Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2009, Blaðsíða 21

Ægir - 01.06.2009, Blaðsíða 21
21 F I S K V I N N S L A svipað magn og hefur verið landað hér á Suðureyri, í sumum tilfellum fer fiskur héðan í burtu til vinnslu ann- að og við fáum af mörkuðum annars staðar frá en mikill meirihluti landaðs afla hér kemur til vinnslu hjá okkur.“ Stórir í ýsuvinnslu Íslandssaga byggir á bland- aðri vinnslu, fyrst og fremst fyrir útflutning en einnig um- talsvert fyrir heimamarkað. Í útflutningi fara afurðir á meg- inland Evrópu, til Bretlands og Bandaríkjanna. „Við erum stórir í ýsuvinnslu. Öll fersk ýsa fer á Bretland í samningi sem við höfum unnið eftir í þrjú ár. Þar erum við að markaðssetja línufisk sérstak- lega og aðal afurðin er ýsu- hnakkar en afturhlutinn af ýs- unni fer síðan utan fersk að hluta en líka frosin. Síðan vinnum við umtalsvert magn fyrir innanlandsmarkað af ýsu sem er lausfryst í neytenda- umbúðum og seld m.a. í Hag- kaupum. Síðan erum við með harðfiskverkun þar sem við tökum afturhlutann á ýsunni og þurrkum þannig að þetta er mjög fjölbreytt úrvinnsla. En um 60% af magninu fara fersk í útflutning og til að mynda afhendum við sex sinnum í viku samkvæmt þessum Bretlandssamningi sem ég nefndi áðan,“ segir Óðinn en á tímabili var skoð- að að taka upp beint flug með ferskfisk frá Ísafirði til Bretlands en nokkur fyrirtæki á Vestfjörðum byggja að stór- um hluta á ferskfiskvinnslu og -útflutingi. Óðinn segir þær hugmyndir hafa hljóðnað í kjölfar bankahruns og efna- hagsumrótsins, hvað sem síð- ar verði. Rekstrarumhverfið mun betra en áður Hjá Íslandssögu eru margir starfsmenn af erlendu bergi brotnir og sumar hafa verið í fiskvinnslu vestra um árabil. Hafa margir hverjir keypt sér íbúðarhúsnæði og byggt sér heimili. „Það kom upp örlítil umræða síðasta haust þegar bankahrunið varð en hún hljóðnaði fljótt þegar fólk sá að það var ekki að betra að hverfa annars staðar. Almennt hefur okkur gengið mjög vel að fá starfsfólk og verið góð- ur stöðugleiki í starfsmanna- málunum,“ segir Óðinn og telur rekstrarumhverfi fisk- vinnslunnar gott í dag. „Auðvitað er efnahags- reikningur fyrirtækjanna ekki fallegur, sér í lagi þeirra sem hafa fjármagnað kvótakaup og aðrar fjárfestingar með er- lendum lánum. Reksturinn er hins vegar alveg þokkalegur og við njótum gengisfallsins á krónunni. Að sama skapi var umhverfið algjör kvöl og pína þegar krónan var sem sterk- ust en á vissan hátt njótum við þess núna að hafa tekið á ýmsum þáttum í rekstrinum á þeim tímapunkti, sem skilar sér núna. Þó krónan sé núna orðin nánast óeðlilega veik þá var hún að sama skapi komin alltof langt í hina átt- ina á sínum tíma. Þetta eru miklar sveiflur en veiking krónunnar skilar jákvæðum áhrifum á reksturinn, það er ekki vafi.“ Fyrningarleiðarumræðan afleit Óðinn er á hinn bóginn ekki jafn viss um að umræða um fyrningarleið eða slíkar kerfis- breytingar séu skynsamlegar við núverandi aðstæður. Óvissan sem skapist af um- ræðunni um hvað verður hafi slævandi áhrif. „Mér finnst afleitt þegar umræðu af þessum toga er hleypt af stað án þess að vita hvar hún endar. Stjórnmála- menn ýttu henni úr vör án þess að hafa klárað sína heimavinnu og það eru mjög hættuleg vinnubrögð. Ég tel að fólk hafi almennt verið að reyna að reka fyrirtæki sín í sjávarútvegi á heilbrigðan hátt þó í greininni, líkt og öllum öðrum, finnist einhverjir skúrkar. En ég er viss um að þeir eru hlutfallslega mun færri en voru í bankakerfinu. En maður finnur á sjálfum sér að fyrningarleiðarumræðan er að tefja mann frá daglegum rekstri og maður er farinn að velta því fyrir sér frá degi til dags hvers vegna allt í einu snúist allt um að við sem er- um í sjávarútveginum séum svona léleg í þessum rekstri. Ég óttast að það séu alltof margir úti í sjávarútveginum sem hugsa mest um það að bjarga því sem bjargað verður núna, hætta með öðrum orð- um að horfa til framtíðar. Það er afleitt fyrir greinina, vægt til orða tekið. En umræðuna þarf að klára fyrst að búið er að taka hana upp á borðið,“ segir Óðinn og bætir við að ein hugmynd gæti verið sú að ríkið fyrni allar veiðiheimildir í einu, taki yfir allar skuldir sjávarútvegsins og þeir sem ættu inneign fengju síðan greitt út þá eign. Síðan yrði kvóta úthlutað aftur gegn hæfilegu veiðigjaldi, 100% fyrsta árið, 95% annað árið og síðan koll af kolli. „Þetta er í sjálfu sér ekki mikið hugsað en mér finnst fyrst og síðast nauðsynlegt að ljúka umæð- unni um þetta mál hið allra fyrsta. Það er ábyrgðarhlutur að láta óvissuna um fyrninga- leið eða aðrar stórar breyting- ar á kerfinu stórskemma sjáv- arútveginn. Í mínum huga er enginn vafi að sú fyrningar- leið sem rædd hefur verið af hálfu stjórnmálamanna stefnir fyrirtækjunum í greininni bara í eina átt - beint í eyðilegg- ingu,“ segir Óðinn sem ný- verið var í Bretlandi þar sem kaupendur afurða Íslands- sögu voru vel með á nótun- um um fyrningarleiðarumræð- una á Íslandi. „Þessir aðilar skilja ekkert í tilganginum með þessum hugmyndum. Við finnum fyrir áframhaldandi miklu trausti kaupendanna á að við séum fær í fiskvinnslu, skilum góðri vöru á markaðinn og byggj- um á góðu kerfi í fiskveiði- stjórnun. Þeirri ímynd eigum við ekki að rugga að óþörfu,“ segir Óðinn Gestsson, fram- kvæmdastjóri Íslandssögu á Suðureyri. Viðtal: Jóhann Ólafur Halldórsson Myndir: Ingólfur Þorleifsson Starfsmenn Íslandssögu eru alls um 70. Óhætt er að segja að fyrirtækið sé stór- iðja Suðureyrar. Suðureyri við Súgandafjörð.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.