Tímarit Máls og menningar - 01.04.1939, Side 7
Útgáfunefnd Máls og menningar hefur be'ðið mig að vekja at-
hygli á útkomu bókarinnar, og er mér það Ijúft. Hér er um
að ræða nýjung, sem án efa getur að einhverju bætt upp ófyllt
og opið skarð í „praktiskum“ bókmenntum vorum, sem eru held-
ur fáskrúðugar, og er það von allra, sem að hókinni standa,
að lnin megi verða þeim, sem hana lesa, til gagns.
Benedikt Blöndal.
Það hefur verið og er víst enn eftirsóknarvert í augum margra
manna, að nafn þeirra verði eitthvert sinn skráð á spjöldum
sögunnar, og að eftirtímanum geymist á þann hátt frásagnir um
atgervi þeirra og afreksverk. Vegurinn til þessa hefur of oft
verið sá, að vega og vinna sigra, án þess að hugsa um, hvað
jafnframt var troðið undir fótum, enda hafa sagnfræðingar fram
að þessu að mestu leyti tínt upp sögur slikra inanna.
Benedikt Blöndal átti fátt þeirra eiginleika, sem hingað til
hafa aðailega haslað eigendum sínum völl, fyrst i lífinu sjálfu
og síðar í frásögnum sögunnar. En hann álti gnótt þeirra eig-
inleika, sem varpa birtu yfir líf samferðamannanna, og gera
það betra en það mundi ella vera. Hann var einn þeirra manna,
sem auka öðrum mönnum trú á góðleik tilverunnar, með þvi
einu að vera til og vera, eins og þeir eru. Þvi mun og nafn
lians skráð i hjörtum þeirra, sem þekktu hann, og þeir voru
margir, það mun skráð þar sem nafn hins friðsama vitmanns,
sem alltaf notaði gáfur sínar í þarfir góðleiks síns, en ekki
lil þess að varpa ljóma i kringum sína eigin persónu.
Ég hitti Benedikt Blöndal í fyrsta sinni fyrir mörgum árum
austur á Seyðisfirði. Við vorum kynnt af sameiginlegum kunn-
ingja okkar, vegna þess að við ættum sameiginleg andleg áhuga-
mál, sem við myndum liafa gaman af að ræða saman um. Mynd
hans frá þessum fyrsta fundi stendur mér skýr fyrir hugskots-
sjónum, og i raun og veru hefur álit mitt á honum aldrei breytzt
frá þeim fyrstu áhrifum, sem ég varð fyrir af honum. Hann
var liið rólega, hógværa karlmenni, sem ekki leitaði á aðra, en
stóð þó þétt fyrir, án þess að láta undan siga, ef hugsjónir
hans voru annars vegar. Frá honum lagði öryggi og mildi hins
sterka manns, sem aðeins berst til þess að verja það, sem lion-
29