Tímarit Máls og menningar - 01.04.1939, Síða 16
fengju að halda sjálfstæðinu að nafninu til, ef þeir yrðu hara
nógu auðsveipir við þýzku stjórnina. En sú von brást þó fljótt
og Hitler tókst að innlima landið, án þess að Tjekkar gætu eða
þyrðu að bera hönd fyrir höfuð sér, og hafi nokkur haft von
um að þýzka stjórnin myndi virða sjálfsákvörðunarrétt ann-
arra þjóða, þá er sú von nú úr sögunni, þvi bæði í þessu og
mörgu öðru hafa nazistarnir sýnt, að þeir virða einskis alþjóð-
leg lög og rétt, en hnefarétturinn einn ræður. Getur því engin
þjóð, sem þeir geta náð til að undiroka, verið óhult um frelsi
sitt og réttindi.
Tjekkar og Slóvakar eru slavneskar þjóðir, hvor annarri ná-
skyldar. Snemma á miðöldum höfðu þær tekið bólfestu í þeim
löndum, sem þær byggja þann dag í dag, Tjekkar í Bæheimi,
Mæri (Mahren) og hluta af Slesiu, en Slóvakar austar. Voru
þessar þjóðir um skeið sameinaðar i eitt ríki, en á 10. öld eyði-
lögðu Magyararnir það og lögðu Slóvaka undir sig, en Tjekk-
ar mynduðu ríki út af fyrir sig, og stóð það fram i lok mið-
alda. Blómgvaðist það mjög á síðari liluta miðalda og skap-
aði mikla og glæsilega menningu. Stóðu þá Tjekkar um langt
skeið fremstir allra slavneskra þjóða. Var list þeirra fjölbreytt
og stórfengleg, bókmenntir þeirra auðugar. Þótt Bæheimsfjöllin
mynduðu náttúrleg landaniæri milli Þjóðverja og Tjekka, fluttu
margir Þjóðverjar inn i Bæheim á síðari hluta miðaldanna, og
settust þeir einkum að í bæjunum, og studdi að minnsta kosti
einn af konungum Tjekka þennan innflutning, til þess að geta
stutt sig við hina þýzku borgara i baráttunni á móti hinum
aðalsbornu tjekknesku jarðeigendum, sem vildu rýra konungs-
valdið sem mest þeir máttu. En bæirnir blómguðust mjög frá
]*vi á þrettándu öld og fram í lok miðaldanna. Prag var ein af
fegurstu og glæsilegustu höfuðborgum Evrópu, og háskólinn þar
var viðfrægur.
Hin eiginlega lietjuöld Tjekka hófst með þeirri hreyfingu, sem
kennd er við hinn fræga siðbótamann Tjekka, Jóhann Húss.
Hann lifði á árunum 1373—1415 og reis gegn kenningum kat-
ólsku kirkjunnar og kom fram með svipaðar kenningar og Lúther
100 árum síðar. Hreyfing þessi var hvorttveggja i senn, tjekk-
nesk þjóðernishreyfing og alþýðuhreyfing, er beindist gegn hin-
um tjekkneska aðli, og þótt Húss sjálfur væri brenndur á báli
á kirkjuþinginu i Konstans árið 1415, hafði það aðeins þær af-
leiðingar að stæla áhangendur lians í baráttunni á móti hinu
pólitiska og trúarlega afturhaldi i landinu. Lauk deilunni við
lcirkjuna þannig, að páfinn varð að gefa hinni tjekknesku kirkjti
38