Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1939, Side 6

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1939, Side 6
Rit um íbúðir og hýbýlaprýði. Eftir Hörð Bjarnason. Mál og menning hefur í hyggju að gefa út á næstunni allstóra bók um h ú s i 'ð, íbúðir og hýbýlaprýði. Hér er um algera nýjung að ræða, sem áreiðanlega verður vel þegin af almenningi, þvi ekkert sambærilegt hefur fyrr kom- ið út hér lijá okkur. Hingað til hefur almenningur ekki haft annað að leita um nytsaman fróðleik viðvíkjandi tilhögun húss og heimilis en í erlend tímarit eða bækur, sem á mjög takmark- aðan hátt eru hæf fyrirmynd fyrir heimili almennings á íslandi. Mönnum liættir oft við að láta blekkjast af þessum erlendu fyrirmyndum, sem líta glæsilega út, og taka upp eftir þeim ein- stök atriði, svo sem skápa, borð og stóla, án þess að hafa veitt því athygli, að glæsileiki fyrirmyndarinnar var ef til vill fólg- inn í heildarsvip hennar, samræmi lnisgagna og húsaskipunar. Slitnir út úr eðlilegu samhengi hinnar samræmisfullu heildar geta einstakir hlutar verkað afkáralega. Það hefur ekki tekizt að gera úr þeim fagra og hagkvæma heild. Mörg þau heimili, sem þannig eru byggð upp, verða stíllaus og ósmekkleg, og eru oft gerð um efni fram. Leiðbeiningar um þessi atriði eru mjög nauðsynlegar, og má vel halda því fram, að þetta mál varði ekki eingöngu þá, sem hýbýlin byggja, heldur líka þjóðfélagið, þar sem um er að ræða, að sem hagkvæmast og haldbezt sé gengið frá hverjum hlut. Bók þessari er ætlað að vera stutt en glöggt yfirlit yfir fyrir- komulag lieimilisins, utan lniss og innan, og verður kaflaskipt- ing bókarinnar í höfuðatriðum sem hér segir: Hörður Bjarnason arkitekt: Sögulegur inngangur. Dr. med. Gunnl. Claessen: Heilbrigðismál hýbýlanna. Sigurður Guðmundsson arkitekt: Stíll í húsagerð. Einar Sveinsson arkitekt og Gunnlaugur Halldórsson arki- tekt: Innréttingar og fyrirkomulag kaupstaðarhúsa. Þórir Baldvinsson luisameistari: Heimili sveitanna. Skarphéðinn Jóhannsson lnisgagnateiknari: Um húsgögn. Halldór Kiljan Laxness: Sálarfegurð í mannabústöðum. Auk þessa verða leiðbeiningar um heimilisiðnað, garða kring- um hús og ennfremur ýms atriði, sem húseigendum er nauðsyn- legt að vita, t. d. unt opinber afgjöld húseigna, lánakjör og fleira þess háttar. Bókin mun verða prýdd fjölda mynda, sem fylgja lesmálinu til skýringar. 28

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.