Tímarit Máls og menningar - 01.04.1939, Blaðsíða 15
irnir og flokkarnir, sem þykjast elska lýðræðið heitar en lífið
i brjósti sér, skuli æ ofan í æ gerast áróðursmenn fyrir skerð-
ingu lýðræðisins, —- það minnir helzt á bindindismann með
brennivínið uppi í sér. En það er ekki nóg með það, að tii-
.raunir séu gerðar til að láta almenn mannréttindi „frjósa inni"
í sölum Alþingis, heldur þykja jafnvel þeir stundum of rúnnir
vettvangur, eins og sjá má á tillögunni um það, að fá Mennta-
-málaráði til umráða styrktarfé það, sem ætlað er skáldum og
listamönnum i landinu. Sagt er, að með því eigi að frelsa þing-
mennina frá nuddi og áleitni okkar, sem erum þar^ bónbjarga-
menn, en það er bara svo skrítið, að þessir önnum köfnu á-
kafamenn skuli ekki hafa uppgötvað þetta ágæta ráð fyr. Og
raun myndi skjótt bera vitni um tilgang slíkrar ráðstöfunar,
ef hún kæmist til framkvæmda.
Aldrei hefur verið eins smjattað á lýðræði og aftur lýðræði
-og enn þá lýðræði, eins og nú síðustu mánuðina. En um leið
•er hver fjöðrin eftir aðra reytt af lýðræðinu, og það einmitt
af sjálfum þessum sakleysislegu lýðræðissmjattendum. Þess vegna
er manni farið að verða svona flökurt. — í dag eru útilokuð
áhrif okkar á það, hver andleg hressing okkur er flutt að af-
loknu dagsverki, á morgun er komið i veg fyrir áhrif okkar
« það, hvað við fáum fyrir unnið dagsverk, — hinn daginn
verða sennilega komnir firnni lýðræðiselskandi ráðherrar, sem
náttúrlega þurfa að spara, og kannske þeim detti þá loksins
i hug að spara alveg allt lýðræðið!
Jóhannes úr Kötlum.
Tjekkóslóvakía.
Eftir Skúla Þórðarson sagnfræðing.
Frá því að Hitler kom til valda í Þýzkalandi og sú stefna
var tekin að gera þýzka ríkið að heimsveldi, hafa Nazistarnir
■fram að þessu framið öl! sín ofbeldisverk undir því fagra yfir-
skyni, að þeir væru að hrinda oki Versalasamningsins af þýzku
þjóðinni og sameina alla Þjóðverja, sem enn voru undir erlend-
um yfirráðum, þýzka ríkinu. Hefur bæði Hitler og fleiri þýzkir
nazistaforingjar oft kveðið svo að orði, að það væri ekki ætl-
vn þeirra að undiroka neinar erlendar þjóðir, og á síðastliðnu
hausti, þegar Tjekkóslóvakia var sundurlimuð, skuldbatt Hitler
sig til að virða sjálfstæði Tjekka. En það varð brátt lýðum ljóst,
að Tjekkóslóvakía var í raun og veru ekki lengur sjálfstætt
riki, heldur ákvað Hitler stefnu hinnar tjekknesku stjórnar bæði
Inn á við og út á við, en Tjekkar lifðu í þeirri von, að þeir
37