Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1951, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1951, Page 41
MÓÐURMÁLSNÁM 247 IV Móðurmálsnámið og bókmenntirnar. Veigamesti þáttur íslenzkrar sögu er bókmenntasaga. í bókmenntun- um felast nærfellt öll listræn verðmæti, sem þjóðin skóp á fyrsta árþús- undi sögu sinnar. í bókmenntunum einum á þjóðin sína hámenningu að fornu og nýju, svo að jafna má til hins bezta í menningu annarra þjóða. í bókmenntunum hefur tungan skírzt og geymzt. Framar öllum öðrum heimildum varðveita tungan og bókmenntirnar söguna um bar- áttu þjóðarinnar við einangrun, smæð, fátækt og kúgun fyrir menningu og sjálfstæði. í þessari baráttu hefir tungan þróazt. Ekkert nám í móðurmáli okkar jafnast því á við það að lesa bók- menntirnar. Að þeim á að beina hug unglingsins, jafnskjótt sem honum vex þroski til, eða frá 12—13 ára aldri. Bókmenntakennslan þarf að vera í nánum tengslum við kennslu í mæltu máli og við íslandssöguna. Eins og sýnt var hér að framan, eru þessar greinir svo fast samundnar, að þær verða ekki aðskildar í unglingakennslunni, nema menntunar- gildi þeirra rýrni að nokkru leyti. Sá háttur er ekki til fyrirmyndar, sem nú er hafður, að fella niður kennslu í íslandssögu tvö síðustu skóla- skylduárin, svo að unglingar, sem ekki hyggja á lengra nám, verða að láta sér nægja barnafræðsluna í þessari höfuðgrein. Slíkt er villa í kennsluskipulaginu, og munu fáir treysta sér til að verja hana. Sagan og bókmenntirnar eru svo samofnar, að óaðskilj anlegar eru í byrjenda- kennslu miðskólanna, þó að kenna megi þær sem sérgreinir í æðra námi, þegar hin almenna undirstaða er tryggð. Að því er snertir kennslu í mæltu máli og bókmenntum verður að minnast þess, að ungl- ingum opnast fyrr skilningur á fegurð hljómandi máls en þöguls, enda er allt mál í eðli sínu hljómandi, nema bendingamál. Því verður bókmenntanámið að tengjast námi í mæltu máli, námi í framsögn og frjálsri ræðu. Við það að heyra skáldverk hljóma, kynnist unglingurinn því eins og skáldið skóp það. Enn er hugmyndaflug hans ekki nægilega þroskað til þess að þögult letrið seiði fram i hug hans tóna og bregði upp myndum, sem skáldið óf í verk sitt. Hann þarf að heyra tunguna hljóma, eins og skáldið heyrði hana. Þá þroskast næmi hans við æfinguna, unz tákn letursins vekja í vitund hans hljóm og afl tungunnar. Þannig eflist allur skilningur. Það er lögmál, sem enginn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.