Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2012, Síða 27

Ægir - 01.04.2012, Síða 27
27 F R É T T I R Sjálflýsandi efni og ljós Stofnað hefur verið nýtt fyrir- tæki að baki framleiðslu á Björgvinsbeltinu og er Björg- vin Sigurjónsson einn af hlut- höfum þess. Hugmyndin er að koma upp framleiðslu á beltinu hér á landi en eins og áður segir er nýlokið breyt- ingum á beltinu sem allar miða að því að gera það að enn betra björgunartæki. „Í grunninn er hugmyndin og útfærslan algjörlega sú sama,“ segir Björgvin. „Það eru komin ný efni í beltið og líkt og áður er miðað við þol sem er langt umfram tvo menn. Efnin eru líka með sjálflýsandi endurskyni, bæði í beltinu sjálfu og línunni, flauta er komin á hólkinn og þurrpoki til að gera öðrum viðvart í neyðartilvikum, auk þess sem nú er komið á belt- ið ljós sem sjálfvirkt kviknar á ef beltið fer í vatn,“ segir Björgvin. Belti Björgvins hefur bjarg- að mannslífum frá því hann kom með það fram á sínum tíma en Björgvin segir að beltið ætti að vera um borð í öllum skipum og bátum og 3-4 slík í öllum stærri skipum. „Á stóru skipunum þurfa að vera til belti sem notuð eru til æfinga og önnur sem eru óhreyfð og tilbúin þegar á þarf að halda á ögurstundu. Einnig ættu beltin að vera á öllum höfnum og bryggjum landsins og í bílum lögregl- unnar sem eru yfirleitt fyrstir á slysstað. Við mælum einnig eindregið með að þeir sem hafa elstu beltin endurnýi þau og ég vona sannarlega að þessu átaki í samstarfi við Landsbjörgu verði vel tekið,“ segir Björgvin. Öll beita á einum stað Kyrrahafssári Falklandseyjasmokkfiskur Atlantshafsmakríll Sandsíli Bjóðum nú allan línubúnað frá Fiskevegn í Noregi Tobis ehf. Lónsbraut 2 - 220 Hafnarfjörður Sími 527 5599 - GSM 698 5789 Fax 421 5989 - thor@tobis.is Afgreiðsla Ísafirði. Afgreiðsla Dalvík. Afgreiðsla Eskifjörður. Afgreiðsla Höfn í Hornafirði. Afgreiðsla Þorlákshöfn. Tóbis ehf

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.