar komið fyrir í kirkju í Qaqortoq á Grænlandi og þar er einnig að finna á töflu nöfn allra þeirra sem fórust í þessu hörmulega sjóslysi. Þriðji Galathea rannsókna- leiðangurinn Eins og að framan greinir hefur oft verið reynt að finna flak Hans Hedtoft, en án ár- angurs. Síðasta tilraun var sem sagt gerð í september sl. í Galathea rannsóknarleið- angrinum danska, en án ár- angurs. En hvað er Galathea rann- sóknarleiðangur? Jú, þetta er í þriðja skipti sem Danir gera út slíkan rannsóknarleiðangur um heimshöfin og þessi leið- angur er sannarlega umfangs- mikill, en hann mun taka í það heila um átta mánuði og er ferðinni heitið hringinn í kringum hnöttinn. Fyrsti slíki leiðangur var gerður út á skipinu Galatheu I laust fyrir miðja nítjándu öld. Aftur var haldið í Gal- athea leiðangur um miðja síð- ustu öld og þá var sjónum beint að djúpslóðinni og nú er sem sagt komið að þriðja slíka leiðangrinum. Þess má geta að Galathea var ein af fimmtíu dætrum gríska hafguðarins Nereusar. Heimsreisa fram í apríl 2007 Vædderen lét úr höfn í Kaup- mannahöfn um miðjan ágúst sl. og fór til að byrja með til Færeyja og Grænlands og á leið skipsins þaðan var þess freistað að finna flak Hans Hedtoft. Vædderen fer síðan í Miðjarðarhafið og um Súes- skurðinn og inn í Persaflóa. Áfram liggur leiðin til Ind- lands, Tælands og Indónesíu og þaðan til Salomonseyja, Suðurskautslandsins og um Kyrrahaf og Karíbahafið um Panamaskurðinn. Áður en skipið kemur aftur heim til Danmerkur hefur það við- komu á Asoreyjum. Gagngerar endurbætur á Vædderen Vædderen er trúlega það danska herskip sem Íslend- ingar þekkja best, enda hefur það oft haft viðkomu hér á landi. Áður en haldið var af stað í hnattreisuna voru gerð- ar gagngerar endurbætur á skipinu í Noregi. Núverandi Vædderen var upphaflega smíðað í Svend- brg í Danmörku árið 1990 og var sjósett tveimur árum síð- ar. Skipið er 112,5 metra langt og 14,5 metra breitt. Skipið er sérstyrkt til þess að sigla í hafís og þess vegna er það oft á ferðinni á norðlæg- um slóðum, ekki síst við Grænland. Skipið er systur- skip þriggja annarra skipa dönsku strandgæslunnar - Thetis, Triton og Hvid- björnen. Galathea rannsóknaleiðangurinn er nú í fullum gangi, en honum á ekki að verða lokið fyrr en í apríl á næsta ári. Leiðangurinn, sem er gerður út á danska varðskip- inu Vædderen, freistaði þess að finna flak Hans Hedtoft, en engar vísbendingar fengust um hvar það nákvæmlega er að finna. Hans Hedtoft fórst um 20 sjómílur suðaustur af Hvarfi. Níu mánuðum síðar fannst við Grindavík björgunarhringur úr skipinu. Þetta er það eina sem hefur fundist úr skipinu. Það var að vonum ríkjandi mikil gleði og eftirvænting í Kaupmannahöfn þegar hið glæsilega skip, Hans Hedtoft, var sjósett. aegirsept2006 10/11/06 2:54 PM Page 19

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.