Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2012, Page 52

Ægir - 01.04.2012, Page 52
52 50 m/mín. Víramagn er 2200 m af 32 mm vír. Á kapalvindu eru 3500 m. af 11 mm kapli. Hjálparvinda er á bakka með 11,1 tonna átaki á tóma tromlu mv. 24 m/mín. Víramagn er 240 m af 22 mm vír. Hliðstæð hjálpar- vinda með sama átaki er mið- skips (geilavinda). Nóta- og kranabúnaður Þilfarskranar og nótabúnaður koma frá Petrel. Hann sam- sanstendur af nótaniðurleggj- ara sem er NCS 7XL3/R550- ST 70 tm með fjögurra tonna vindu við 13 m arm. Hámarks hífingarhraði er um 45 m/ mín. Niðurleggjarinn getur snúist 360 gráður. Kraftblökkin er Trident TNW824-SF og hefur 5 tonna togkraft og hraða 0-50 m/ mín. Millirúlla er Petrel R550- SF hefur 5 tonna togkraft og hraða 0-50 m/mín. Hringjanál er Petrel RN75-3000. Korka- niðurleggjari er með 5,5 m vinnuradíus og 150 kg tog- átaki. Blýaniðurleggjari er með 7,0 m vinnu radíus og 180 kg togátaki. Tvær bakstr- offuvindur eru í skipinu, hvor með 3,6 tonna togátaki. Öflugt sjókælikerfi Eins og áður segir er skipið búið til uppsjávarveiða með flottrolli og nót. Skipið er bú- ið mjög öflugu sjókælikerfi en 10 sjókælitankar eru í skipinu sem samtals rúma 2000 rúmetra. Aðrir geymar eru svartolíugeymir sem rúm- ar 370 rúmmetra, í díselolíu- geymum rúmast 190 rúm- metrar og 43 rúmmetrar í ferskvatnsgeymum. Sjókælikerfið er líkast til það öflugasta sem finna má í íslensku fiskiskipi. Þaðer frá MMC Kulde og samanstendur af 2x/1150kW/2x989.000 kcal/h kælikerfum sem tengt eru öllum 10 lestargeymum skipsins. Fiskidælukrani er Petrel KC30-9-3,3/ 30 tm. Lengd kranaarms er 10 metrar. Þil- farskrani 60 tm. Kranaarmur er 12 metra langur og vinda kranans er fjögurra tonna. Fiskidælur eru frá Sea- Quest og vacuum löndunar- kerfið er frá MMC Tendos. Það er með tveimur 4200 lítra vacuum tönkum og fjórum loftsogsblásurum. Tæki í brú Tækjabúnaður í brú er að mestu frá Brimrún ehf., Frið- rik A. Jónssyni ehf. og Sónar ehf. Þar er um að ræða tvö asdik tæki frá Furuno (FSV-30 og 84), dýptamælar koma sömuleiðis frá Furuno, einnig logg og radarar. Talstöðvar og fjarskipta- búnaður eru frá Sailor, sjálf- stýring frá Simrad/Robertsson og í skipinu er Simrad ES60 dýptarmælir. SeaTel 5400 sjónvarpskúla er á skipinu og frá Marport koma afla- og hleranemar. Horft yfir setustofu og matsal skipsins. Svanur Gunnsteinsson, yfirvélstjóri, ásamt dætrum sínum í vélstjóraklefanum. N Ý T T F I S K I S K I P

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.