Ægir

Årgang

Ægir - 01.04.2012, Side 14

Ægir - 01.04.2012, Side 14
14 S A G A N unni og allir haldi sér fast,“ sagði Helgi skipherra er hann stóð í brú varðskipsins og sá að allar tilraunir hans til þess að forðast árekstur voru ár- angurslausar. Örfáum andar- tökum síðar skullu skipin saman með gífurlegu braki og brestum,“ er haft eftir Magnúsi – í frásögn sem byggir meðal annars á frétt- um sem hann skrifaði og birt- ust í Morgunblaðinu. Fyrir Íslending geri ég allt Áhugaverður flötur á þorska- stríðsfrásögninni eru frásagnir Magnúsar Finnssonar sem ræddi við menn í bresku tog- ararborgunum við Humber- fljótið; Hull og Grimsby. Við- tölin tók Magnús haustið 1973. Og viðtökurnar þar voru talsvert aðrar en vænta hefði mátt. Að kynna sig sem Íslending reyndist fangráð í óvinaborginni. Hótelhaldar- inn William Henry Jackson gekk nánast úr rúmi fyrir Ís- lendinginn enda taldi hann slíkum eiga gott að gjalda. En hvers vegna. Því lýsti Jackson svo í viðtali við Magnús: „Faðir minn var togarasjó- maður allt sitt líf að meira eða minna leyti. Fyrir rúm- lega 40 árum, þegar ég var níu ára, strandaði togarinn, sem hann var með, við Ís- landsstrendur. Togarinn hét Sólon. Áhöfnin komst öll við illan leik í land, en þar sem mikil frostharka var og þeir blautir þoldu þeir illa kuld- ann. Einn lézt úr vosbúð og kulda, en seint og um síðir fann íslenzk björgunarsveit þá nær dauða en lífi og flutti þá til næsta bæjar. Þeim var bjargað frá bráðum bana og þetta mundi faðir minn með- an hann lifði og hann brýndi fyrir mér, stráknum, að rækist ég einhvern tíma á Íslending, sem ég gæti hjálpað – þá skyldi ég aldrei hika,“ segir í bókinni þar sem fram kemur að viðhorf hótelhaldarans í Grimsby voru um margt dæmigerð um almennt við- horf manna þar í borg til Ís- lendinga. Í togaraborgunum tveimur hefðu menn almennt haft skilning á stöðu Íslend- inga – jafnvel þótt um mikla hagsmuni væri að tefla. Svo hrundi allt Fram kemur í bókinni að um miðja 20. öldina var hvergi á heimsvísu stunduð meiri út- gerð en í bresku borgunum Hull og Grimsby. Árið 1959 voru gerð þaðan út 239 tog- skip, þar af 137 frá Hull. Vægi úthafsveiða þar var mikið, því alls 90% skipanna voru gerð út til veiða á fjar- lægari mið. Eins og gjarnan gerist höfðu til þess að gera fáir útgerðarmenn alla þræði í hendi sér; áttu skip, frystihús, mjölverksmiðjur, veiðarfæra- gerðir og svo mætti áfram telja. Vegna almennrar þróunar í hafréttarmálum var samn- ingsstaða Breta gagnvart Ís- lendingum um veiðar hér við land mjög þröng eins og kom á daginn í þorskastríðunum. Fyrst í baráttunni við útfærslu landhelgi í 50 mílur og síðar 200. Þá þrengdi olíukreppan á árunum 1973 til 1975 að út- gerð í Bretlandi. Fjölmargir þættir urðu þess því valdandi að útgerðarveldið við Hum- ber-fljótið riðaði til falls svo þúsundir misstu vinnu sína. Varðskipið Þór var mélað niður á dögunum. Það þjónaði Íslendingum í þremur þorskastríðum en var tekið úr notkun við land- helgisgæslu árið 1982. Þessi mynd af skipinu var tekin í Gufunesi, en þar lá það bundið við bryggju síðustu árin.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.