Tímarit Máls og menningar - 01.04.1939, Síða 18
þjóða í Tjekkóslóvakíu. Sérstaklega urðu Þjóðverjar og Ung-
verjar óánægðir, enda blésu nazistar í Þýzkalandi og Ungverja-
landi að kolunum.
Eins og annars staðar, notuðu Þjóðverjar stéttamótsetningarn-
ar innan tjekknesku þjóðarinnar til að styrkja málefni sitt.
Verkalýðurinn í Tjekkóslóvakíu var mjög róttækur og sterkur
byltingarflokkur, sem stefndi að félagslegri byltingu, starfaði
í landinu og átti marga áhangendur meðal allra þeirra þjóða,
er landið byggðu. En vegna hræðslu við hinn byltingarsinnaða
verkalýð, fékk borgarastéttin mikla samúð með nazistum og
brást skyldum sínum gagnvart þjóðinni. Nationalsosialistar, er
sýnilega unnu að því að sprengja ríkið og gera það háð Þjóð-
verjum, fengu að vaða uppi, og stjórnin var svo upptekin af
að vernda sérréttindi yfirstéttarinnar, að hún varð að miklu
leyti blind fyrir þeim hættum, sem vofðu yfir ríkinu, en eina
ráðið til þess að halda ríkinu saman var auðvitað að leggja
völdin í hendur hinna vinnandi stétta.
Þýzku nationalsósíalistarnir hafa aldrei farið i launkofa með
'það, hver fyrirætlun þeirra væri gagnvart Tjekkóslóvakíu, og
hafa tjekkneskum stjórnmálamönnum því varla komið hinir sið-
ustu viðburðir á óvart, en þó horfðu þeir aðgerðalausir á Hitler
taka hvert skrefið á fætur öðru, til þess að eyðileggja ríkið.
I byrjun októbermánaðar í haust, þegar Þjóðverjar hófu inn-
rásina, var tjekkneska stjórnin jafn ráðþrota og áður, þótt á-
form Hitlers væru fyrir löngu lýðum ljóst. Meginþorri þjóðar-
innar, öll tjekkneska alþýðan, var albúin til að verjast og nota
hin ágætu vopn, sem stjórnin hafði yfir að ráða. En yfirstétt-
in vissi, að ef strið væri hafið, mundu sérréttindi hennar verða
afnumin, og meiri'hluti hennar vildi, heldur en að verjast, ganga
undir ok Þjóðverja, í þeirri von, að þeir mundu vernda sér-
réttindi hennar.
Einu sinni áður i sögunni liafa Þjóðverjar tekið eignir hinn-
ar tékknesku yfirstéttar eignarnámi, eftir orustuna á Hvítafjalli,
og það er ekki ósennilegt, að sú saga eigi eftir að endurtaka
sig, að minnsta kosti benda ýmsar ráðstafanir þýzku stjórnar-
innar gagnvart Tjekkum i þá áttina.
Uppgjöf Tjekka fyrir Þjóðverjum er einliver hin skammar-
legasta í allri sögunni. Her þeirra var betur búinn en nokk-
ur annar i Evrópu, og hafði þjóðin frá þvi hún varð fullvalda,
fórnað ógrynni fjár til að byggja hann upp og búa hann út.
En í stað þess að nota hann gegn kúgurunum, hefur hann verið
látinn afhenda þeim vopnin án þess að hleypa af einu skoti.
40