Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2009, Blaðsíða 19

Ægir - 01.06.2009, Blaðsíða 19
19 F R É T T I R Útskrifuðust úr Flutningaskóla Samskipa Ellefu flutningatæknar voru útskrifaðir úr Flutningaskóla Samskipa við hátíðlega at- höfn á dögunum. Forseti Ís- lands og fleiri góðir gestir voru viðstaddir athöfnina. Skólinn, sem starfræktur er í samstarfi við Mími-símennt- un, er sérhæfður fyrir bílstjóra Samskipa og starfsfólk í vöru- húsum og á gámavelli félags- ins. Flutningaskóli Samskipa er fyrir metnaðarfullt starfsfólk Samskipa sem náð hefur 20 ára aldri og er með stutta formlega skólagöngu að baki. Aðalmarkmið hans að styrkja faglega hæfni starfsfólks, auka sjálfstraust þess og möguleika á starfsþróun. Viðurkenndur skóli af menntamálayfirvöldum Skólinn er viðurkenndur af menntamálaráðuneytinu til allt að 23 eininga í framhalds- skóla. Kennt er samkvæmt námskrá Samskipa sem byggð er á viðurkenndri námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, Vöruflutninga- skólanum, og fá útskrifaðir nemendur titilinn flutninga- tæknir. Námið tekur tvær annir, samtals 339 kennslustundir, og fer það fram á vinnutíma í kennslustofu Samskipa og á athafnasvæði félagsins við Kjalarvog. Starfsfólk samdi kennslubók! Kennarar á vegum Mímis- símenntunar kenna alla al- menna áfanga í náminu en sérfræðingar Samskipa kenna flutningafræði og öryggismál ásamt vinnustaðanámi sem fer fram á athafnasvæði fyrir- tækisins við Kjalarvog. Þá er gaman að geta þess að starfsfólk Samskipa hefur sjálft samið kennslubókina í flutningafræðum sem kennd er við skólann og er hún talin vera sú fyrsta á Íslandi í því fagi. Útskriftarnemarnir 11 ásamt forstjóra Samskipa, Ásbirni Gíslasyni, Báru Mjöll Ágústsdóttur mannauðsstjóra, Auði Þórhalls- dóttur fræðslustjóra og Huldu Ólafsdóttur og Jónu Margréti Ólafsdóttur frá Mímí-símenntun. Mynd: Jón Svavarsson Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður Símar: 467 1205 - 467 1203 - 692 5060 - 869 4441

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.