Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1939, Side 5

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1939, Side 5
iiii) alltaf gert. Mál og menning er stofnað í trausti á þjóðina, lestrarhneigð hennar og þrá til að menntast. Þjóðin hefur svar- að með þvi að flykkjast í þúsundatali inn í félagið. Mál og menning mun starfa áfram í trausti á þjóðina, trausti þess að nýjar þúsundir læri að meta starfsemi félagsins og skipi sér í raðir þeirra, sem fyrir eru. Mál og menning safnar engum sjóði. Við keppum árlega að meiri og meiri útgáfu, og á grundvelli hennar að hærri og hærri félagatölu. Við litum svo á, að ánægja félagsmanna sé verðmætasti sjóðurinn, er skili hæstum vöxtunn sem felast í sívakandi áliuga þeirra fyrir velgengni félagsins og ötulu starfi að útbreiðslu þess. Nú tilkynnum við þeim fjórum þúsundum, sem í félaginu eru: útgáfan í ár er miðuð við 5000 félagsmenn. Við þurfum 800 nýja menn í félagið. Helgið strax eina viku í þessum mánuði því starfi, að útbreiða Mál og menn- ingu, gangið á tal við kunningja ykkar, skýrið fyrir þeim út- gáfuna í ár og fáið þá til að ganga í félagið! Nýtt boðsbréf til utanfélagsmanna. Áskorun frá stjórn félagsins. A öðrum stað í þessu hefti er áskorun frá stjórn Máls og menningar til allra félagsmanna um að hefja nú öfluga úthreiðslu- starfsemi fyrir félagið. Jafnframt er sent til allra umhoðsmanna nýtt boðsbréf stílað til þeirra, sem ekki eru ennþá gengnir í Mál og menningu. Biðjum við fyrst og fremst umboðsmenn að koma þessu hoðsbréfi til allra þeirra, er þeir telja liklega til að vilja ganga í Mál og menningu. Boðsbréfið inniheldur upp- lýsingar um stofnun Máls og menningar, tilgang félagsins, út- gáfu þess og framtíðar áætlanir. Hver félagsmaður, sem vinna vill að útbreiðslu Máls og menningar, getur fengið hoðsbréfið lijá umboðsmanni sínum og dreift þvi til kunningja sinna, er þeir vilja fá til að ganga í félagið. Hlutverkið í ár er að efla og útbreiða félagið til þess að geta þegar á næsta ári ráðizt í útgáfu stærri verka. Mál og menning hefur ákveðið að færast í fang útgáfu mann- kynssögu, eins fljótt og kostur er á. Gert er ráð fyrir, að sú útgáfa verði í sex allstórum bindum, og við hefðum viljað, að fyrsta bindið gæti komið út á næsta ári. Þessi útgáfa hefur mikinn kostnað í för með sér, einkum ef við veljum þá leið, sem er æskilegri, að fá söguna frumsamda en ekki þýdda. Þvi meir sem félagið stækkar og því fyrr á árinu sem við komum tölu félagsmanna upp i 5000, þvi öruggari verðum við að taka fulla ákvörðun um, hvernig liaga skuli útgáfu mannkynssög- unnar'. Kr. E. A. 27

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.