Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1939, Page 4

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1939, Page 4
í'yrsta, sem kemur út í þessari grein hér á landi. Bókin á að geta orðið bæði nytsamleg og skemmtileg. Þeim, sem byggja og stofna heimili, verður hún góður leiðarvísir, en hún á jafnframt að eiga erindi til allra, sem; í húsum búa, örva menn til smekk- legrar umgengni, vekja athygli á nauðsynlegum hreinlætisregl- um, benda mönnum á, hvernig hlutirnir, enda þótt af litlum efnum séu gerðir, geta farið vel á heimili manns. Bókin verður skrifuð af mörgum, sérfróðum mönnum í hverri grein. Meðal höfundanna, sem þegar eru ráðnir til að vinna að bókinni, eru arkitektarnir Sigurður Guðmundsson, Þórir Baldvinsson, Hörður Bjarnason, Einar Sveinsson, Gunnlaugur Halldórsson, dr. Gunn- laugur Claessen, læknir, Halldór Iviljan Laxness, Skarphéðinn Jóhannsson. Þriggja manna ritstjórn úr hópi þessara manna hef- ur umsjón með samningu og útgáfu ritsins. Einn af ritstjórun- um, Hörður Bjarnason, arkitekt, gerir liér á eftir nokkra grein fyrir nauðsyn þessarar útgáfu. Útgáfan í heild þetta ár. Fyrir 10 króna árgjaldið fá félagsmenn bækur, sem annars inyndu kosta um 40 krónur. Með vali þessarar finnntu bókar hefur öll útgáfan í ár verið álcveðin. Vil ég nú gefa félagsmönnum yfirlit yfir stærð bók- anna eða arkafjölda og sanngjarnt bókhlöðuverð hverrar um sig. Þessar tölur eru beztu gögn í hendur þeirra, sem vilja starfa að útbreiðslu félagsins, þvi að þær sýna skýrt og óvefengjan- lega, hver fjárhagslegur hagnaður það er að vera í Máli og menningu. Þegar svo við bætist, að hér er um hinar ágætustu hækur að ræða, t. d. jafn dýrmæta eign og úrvalsljóð Stephans G., er ótrúlegt að nokkur, sem fær að vita um útgáfu félagsins, þurfi lengi að skoða huga sinn um að ganga í það: Móðirin TI kr. 6.00 Austanvindar og vestan .... 14y2 — — 6.00 Andvökur. Úrval . ca. 24 — — 12.00 Bit um íbúðir og hýbýlaprýði . ca. 12 — — 8.00 Bauðir pennar V — -— 8.00 Útgáfan samtals .... 83% örk, kr. 40.00 Hér fyrir utan er Timarit Máls og menningar, sem var siðast- liðið ár (5% örk. Við teflum djarft og treystum á stórum vaxandi útbreiðslu fé- lagsins. Tala félagsmanna er nú 4200, þarf að verða 5000 í vor. Með svona mikilli útgáfu teflum við djarft, eins og við höf- 26

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.