Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2009, Blaðsíða 32

Ægir - 01.06.2009, Blaðsíða 32
32 L Ö N D U N A R Þ J Ó N U S T A Þegar fiskiskip og togarar koma að landi er harðsnúið lið starfsmanna Löndunar ehf. á bryggjunni. Hraðar hendur þarf, þegar afferma skal skip, og vinnan verður að vera skipulögð í þaula. „Kröfur út- gerðarinnar til okkar um góða þjónustu eru miklar. Allt þarf að renna í gegn fljótt og ör- ugglega, sérstaklega þegar um ferskfisk er að ræða. Oft er hóað í okkur með stuttum fyrirvara og þá verðum við að standa klárir. Sérstaklega á þetta við fyrri hluta sumars þegar erlendu skipin sem eru á Reykjaneshryggnum koma hingað inn. Ég hef stundum orðað þetta sem svo að fisk- urinn geri ekki boð á undan sér,“ segir framkvæmdastjór- inn Stefán Sigurjónsson. Sterkir hlekkir „Við erum einnig að landa úr skipum í Sundahöfn, á Grand- anum við Reykjavíkurhöfn og í Hafnarfirði. Ætli um það bil helmingur af okkar starfsemi sé ekki þar syðra. Að jafnaði erum við með um þrjátíu menn í vinnu og fleiri á álags- tímum. Stundum allt upp í fimmtíu. Þumalputtareglan er sú að setja þrettán menn í að landa út hverjum togara. Allir hlekkir keðjunnar þurfa að vera sterkir. Togarar eins og Guðmundur í Nesi RE koma jafnan inn snemma morguns og fara út að kvöldi. Við höf- um því ekki langan tíma til afgreiðslu, en sé rétt að öllu staðið rennur þetta liðugt í gegn,“ segir Stefán sem bætir að ýmis fleiri verkefni en löndun á fiski falli til. Þar megi til dæmis nefna af- greiðslu á flutningaskipum sem koma með timbur og járn og stundum þurfi mann- skap í að tæma gáma og slíkt. Ekki sama streðið Þeir Stefán Sigurjónsson og Svavar Ásmundsson þjónustu- stjóri fyrirtækisins stofnuðu Löndun árið 1987. Á þeim tíma var rekstarumhverfi sjáv- arútvegsins að breytast. Fisk- verð hafði nýlega verið gefið frjálst og starfsemi fiskmark- aða var að hefjast. „Þetta nýja og breytta umhverfi kallaði á að til staðar væri eitt fyrirtæki sem gæti veitt útgerðinni heildstæða þjónustu. Áður hafði Togaraafgreiðslan sem var í sameign útgerðarfyrir- tækjanna hér í Reykjavík sinnt þessu en með markaðsvæð- ingu í sjávarútvegi þurfti að standa öðruvísi að þessari þjónustu og það hefur okkur tekist,“ segir Svavar sem bætir við að oft sé handagangur í öskjunni þegar þeir Löndun- armenn afgreiða skip. „Með árunum hefur tækja- búnaður orðið betri og þetta er ekki sama streðið og áður var. Við getum afgreitt fleiri tonn á hverri klukkustund en áður var. En vissulega eru þetta tarnir; snarpar lotur og vertíðarstemning, eins og Ís- lendingum líka svo vel,“ segir Stefán Sigurjónsson að síð- ustu. Löndunarmenn. Stefán Sigurjónsson framkvæmdastjóri, til vinstri, og Svavar Ásmundsson. Mikil umsvif og fjölþætt þjónusta hjá Löndun hf.: Fiskurinn gerir ekki boð á undan sér Handagangur í öskjunni. Starfsmenn Löndunar á fullu við að landa úr Guðmundi í Nesi en útgerð fyrirtækisins, Brim ehf., er meðal viðskiptavina fyrirtækisins.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.