Tímarit Máls og menningar - 01.04.1939, Qupperneq 9
að segja, að hann mætti að ósekju temja sér meira af form-
festu Egils, samtengingarlist Njáluhöfundar og arnsúgi Step-
hans G.
Það er einstakt hrós um góða kvæðabók, ef hægt er að segja
að í henni finnist eitt fullkomið kvæði, vel gert frá öllum sjón-
armiðum. Jafnvel ein fullkomin vísa í æfiverki er velgerning-
ur við heila þjóð. Það skáld, sem, ort hefur eina fullkomna vísu
hefur ekki lifað ófyrirsynju á íslandi. Það er ekkert kvæði í
hinni nýju Ijóðabók Guðmundar, sem ekki er að einhverju leyti
fagurt, að vísu sjaldan að formi og í kveðandi, en næstum æfin-
lega í skynjun, hugsun, myndum og orðavali. Eitt kvæði kemst
ótrúlega nærri því að sameina hið fullkomna í formi og hugs-
un, Rauði steinninn, — um gimstein, sem æskumaður þóttist
sjá i götu sinni, en gaf sér ekki tóm til að hirða þegar í stað,
og fann aldrei síðan. Gott kvæði er auðþekkt á þvi, að hug-
myndir þess standa allar í lífrænu kerfi umhverfis einn kjarna,
en í hinu ytra er hvergi hægt að breyta orði, atkvæði né staf-
krók, svo betur megi fara, né setja eitt orð né atkvæði í ann-
ars stað. Rauði steinninn kemst af kvæðum Guðmundar næst
þvi að bera aðalsmerki fullkominnar ljóðagerðar.
íslenzkt skáldskaparmál er af þúsund ára gamalli ljóðmenn-
ingu ákaflega viðkvæmt hljóðfæri. Um leirburð má segja, að
sér ekki á svörtu, en beztu kvæðin eru viðkvæmust og þola
sizt galla. Það hafa aldrei verið ort góð kvæði á íslenzku, nema
í hnituðu formi, afbrigði og undansláttur frá hinu stranga formi
iniðar til upplausnar og spillingar. Ekki aðeins öll „ljóð i ó-
hundnu máli“ eru á íslenzku ljótt prósa, heldur einnig öll brag-
liölt Ijóð. Leirskáld, sem höfðu ekki lag á að láta standa í
hljóðstafnum, hafa gert sitt til að rugla íslenzkt brageyra, bæði
með þeirri tegund af hlægilegu prósa, sem þeir kalla „ljóð i
óhundnu máli“, óreglulegri notkun bragliða og setningu rims
(samsvarandi Ijóðlínur innan erindis mislangar, eða mismargar
Ijóðlínur erindis innan sama kvæðis, og þvilíkt) og alveg sér-
staklega með þeirri uppfundningu, að setja þankastrik mitt í
kvæði, þegar þeir voru búnir að tapa þræðinum og vissu ekki
lengur hvað þeir voru að fara eða hvað þeir áttu að segja.
Ivvæði eins og Rauði steinninn og margar vísur i bók Guð-
mundar sýna hve hátt hann er í raun réttri hafinn yfir þessa
menn.
Til dæmis um ágæta byggingu ljóðs, með hornsteina i hinum
upprunalegustu og frumstæðustu táknum, en útsýn of heima
alla úr hinum efri gluggum, eru kvæði eins og Hverfisteinsljóðið
31